Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er meðalstærð hvalatyppa?

Jón Már Halldórsson

Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo mikill að getnaðarlimur stærstu hvala er lengri en líkamslengd minnstu hvalanna. Það segir okkur því mjög lítið að ætla að finna meðallengd getnaðarlima allra hvalategunda samanlagt, frekar ætti að skoða meðalstærð hjá einstökum tegundum.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að getnaðarlimur steypireyðar er sá stærsti sem þekkist í dýraríkinu. Að vísu komast vísindamenn kannski ekki svo oft og auðveldlega í návígi við steypireyðartarf með lim í fullri reisn til þess að gera mælingar en þeir hafa getað mælt lengd þessa höfuðdjásns steypireyðartarfanna þegar hvali rekur á land og einnig á árum áður þegar tegundin var veidd. Steypireyður var friðuð árið 1960.

Meðallengd getnaðarlims steypireyðartarfa er 2,4 metrar. Þessi myndarlegi getnaðarlimur steypireyðar er til sýnis á Hinu íslenzka reðasafni.

Vissulega er limur steypireyðar breytilegur að stærð eins og við þekkjum hjá öðrum dýrategundum en að meðaltali er lengd getnaðarlims þessa risavöxnu skepnu er 2,4 metrar. Eistun eru hvort um sig á bilinu 45 – 68 kg og við sáðlát losa tarfarnir um 20 lítra af sæði. Hvalir geyma getnaðarlim sinn í einhvers konar slíðri í kviðnum og færist hann út við mök.

Þess má geta að tarfar gresjufílsins (Loxodonta africana) hafa stærsta getnaðarlim núlifandi landdýrs en lengd hans er að jafnaði um 1,8 metrar.

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.10.2014

Spyrjandi

Baldur Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er meðalstærð hvalatyppa?“ Vísindavefurinn, 21. október 2014, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66885.

Jón Már Halldórsson. (2014, 21. október). Hver er meðalstærð hvalatyppa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66885

Jón Már Halldórsson. „Hver er meðalstærð hvalatyppa?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2014. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66885>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er meðalstærð hvalatyppa?
Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo mikill að getnaðarlimur stærstu hvala er lengri en líkamslengd minnstu hvalanna. Það segir okkur því mjög lítið að ætla að finna meðallengd getnaðarlima allra hvalategunda samanlagt, frekar ætti að skoða meðalstærð hjá einstökum tegundum.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að getnaðarlimur steypireyðar er sá stærsti sem þekkist í dýraríkinu. Að vísu komast vísindamenn kannski ekki svo oft og auðveldlega í návígi við steypireyðartarf með lim í fullri reisn til þess að gera mælingar en þeir hafa getað mælt lengd þessa höfuðdjásns steypireyðartarfanna þegar hvali rekur á land og einnig á árum áður þegar tegundin var veidd. Steypireyður var friðuð árið 1960.

Meðallengd getnaðarlims steypireyðartarfa er 2,4 metrar. Þessi myndarlegi getnaðarlimur steypireyðar er til sýnis á Hinu íslenzka reðasafni.

Vissulega er limur steypireyðar breytilegur að stærð eins og við þekkjum hjá öðrum dýrategundum en að meðaltali er lengd getnaðarlims þessa risavöxnu skepnu er 2,4 metrar. Eistun eru hvort um sig á bilinu 45 – 68 kg og við sáðlát losa tarfarnir um 20 lítra af sæði. Hvalir geyma getnaðarlim sinn í einhvers konar slíðri í kviðnum og færist hann út við mök.

Þess má geta að tarfar gresjufílsins (Loxodonta africana) hafa stærsta getnaðarlim núlifandi landdýrs en lengd hans er að jafnaði um 1,8 metrar.

Heimildir:

...