Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Lena Mjöll Markusdóttir

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.:

“Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.”

Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórnarkosningar en í lögum um kosningar til sveitarstjórna (nr. 5/1998) kemur fram að kosningaréttur miðast við 18 ára aldur þegar kosning fer fram.

Rétt til að taka þátt í kosningum hafa þeir sem orðnir eru 18 ára á kjördag.

Svarið við spurningunni er því nei, þeir sem ekki eru orðnir 18 ára á kjördag mega ekki kjósa. Kosningaaldur miðast ekki við fæðingarár heldur að einstaklingar hafi náð 18 ára aldri á kjördag. Sú er einnig raunin með margvísleg önnur réttindi, svo sem ökuréttindi og leyfi til áfengiskaupa.

Ekki hafa allir alltaf verið sammála um að fæðingardagur skuli marka upphaf kosningaréttarins. Fyrir fáeinum árum var lögð fram tillaga á Alþingi um breytingu á kosningaréttinum þannig að miðað yrði við almanaksárið en ekki fæðingardag. Rök forsvarsmanna tillögunnar voru aðallega þau að sanngjarnara væri að heill árgangur fengi kosningarétt á sama tíma heldur en einungis þeir sem væru búnir að eiga 18 ára afmæli á kosningadegi. Sitt sýnist eflaust hverjum um hvor aðferðin er sanngjarnari. Tillagan var ekki samþykkt og gilda reglurnar því óbreyttar í dag.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

10.12.2014

Spyrjandi

Þorvaldur Júlíusson f. 1998

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67620.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 10. desember). Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67620

Lena Mjöll Markusdóttir. „Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67620>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.:

“Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.”

Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórnarkosningar en í lögum um kosningar til sveitarstjórna (nr. 5/1998) kemur fram að kosningaréttur miðast við 18 ára aldur þegar kosning fer fram.

Rétt til að taka þátt í kosningum hafa þeir sem orðnir eru 18 ára á kjördag.

Svarið við spurningunni er því nei, þeir sem ekki eru orðnir 18 ára á kjördag mega ekki kjósa. Kosningaaldur miðast ekki við fæðingarár heldur að einstaklingar hafi náð 18 ára aldri á kjördag. Sú er einnig raunin með margvísleg önnur réttindi, svo sem ökuréttindi og leyfi til áfengiskaupa.

Ekki hafa allir alltaf verið sammála um að fæðingardagur skuli marka upphaf kosningaréttarins. Fyrir fáeinum árum var lögð fram tillaga á Alþingi um breytingu á kosningaréttinum þannig að miðað yrði við almanaksárið en ekki fæðingardag. Rök forsvarsmanna tillögunnar voru aðallega þau að sanngjarnara væri að heill árgangur fengi kosningarétt á sama tíma heldur en einungis þeir sem væru búnir að eiga 18 ára afmæli á kosningadegi. Sitt sýnist eflaust hverjum um hvor aðferðin er sanngjarnari. Tillagan var ekki samþykkt og gilda reglurnar því óbreyttar í dag.

Heimildir og mynd:

...