Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?

Arnar Pálsson

Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist á milli ólíkra tegunda baktería, og nokkur dæmi eru um flutning inn í dýr eða plöntur.

Með erfðatækni geta menn flutt gen á milli ólíkra tegunda, til dæmis úr krossfiski inn í bakteríu eða úr manneskju inn í plöntu. Þetta er aðallega gert í rannsóknarskyni, til dæmis til að reyna að skilja starfsemi gena og líffræði sjúkdóma. Einnig eru gen flutt inn í gerla og plöntur til að gefa þeim nýja eiginleika, eða nýta þær sem verksmiðjur. Slík gen geta því til dæmis gefið plöntum nýja eiginleika, til að mynda gert hana ónæmari fyrir sjúkdómum, en þau breyta ekki plöntunni sem slíkri.

Ef Hekla kemur DNA-bút af sér í brennisóley verður plantan ekki svo auðveldlega að Heklusóley.

Lítum betur á spurninguna, og segjum að DNA-bútur úr Heklu hafi verið settu í brennisóley (Ranunculus acris).

Þótt DNA úr Heklu sé flutt í brennisóley með erfðatækni, mun ekki verða til Heklusóley. Gen brennisóleyjarinnar verða ennþá óskert ef tilraunin er rétt gerð. Einn DNA bútur úr stúlku eða annarri manneskju dugar ekki til að gefa plöntunni mannlegt yfirbragð. Manneskjur hafa um 25.000 ólík gen, sem nær öll eru nauðsynleg til að við þroskumst úr egginu og lifum. Erfðamengi brennisóleyjar hefur ekki verið raðgreint, en margar plöntur (til dæmis maís) eru með fleiri en 30.000 gen. Nær öll þeirra eru nauðsynleg fyrir þroska og líf plöntunnar.

Genin ein og sér eru ekki næg, heldur þurfa þau að vera í réttu umhverfi. Mannagenin þurfa að vera í kjarna í mannafrumu, til dæmis eins og eggi, til að virka eðlilega. Kjarni úr mannafrumu mun ekki virka í frumu úr brennisóley. Á sama hátt mun sóleyjarkjarni ekki virka í mannafrumu.

Hvað mundi gerast ef blandað væri saman erfðamengi manns og plöntu og sett inn í mannafrumu? Akkúrat, það mun ekki virka. Slíkir blendingar eru ólífvænlegir. Því er ómögulegt að búa til skrímsli ævintýranna, hvort sem það er vængjaði hesturinn Pegasus eða furðuplantan Triffid, með svona tilraunum. Ástæðan er sú að 25.000 gen mannsins eru vön að vinna saman – þau hafa starfað saman í öllum mönnum frá því að við hættum að vera apar. Líta má á samstarf gena tegundar eins og tannhjól í stórri klukku. Ef fjöldi gena er tekinn út eða mörgum genum úr annarri tegund bætt við, þá passa tannhjólin ekki saman og allt fer í steik.

En sum gen úr manneskju geta virkað eðlilega í plöntufrumu. Orf-líftækni notar til dæmis erfðatækni til að framleiða mennska vaxtarþætti í byggfræi (vaxtarþættir eru prótín sem stjórna frumuskiptingum og frumusérhæfingu). Þá er eitt gen úr manni, sett inn í byggið og þannig fyrir komið að vaxtarþátturinn er framleiddur í fræinu. Síðan er hægt að einangra vaxtarþáttinn úr fræinu, og nota til dæmis við tilraunir eða í snyrtivörur.

Líta má á samstarf gena tegundar eins og tannhjól í stórri klukku. Ef fjöldi gena er tekinn út eða mörgum genum úr annarri tegund bætt við, þá passa tannhjólin ekki saman og allt fer í steik. Þess vegna munu furðuverur á borð við Triffids-plöntur áfram tilheyra ævintýraheiminum. Myndin er úr sjónvarsþætti frá 2009.

Það getur þess vegna skipt máli hvaða gen er flutt inn í brennisóleyna. Einhver gen gætu virkað venjulega í plöntunni og gefið henni örlítinn mennskan blæ. En hún verður aldrei alvöru Heklusóley.

Samantekt:

  • Ef DNA úr stúlkunni Heklu er flutt með erfðatækni í brennisóley, mun ekki verða til Heklusóley.
  • Blendingar brennisóleyjar og manna eru ekki lífvænlegir, því gen hverrar tegundar eru vön að vinna saman.
  • Einhver gen gætu virkað venjulega í plöntunni, og gefið henni örlítinn mennskan blæ.

Mynd:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

20.2.2015

Spyrjandi

Hekla Jónsdóttir, f. 2004

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2015, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68497.

Arnar Pálsson. (2015, 20. febrúar). Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68497

Arnar Pálsson. „Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2015. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68497>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?
Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist á milli ólíkra tegunda baktería, og nokkur dæmi eru um flutning inn í dýr eða plöntur.

Með erfðatækni geta menn flutt gen á milli ólíkra tegunda, til dæmis úr krossfiski inn í bakteríu eða úr manneskju inn í plöntu. Þetta er aðallega gert í rannsóknarskyni, til dæmis til að reyna að skilja starfsemi gena og líffræði sjúkdóma. Einnig eru gen flutt inn í gerla og plöntur til að gefa þeim nýja eiginleika, eða nýta þær sem verksmiðjur. Slík gen geta því til dæmis gefið plöntum nýja eiginleika, til að mynda gert hana ónæmari fyrir sjúkdómum, en þau breyta ekki plöntunni sem slíkri.

Ef Hekla kemur DNA-bút af sér í brennisóley verður plantan ekki svo auðveldlega að Heklusóley.

Lítum betur á spurninguna, og segjum að DNA-bútur úr Heklu hafi verið settu í brennisóley (Ranunculus acris).

Þótt DNA úr Heklu sé flutt í brennisóley með erfðatækni, mun ekki verða til Heklusóley. Gen brennisóleyjarinnar verða ennþá óskert ef tilraunin er rétt gerð. Einn DNA bútur úr stúlku eða annarri manneskju dugar ekki til að gefa plöntunni mannlegt yfirbragð. Manneskjur hafa um 25.000 ólík gen, sem nær öll eru nauðsynleg til að við þroskumst úr egginu og lifum. Erfðamengi brennisóleyjar hefur ekki verið raðgreint, en margar plöntur (til dæmis maís) eru með fleiri en 30.000 gen. Nær öll þeirra eru nauðsynleg fyrir þroska og líf plöntunnar.

Genin ein og sér eru ekki næg, heldur þurfa þau að vera í réttu umhverfi. Mannagenin þurfa að vera í kjarna í mannafrumu, til dæmis eins og eggi, til að virka eðlilega. Kjarni úr mannafrumu mun ekki virka í frumu úr brennisóley. Á sama hátt mun sóleyjarkjarni ekki virka í mannafrumu.

Hvað mundi gerast ef blandað væri saman erfðamengi manns og plöntu og sett inn í mannafrumu? Akkúrat, það mun ekki virka. Slíkir blendingar eru ólífvænlegir. Því er ómögulegt að búa til skrímsli ævintýranna, hvort sem það er vængjaði hesturinn Pegasus eða furðuplantan Triffid, með svona tilraunum. Ástæðan er sú að 25.000 gen mannsins eru vön að vinna saman – þau hafa starfað saman í öllum mönnum frá því að við hættum að vera apar. Líta má á samstarf gena tegundar eins og tannhjól í stórri klukku. Ef fjöldi gena er tekinn út eða mörgum genum úr annarri tegund bætt við, þá passa tannhjólin ekki saman og allt fer í steik.

En sum gen úr manneskju geta virkað eðlilega í plöntufrumu. Orf-líftækni notar til dæmis erfðatækni til að framleiða mennska vaxtarþætti í byggfræi (vaxtarþættir eru prótín sem stjórna frumuskiptingum og frumusérhæfingu). Þá er eitt gen úr manni, sett inn í byggið og þannig fyrir komið að vaxtarþátturinn er framleiddur í fræinu. Síðan er hægt að einangra vaxtarþáttinn úr fræinu, og nota til dæmis við tilraunir eða í snyrtivörur.

Líta má á samstarf gena tegundar eins og tannhjól í stórri klukku. Ef fjöldi gena er tekinn út eða mörgum genum úr annarri tegund bætt við, þá passa tannhjólin ekki saman og allt fer í steik. Þess vegna munu furðuverur á borð við Triffids-plöntur áfram tilheyra ævintýraheiminum. Myndin er úr sjónvarsþætti frá 2009.

Það getur þess vegna skipt máli hvaða gen er flutt inn í brennisóleyna. Einhver gen gætu virkað venjulega í plöntunni og gefið henni örlítinn mennskan blæ. En hún verður aldrei alvöru Heklusóley.

Samantekt:

  • Ef DNA úr stúlkunni Heklu er flutt með erfðatækni í brennisóley, mun ekki verða til Heklusóley.
  • Blendingar brennisóleyjar og manna eru ekki lífvænlegir, því gen hverrar tegundar eru vön að vinna saman.
  • Einhver gen gætu virkað venjulega í plöntunni, og gefið henni örlítinn mennskan blæ.

Mynd:

...