Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:36 • Sest 20:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:16 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík

Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?

Gylfi Magnússon

Karat er mælieining sem notuð er til að gefa til kynna hve hrein gullblanda er, það er hversu hátt hlutfall gull er af blöndunni. Hreint gull telst 24 karöt. Eftir því sem hlutfall gulls í gullblöndu er lægra, þeim mun færri karöt telst gullið vera. Þannig er til dæmis 18 karata gullblanda 75% gull og 25% annað efni en 18 er 75% af 24. Almennt fæst fjöldi karata með því að reikna fyrst út hlutfall gulls af heildarþunga gullblöndu og margfalda síðan útkomuna með 24.

Ekki er vænlegt að smíða skartgripi úr hreinu gulli, það er 24 karata, vegna þess að hreint gull er mjúkur málmur. Því er notað blandað gull í skartgripi, til dæmis 14 eða 18 karata. Þannig er algengt að nota í skartgripi 18 karata málmblöndu sem er 75% gull, 12,5% silfur og 12,5% kopar.

Heimsmarkaðsverð á hreinu gulli er þegar þetta er skrifað, í september 2007, um 1.415 krónur hvert gramm. Verðmæti gullsins í 1 grammi af 9 karata gullblöndu er því 9/24 af því eða um 530 krónur. Á sama hátt fæst að verðmæti gullsins í 1 grammi af 14 karata gullblöndu er því 14/24 af 1.415 krónum eða um 826 krónur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • HB

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.9.2007

Spyrjandi

Elín Guðrún Tómasdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?“ Vísindavefurinn, 5. september 2007. Sótt 28. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6789.

Gylfi Magnússon. (2007, 5. september). Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6789

Gylfi Magnússon. „Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2007. Vefsíða. 28. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6789>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?
Karat er mælieining sem notuð er til að gefa til kynna hve hrein gullblanda er, það er hversu hátt hlutfall gull er af blöndunni. Hreint gull telst 24 karöt. Eftir því sem hlutfall gulls í gullblöndu er lægra, þeim mun færri karöt telst gullið vera. Þannig er til dæmis 18 karata gullblanda 75% gull og 25% annað efni en 18 er 75% af 24. Almennt fæst fjöldi karata með því að reikna fyrst út hlutfall gulls af heildarþunga gullblöndu og margfalda síðan útkomuna með 24.

Ekki er vænlegt að smíða skartgripi úr hreinu gulli, það er 24 karata, vegna þess að hreint gull er mjúkur málmur. Því er notað blandað gull í skartgripi, til dæmis 14 eða 18 karata. Þannig er algengt að nota í skartgripi 18 karata málmblöndu sem er 75% gull, 12,5% silfur og 12,5% kopar.

Heimsmarkaðsverð á hreinu gulli er þegar þetta er skrifað, í september 2007, um 1.415 krónur hvert gramm. Verðmæti gullsins í 1 grammi af 9 karata gullblöndu er því 9/24 af því eða um 530 krónur. Á sama hátt fæst að verðmæti gullsins í 1 grammi af 14 karata gullblöndu er því 14/24 af 1.415 krónum eða um 826 krónur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • HB
...