Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?

Jón Már Halldórsson og EDS

Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Að sama skapi eru ýmsar plöntur sem í daglegu tali kallast grænmeti í raun ávextir. Dæmi um þetta eru baunir, agúrkur, eggaldin, maís, paprika og tómatar.

Rabarbari er grænmeti en gjarnan notaður eins og ávöxtur.

Rabarbari var notaður í lækningaskyni í Kína fyrir þúsundum ára en hann var ekki ræktaður í Evrópu fyrr en seint á miðöldum. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur er að finna eftirfarandi um rabarbara:

Öldum saman var hann [rabarbari] eingöngu ræktaður vegna rótarinnar, sem notuð var í lækningaskyni og var um tíma m.a. álitin koma að gagni við kynsjúkdómum. Kínverjar fluttu þurrkaðar rætur til Evrópu fyrir meira en tvö þúsund árum og voru þær í háu verði. Snemma á sautjándu öld var þó ræktað fram afbrigði í Padúa á Ítalíu sem hentaði vel til átu og þaðan breiddist jurtin út. Það var þó varla fyrr en í byrjun nítjándu aldar sem almennt var farið að nota rabarbaraleggi að ráði til matar.

Hægt er að nota rabarbara á ýmsan hátt, hann hefur til dæmis verið borðaður nýr, soðinn í sultu, niðursoðinn, þurrkaður, hafður í saft og notaður í bakstur. Hann inniheldur mikið af C-vítamíni, járni og kalki, en oxalsýran í honum gerir það að verkum að líkaminn getur ekki tekið upp kalkið. Einn og sér er rabarbari hitaeiningalítill en á móti kemur að hann er oftast borðaður með miklum sykri til þess að draga úr súra bragðinu.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um rababara má benda á skemmtilega samantekt í Bændablaðinu undir heitinu Rabarbarinn rifjaður upp.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.10.2014

Spyrjandi

Sigurður Reynir Rúnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og EDS. „Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?“ Vísindavefurinn, 14. október 2014, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67933.

Jón Már Halldórsson og EDS. (2014, 14. október). Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67933

Jón Már Halldórsson og EDS. „Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2014. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?
Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Að sama skapi eru ýmsar plöntur sem í daglegu tali kallast grænmeti í raun ávextir. Dæmi um þetta eru baunir, agúrkur, eggaldin, maís, paprika og tómatar.

Rabarbari er grænmeti en gjarnan notaður eins og ávöxtur.

Rabarbari var notaður í lækningaskyni í Kína fyrir þúsundum ára en hann var ekki ræktaður í Evrópu fyrr en seint á miðöldum. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur er að finna eftirfarandi um rabarbara:

Öldum saman var hann [rabarbari] eingöngu ræktaður vegna rótarinnar, sem notuð var í lækningaskyni og var um tíma m.a. álitin koma að gagni við kynsjúkdómum. Kínverjar fluttu þurrkaðar rætur til Evrópu fyrir meira en tvö þúsund árum og voru þær í háu verði. Snemma á sautjándu öld var þó ræktað fram afbrigði í Padúa á Ítalíu sem hentaði vel til átu og þaðan breiddist jurtin út. Það var þó varla fyrr en í byrjun nítjándu aldar sem almennt var farið að nota rabarbaraleggi að ráði til matar.

Hægt er að nota rabarbara á ýmsan hátt, hann hefur til dæmis verið borðaður nýr, soðinn í sultu, niðursoðinn, þurrkaður, hafður í saft og notaður í bakstur. Hann inniheldur mikið af C-vítamíni, járni og kalki, en oxalsýran í honum gerir það að verkum að líkaminn getur ekki tekið upp kalkið. Einn og sér er rabarbari hitaeiningalítill en á móti kemur að hann er oftast borðaður með miklum sykri til þess að draga úr súra bragðinu.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um rababara má benda á skemmtilega samantekt í Bændablaðinu undir heitinu Rabarbarinn rifjaður upp.

Heimildir og mynd:

...