Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?

Sævar Helgi Bragason

Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum.

Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óskýrar myndir draga úr gæðum mælinga.

Til að vinna bug á ókyrrðinni nota stjörnufræðingar aðlögunarsjóntækni sem leiðréttir bjögun í rauntíma með tölvustýrðum speglum. Speglarnir eru sveigðir mörg hundruð eða jafnvel þúsund sinnum á sekúndu í takt við ókyrrðina í lofthjúpnum og vega þannig upp á móti henni.

Yepun er einn fjögurra 8,2 metra sjónauka Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal-stjörnustöðinni í Síle. Á myndinni sést þegar hann skýtur öflugum gulum leysigeisla til himins og útbýr gervistjörnu til að vinna bug á ókyrrð í lofthjúpi jarðar sem truflar stjörnuathuganir. Mynd: ESO/B. Tafreshi

Þegar hægt er nota stjörnufræðingar bjarta stjörnu til að stilla mælingar sínar eftir en þegar engin björt stjarna er í nágrenni þess sem verið er að rannsaka verða þeir að reiða sig á svonefnda gervistjörnu eða leysigeislastjörnu.

Gervistjarnan er búin til með því að skjóta björtum appelsínugulum leysigeisla upp í næturhiminninn. Í um 90 km hæð yfir jörðinni er natrínlag sem rekja má til gass sem loftsteinar skilja eftir sig þegar þeir brenna upp í lofthjúpnum. Leysigeislinn hefur nákvæmlega þá bylgjulengd sem þarf til að örva natrínatómin sem taka þá að glóa svo til verður björt gervistjarna. Ljósið sem gervistjarnan gefur frá sér er grannskoðað og notað til að vinna á móti bjagandi áhrifum lofthjúps jarðar. Þannig er hægt að taka einstaklega skarpar myndir, rétt eins og þær væru teknar í geimnum.

Aðlögunarsjóntækni er ein mikilvægasta tækniþróunin í stjarnvísindum á síðustu árum og er raunar ómissandi fyrir stærstu sjónauka jarðar. Án aðlögunarsjóntækninnar væri lítið vit í að reisa risasjónauka. Án hennar sæjum við alheiminn í móðu. Með henni er mynd okkar af alheiminum kristaltær.

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

27.1.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2015, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69108.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 27. janúar). Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69108

Sævar Helgi Bragason. „Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2015. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69108>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?
Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum.

Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óskýrar myndir draga úr gæðum mælinga.

Til að vinna bug á ókyrrðinni nota stjörnufræðingar aðlögunarsjóntækni sem leiðréttir bjögun í rauntíma með tölvustýrðum speglum. Speglarnir eru sveigðir mörg hundruð eða jafnvel þúsund sinnum á sekúndu í takt við ókyrrðina í lofthjúpnum og vega þannig upp á móti henni.

Yepun er einn fjögurra 8,2 metra sjónauka Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal-stjörnustöðinni í Síle. Á myndinni sést þegar hann skýtur öflugum gulum leysigeisla til himins og útbýr gervistjörnu til að vinna bug á ókyrrð í lofthjúpi jarðar sem truflar stjörnuathuganir. Mynd: ESO/B. Tafreshi

Þegar hægt er nota stjörnufræðingar bjarta stjörnu til að stilla mælingar sínar eftir en þegar engin björt stjarna er í nágrenni þess sem verið er að rannsaka verða þeir að reiða sig á svonefnda gervistjörnu eða leysigeislastjörnu.

Gervistjarnan er búin til með því að skjóta björtum appelsínugulum leysigeisla upp í næturhiminninn. Í um 90 km hæð yfir jörðinni er natrínlag sem rekja má til gass sem loftsteinar skilja eftir sig þegar þeir brenna upp í lofthjúpnum. Leysigeislinn hefur nákvæmlega þá bylgjulengd sem þarf til að örva natrínatómin sem taka þá að glóa svo til verður björt gervistjarna. Ljósið sem gervistjarnan gefur frá sér er grannskoðað og notað til að vinna á móti bjagandi áhrifum lofthjúps jarðar. Þannig er hægt að taka einstaklega skarpar myndir, rétt eins og þær væru teknar í geimnum.

Aðlögunarsjóntækni er ein mikilvægasta tækniþróunin í stjarnvísindum á síðustu árum og er raunar ómissandi fyrir stærstu sjónauka jarðar. Án aðlögunarsjóntækninnar væri lítið vit í að reisa risasjónauka. Án hennar sæjum við alheiminn í móðu. Með henni er mynd okkar af alheiminum kristaltær.

Mynd:

...