Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Telst smokkfiskur til kolkrabba?

Smokkfiskar eru ekki kolkrabbar heldur eru þetta sitt hvor ættbálkurinn innan sama undirflokks. Flokkunarfræðin er svona:

Ríki:Dýraríki (Animalia)Dýraríki (Animalia)
Fylking:Lindýr (Mollusca)Lindýr (Mollusca)
Flokkur:Höfuðfætlur (Cephalopoda)Höfuðfætlur (Cephalopoda)
Undirflokkur:ColeoidaColeoida
Ættbálkur:Kolkrabbar (Octopoda)Smokkfiskar (Teuthida)

Kolkrabbi af tegundinni Octopus vulgaris.

Nokkrar aðrir ættbálkar tilheyra sama undirflokki og kolkrabbar og smokkfiskar, til dæmis blekfiskar (Sepiida). Helstu sameiginlegu einkenni dýra í þessum undirflokki er að að skelin er falin inn í líkamanum, ef hún þá er til staðar.

Annar undirflokkur höfuðfætla kallast kuggar (Nautiloids) þar sem skelin er sýnileg. Kuggar finnast ekki hér við land heldur lifa þeir einungis í heitum höfum. Nokkrar tegundir kolkrabba og smokkfiska er að finna á hafsvæðunum umhverfis landið til dæmis beitismokkurinn (Todarodes sagittatus) sem finnst djúpt suður af landinu og dílarsmokkfiskurinn (Gonatus fabricii) sem finnst meðal annars norður af landinu.

Smokkfiskur af tegundinni Todaropsis eblanae.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Telst smokkfiskur til kolkrabba? Þ.e. er smokkfiskur einhver hliðartegund af kolkrabba (Octapus)?

Útgáfudagur

6.1.2015

Spyrjandi

Hlöðver Sigurðsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Telst smokkfiskur til kolkrabba?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2015. Sótt 21. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=68463.

Jón Már Halldórsson. (2015, 6. janúar). Telst smokkfiskur til kolkrabba? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68463

Jón Már Halldórsson. „Telst smokkfiskur til kolkrabba?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2015. Vefsíða. 21. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68463>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Elsa Eiríksdóttir

1975

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif.