Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 19:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:06 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:34 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:32 • Síðdegis: 12:42 í Reykjavík

Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám?

Guðríður Helgadóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Í garðinum hjá okkur er hlynur og er að ég hygg sextíu til sjötíu ára og hár eftir því. Í aftakaveðri brotnaði af grein ein allstór á við myndarlegt tré sjálf en með henni rifnaði börkur af stofninum og er þar svöðusár. Ég ætla að þetta gangi nærri trénu og þar verði útgufun vatns á leið upp stofninn. Er ráðlegt að bera eitthvað í sárið?

Stutta svarið er að ekki á að bera neitt í sár þegar greinar brotna af trjám. Tré eru lifandi verur og þegar þau særast fara ákveðin varnarviðbrögð í gang. Plönturnar mynda korkhúð sem lokar fyrir sárin (ekki ósvipað og þegar hrúður myndast á sárum hjá mannfólkinu) og efni sem borin eru á sárin eru alls ekki hjálpleg fyrir plönturnar og geta hreinlega gert illt verra.

Ekki á að bera neitt í sárið þegar gein brotnar af tré.

Vatnsþétt málning getur komið í veg fyrir að vatn geti gufað upp með eðlilegum hætti frá sárinu og þá skapast aukin hætta á fúa fyrir innan sárið. Einnig gæti olíumálning innihaldið efni sem hafa skaðleg áhrif á lifandi vefi viðkomandi plöntu en sennilega þarf að fá efnafræðing til að skoða það nánar. Stór sár eru alltaf alvarleg fyrir plöntur en þær hafa ótrúlega hæfileika til að þrauka.

Mynd:

Höfundur

Guðríður Helgadóttir

starfsmenntanámsstjóri LBHÍ

Útgáfudagur

19.2.2020

Spyrjandi

Þorsteinn Pétursson

Tilvísun

Guðríður Helgadóttir. „Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám? “ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2020. Sótt 21. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=68812.

Guðríður Helgadóttir. (2020, 19. febrúar). Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68812

Guðríður Helgadóttir. „Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám? “ Vísindavefurinn. 19. feb. 2020. Vefsíða. 21. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68812>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Í garðinum hjá okkur er hlynur og er að ég hygg sextíu til sjötíu ára og hár eftir því. Í aftakaveðri brotnaði af grein ein allstór á við myndarlegt tré sjálf en með henni rifnaði börkur af stofninum og er þar svöðusár. Ég ætla að þetta gangi nærri trénu og þar verði útgufun vatns á leið upp stofninn. Er ráðlegt að bera eitthvað í sárið?

Stutta svarið er að ekki á að bera neitt í sár þegar greinar brotna af trjám. Tré eru lifandi verur og þegar þau særast fara ákveðin varnarviðbrögð í gang. Plönturnar mynda korkhúð sem lokar fyrir sárin (ekki ósvipað og þegar hrúður myndast á sárum hjá mannfólkinu) og efni sem borin eru á sárin eru alls ekki hjálpleg fyrir plönturnar og geta hreinlega gert illt verra.

Ekki á að bera neitt í sárið þegar gein brotnar af tré.

Vatnsþétt málning getur komið í veg fyrir að vatn geti gufað upp með eðlilegum hætti frá sárinu og þá skapast aukin hætta á fúa fyrir innan sárið. Einnig gæti olíumálning innihaldið efni sem hafa skaðleg áhrif á lifandi vefi viðkomandi plöntu en sennilega þarf að fá efnafræðing til að skoða það nánar. Stór sár eru alltaf alvarleg fyrir plöntur en þær hafa ótrúlega hæfileika til að þrauka.

Mynd:...