Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns?

Lena Mjöll Markusdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Í réttarríki er gert ráð fyrir að ef einn veldur öðrum tjóni skal sá hinn sami bæta það tjón. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja fyrir tjón sem þær geta valdið?

Þegar bú fjármálafyrirtækis eru tekin til skipta er ekki farið eftir almennum reglum um gjaldþrotaskipti heldur sérstökum reglum sem finna má í lögum um fjármálafyrirtæki (nr. 161/2002). Þegar ákveðið hefur verið að fjármálafyrirtæki skuli tekið til slita skipar héraðsdómari slitastjórn. Slitastjórnin tekur þá við réttindum og skyldum sem stjórn fjármálafyrirtækisins og hluthafafundur höfðu áður á hendi. Fjármálaeftirlitið hefur svo eftirlit með rekstri fyrirtækisins eftir að slitastjórnin hefur tekið við. Fjármálaeftirlitið getur, til dæmis eftir ábendingu frá kröfuhafa, beint kröfu til héraðsdóms um að víkja skuli slitastjórn frá í heild, eða að hluta, þegar hún telst ekki hafa unnið störf sín í samræmi við settar reglur og heilbrigða viðskiptahætti og –venjur.

Í lögum um fjármálafyrirtæki er ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að stefna slitastjórnum. Á myndinni sést Hæstiréttur New York.

Það er rétt að sá ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem veldur því með saknæmum og ólögmætum hætti, enda séu tengsl milli háttsemi þess sem veldur tjóninu og tjónsins. Þessi regla nefnist sakarreglan. Sé það tilfellið er ekkert í lögunum um fjármálafyrirtæki sem kemur í veg fyrir að hægt sé að stefna slitastjórnum enda hefur slíkt verið gert. Ef einhver telur sig eiga fjárkröfu á hendur slitastjórn vegna tjóns sem hún hefur valdið er skilyrði að sýnt sé fram á fjártjón sem getur þó í mörgum tilfellum verið erfitt.

Sem dæmi um nýleg mál af þessu tagi má nefna að nokkrir fyrrum stjórnendur FL Group hafa stefnt slitastjórn Glitnis vegna máls sem slitastjórnin höfðaði á hendur þeim fyrir dómstól í New York árið 2010. Dómarinn taldi þá að málið ætti ekki undir dómstólinn í New York og vísaði því frá. Kostnaður vegna málsins var mikill fyrir alla aðila. Hafa stjórnendurnir því freistað þess að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum vegna þess málskostnaðar sem þeir þurftu að taka á sig. Eftir því sem Vísindavefurinn kemst næst hafa málin ekki verið til lykta leidd þegar þetta er skrifað í ársbyrjun 2014.

Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouse Coopers stefndi slitastjórn Glitnis vegna sams konar máls, en dómari í New York hafði einnig vísað máli frá sem slitastjórnin höfðaði á hendur fyrirtækinu með tilheyrandi málskostnaði. PriceWaterhouse Coopers féll síðar frá skaðabótamálinu. Málin byggja á því að sú háttsemi slitastjórnarinnar að höfða mál í Bandaríkjunum hafi verið saknæm og ólögleg og varði því skaðabætur.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

22.1.2014

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66675.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 22. janúar). Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66675

Lena Mjöll Markusdóttir. „Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Í réttarríki er gert ráð fyrir að ef einn veldur öðrum tjóni skal sá hinn sami bæta það tjón. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja fyrir tjón sem þær geta valdið?

Þegar bú fjármálafyrirtækis eru tekin til skipta er ekki farið eftir almennum reglum um gjaldþrotaskipti heldur sérstökum reglum sem finna má í lögum um fjármálafyrirtæki (nr. 161/2002). Þegar ákveðið hefur verið að fjármálafyrirtæki skuli tekið til slita skipar héraðsdómari slitastjórn. Slitastjórnin tekur þá við réttindum og skyldum sem stjórn fjármálafyrirtækisins og hluthafafundur höfðu áður á hendi. Fjármálaeftirlitið hefur svo eftirlit með rekstri fyrirtækisins eftir að slitastjórnin hefur tekið við. Fjármálaeftirlitið getur, til dæmis eftir ábendingu frá kröfuhafa, beint kröfu til héraðsdóms um að víkja skuli slitastjórn frá í heild, eða að hluta, þegar hún telst ekki hafa unnið störf sín í samræmi við settar reglur og heilbrigða viðskiptahætti og –venjur.

Í lögum um fjármálafyrirtæki er ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að stefna slitastjórnum. Á myndinni sést Hæstiréttur New York.

Það er rétt að sá ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem veldur því með saknæmum og ólögmætum hætti, enda séu tengsl milli háttsemi þess sem veldur tjóninu og tjónsins. Þessi regla nefnist sakarreglan. Sé það tilfellið er ekkert í lögunum um fjármálafyrirtæki sem kemur í veg fyrir að hægt sé að stefna slitastjórnum enda hefur slíkt verið gert. Ef einhver telur sig eiga fjárkröfu á hendur slitastjórn vegna tjóns sem hún hefur valdið er skilyrði að sýnt sé fram á fjártjón sem getur þó í mörgum tilfellum verið erfitt.

Sem dæmi um nýleg mál af þessu tagi má nefna að nokkrir fyrrum stjórnendur FL Group hafa stefnt slitastjórn Glitnis vegna máls sem slitastjórnin höfðaði á hendur þeim fyrir dómstól í New York árið 2010. Dómarinn taldi þá að málið ætti ekki undir dómstólinn í New York og vísaði því frá. Kostnaður vegna málsins var mikill fyrir alla aðila. Hafa stjórnendurnir því freistað þess að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum vegna þess málskostnaðar sem þeir þurftu að taka á sig. Eftir því sem Vísindavefurinn kemst næst hafa málin ekki verið til lykta leidd þegar þetta er skrifað í ársbyrjun 2014.

Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouse Coopers stefndi slitastjórn Glitnis vegna sams konar máls, en dómari í New York hafði einnig vísað máli frá sem slitastjórnin höfðaði á hendur fyrirtækinu með tilheyrandi málskostnaði. PriceWaterhouse Coopers féll síðar frá skaðabótamálinu. Málin byggja á því að sú háttsemi slitastjórnarinnar að höfða mál í Bandaríkjunum hafi verið saknæm og ólögleg og varði því skaðabætur.

Heimildir:

Mynd:

...