Sólin Sólin Rís 07:36 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 21:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:54 í Reykjavík

Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?

EDS

Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum:
þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmörku. Kökur af þessu tagi munu eiga rætur að rekja til gyðinga, sem bökuðu þær og seldu, og er nafnið af því komið.

Gyðingakökur eru ljósar smákökur með söxuðum möndlum og sykri ofan á.

Eins og fram kemur í svari Árna Björnssonar við spurningunni Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin? hófu íslenskar húsmæður kökubakstur í stórum stíl fyrir jól á fyrri hluta 20. aldar. Fyrir því voru ýmsar ástæður, ný efni til kökugerðar tóku að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, eldavélar með bakaraofni urðu algengari á þessum tíma og nokkrar matreiðslubækur með kökuuppskriftum voru þá gefnar út.

Þótt bakstur yrði ekki almennur á íslenskum heimilum fyrr en á 20. öldinni þekktust gyðingakökur þó fyrr og eru þær með fyrstu smákökum sem bakaðar voru hérlendis. Í Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem, sem fyrst kom út árið 1888 og er fyrsta íslenska matreiðslubókin sem náði mikilli útbreiðslu, er að finna tvær uppskriftir af gyðingakökum. Í annarri uppskriftinni eru möndlurnar hnoðaðar í deigið en í hinni er þeim sáldrað ofan á ásamt sykri eins og þekkt er í dag.

Önnur af tveimur uppskriftum af gyðingakökum í Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem (bls. 112).

Þess ber að geta að þótt nafnið á gyðingakökum sé komið úr dönsku eru danskar gyðingakökur örlítið frábrugðnar þeim íslensku þar sem ofan á þeim er gjarnan kanilsykur auk mandla.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

18.12.2018

Spyrjandi

Sigrún Lára Shanko

Tilvísun

EDS. „Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2018. Sótt 1. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=68816.

EDS. (2018, 18. desember). Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68816

EDS. „Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2018. Vefsíða. 1. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68816>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?
Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum:

þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmörku. Kökur af þessu tagi munu eiga rætur að rekja til gyðinga, sem bökuðu þær og seldu, og er nafnið af því komið.

Gyðingakökur eru ljósar smákökur með söxuðum möndlum og sykri ofan á.

Eins og fram kemur í svari Árna Björnssonar við spurningunni Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin? hófu íslenskar húsmæður kökubakstur í stórum stíl fyrir jól á fyrri hluta 20. aldar. Fyrir því voru ýmsar ástæður, ný efni til kökugerðar tóku að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, eldavélar með bakaraofni urðu algengari á þessum tíma og nokkrar matreiðslubækur með kökuuppskriftum voru þá gefnar út.

Þótt bakstur yrði ekki almennur á íslenskum heimilum fyrr en á 20. öldinni þekktust gyðingakökur þó fyrr og eru þær með fyrstu smákökum sem bakaðar voru hérlendis. Í Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem, sem fyrst kom út árið 1888 og er fyrsta íslenska matreiðslubókin sem náði mikilli útbreiðslu, er að finna tvær uppskriftir af gyðingakökum. Í annarri uppskriftinni eru möndlurnar hnoðaðar í deigið en í hinni er þeim sáldrað ofan á ásamt sykri eins og þekkt er í dag.

Önnur af tveimur uppskriftum af gyðingakökum í Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem (bls. 112).

Þess ber að geta að þótt nafnið á gyðingakökum sé komið úr dönsku eru danskar gyðingakökur örlítið frábrugðnar þeim íslensku þar sem ofan á þeim er gjarnan kanilsykur auk mandla.

Heimildir og myndir:

...