Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?

Þórhildur Hagalín

Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Tilskipunin felur framkvæmdastjórninni að setja fram kröfur, sem vörur sem nota orku verða að uppfylla, til að mega vera á markaði í Evrópusambandinu.

Ryksugur hafa neikvæð umhverfisáhrif sem hægt er að draga úr án þess að minnka getu þeirra.

Með visthönnun er átt við það þegar umhverfisþættir eru felldir inn í vöruhönnun í því skyni að bæta vistvænleika vörunnar. Visthönnun er mikilvægur þáttur í samþættri vörustefnu Evrópusambandsins (e. integrated product policy) en hún hefur að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vara hvort heldur sem er við framleiðslu þeirra, notkun eða losun. Ætlunin er að stuðla að sjálfbærri þróun með aukinni orkunýtni og eflingu umhverfisverndar, og auka á sama tíma öryggi orkuafhendingar. Þá er bætt orkunýtni talinn mikilvægur liður í því að markmiðum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verði náð í samræmi við Evrópuáætlun um loftslagsbreytingar.

Reglugerð ESB um kröfur varðandi visthönnun ryksugna (nr. 666/2013), sem tók gildi þann fyrsta september 2014, kveður á um að ekki megi setja ryksugur á markað í Evrópusambandinu nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum um orkunotkun, rykupptöku og orkuinntak, sem skal vera minna en 1600 W. Samtímis tók gildi reglugerð um orkumerkingar ryksugna (nr. 665/2013), sem skyldar dreifingar- og söluaðila til þess að láta staðlaðar upplýsingar um orkunýtni, árlega meðal orkunotkun, ryklosun, hljóðaflsstig og fleira, fylgja með ryksugum. Þá þurfa upplýsingar um orkunýtniflokk ryksugu að koma fram við markaðssetningu hvort sem er í auglýsingum eða útstillingum verslana.

Staðlaður merkimiði ESB fyrir upplýsingar um orkunotkun ryksugna.

Það er ekki aðeins með vistvænni ryksugum sem Evrópusambandið ætlar sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í sambandinu. Áður hafa tekið gildi reglugerðir um kröfur varðandi visthönnun ýmissa annarra vara svo sem kæliskápa, uppþvottavéla, þurrkara, sjónvarpa og síðast en ekki síst ljósapera, eins og lesa má um í svari við spurningunni Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Nýju ryksugureglurnar falla undir gildissvið EES-samningsins, rétt eins og bannið við hefðbundnum ljósaperum, en þær virðast ekki enn hafa verið teknar upp í EES-samninginn (EES viðbætir nr. 29 2014).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

11.9.2014

Spyrjandi

G. Pétur Matthíasson

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?“ Vísindavefurinn, 11. september 2014. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67956.

Þórhildur Hagalín. (2014, 11. september). Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67956

Þórhildur Hagalín. „Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2014. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67956>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?
Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Tilskipunin felur framkvæmdastjórninni að setja fram kröfur, sem vörur sem nota orku verða að uppfylla, til að mega vera á markaði í Evrópusambandinu.

Ryksugur hafa neikvæð umhverfisáhrif sem hægt er að draga úr án þess að minnka getu þeirra.

Með visthönnun er átt við það þegar umhverfisþættir eru felldir inn í vöruhönnun í því skyni að bæta vistvænleika vörunnar. Visthönnun er mikilvægur þáttur í samþættri vörustefnu Evrópusambandsins (e. integrated product policy) en hún hefur að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vara hvort heldur sem er við framleiðslu þeirra, notkun eða losun. Ætlunin er að stuðla að sjálfbærri þróun með aukinni orkunýtni og eflingu umhverfisverndar, og auka á sama tíma öryggi orkuafhendingar. Þá er bætt orkunýtni talinn mikilvægur liður í því að markmiðum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verði náð í samræmi við Evrópuáætlun um loftslagsbreytingar.

Reglugerð ESB um kröfur varðandi visthönnun ryksugna (nr. 666/2013), sem tók gildi þann fyrsta september 2014, kveður á um að ekki megi setja ryksugur á markað í Evrópusambandinu nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum um orkunotkun, rykupptöku og orkuinntak, sem skal vera minna en 1600 W. Samtímis tók gildi reglugerð um orkumerkingar ryksugna (nr. 665/2013), sem skyldar dreifingar- og söluaðila til þess að láta staðlaðar upplýsingar um orkunýtni, árlega meðal orkunotkun, ryklosun, hljóðaflsstig og fleira, fylgja með ryksugum. Þá þurfa upplýsingar um orkunýtniflokk ryksugu að koma fram við markaðssetningu hvort sem er í auglýsingum eða útstillingum verslana.

Staðlaður merkimiði ESB fyrir upplýsingar um orkunotkun ryksugna.

Það er ekki aðeins með vistvænni ryksugum sem Evrópusambandið ætlar sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í sambandinu. Áður hafa tekið gildi reglugerðir um kröfur varðandi visthönnun ýmissa annarra vara svo sem kæliskápa, uppþvottavéla, þurrkara, sjónvarpa og síðast en ekki síst ljósapera, eins og lesa má um í svari við spurningunni Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Nýju ryksugureglurnar falla undir gildissvið EES-samningsins, rétt eins og bannið við hefðbundnum ljósaperum, en þær virðast ekki enn hafa verið teknar upp í EES-samninginn (EES viðbætir nr. 29 2014).

Heimildir og myndir:

...