Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Sigurður J. Grétarsson

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast milli kynslóða, þá fjölgar að öllu jöfnu einstaklingum með þessa sérstöku eiginleika en þeim fækkar sem hafa þá ekki. Annað lykilatriði í kenningunni er aðlögun, það er að geta lagað sig sem best að umhverfisaðstæðum á hverjum tíma.

Þetta er í raun ekki mjög flókin kenning. Þegar búið er að segja þetta einu sinni þá segir þetta sig nánast sjálft: Ef eiginleikar sem stuðla að mörgum kynsælum afkvæmum erfast og þessir eiginleikar eru ekki öllum gefnir jafnt, þá er ekki spurning hvort þróun verði; hún hlýtur að verða. Hún verður sjálfkrafa, óháð vilja einstaklinga eða tegundar, án tilgangs eða æðri markmiða náttúrunnar eða Guðs. Hún bara verður.

Þessi hugmynd -- ásamt afar rækilegum rökstuðningi Darwins -- reyndist sterk. Þótt grunnhugmyndin sé einföld er rétt er að taka fram að margt í kenningunni kallar á flókna umræðu og rannsóknir. Darwin sjálfum var til dæmis ekki ljóst hvernig eiginleikar gætu færst frá einni kynslóð til annarrar. Hann þekkti ekki erfðafræði, hvað þá sameindalíffræði. Einnig er deilt um hlut stökkbreytinga í náttúruvali, tímaramma þróunar og grunneiningar hennar: Er það æxlunar- og afkomugeta einstaklinga eða tegundar sem er mikilvægasta einingin? Þá má spyrja hvernig kenningin geti skýrt tilhneigingar sem við köllum göfugar? Góðsemi? Fórnfýsi? En hvað sem líður margbrotinni umræðu þá hefur kenningin staðist tímans tönn vel. Af henni má leiða fjöldamargar forspár sem standast og nýjar upplýsingar lagast vel að henni. Þetta er augljós styrkur. Kenning Darwins skýrir tegundarþróun með tiltölulega litlum umbúnaði og engin líklegri kenning hefur komið fram í líffræði. Í vísindum er kenningu Darwins stundum jafnað við lögmál Newtons vegna langlífis og alhæfingargildis.

Charles Darwin (1809 - 1882) á sínum yngri árum.

En kenningin olli ekki bara straumhvörfum í þróunarfræði, það er að segja í líffræði tegundaþróunar. Hún kallaði á magnaða umræðu á fjölmörgum sviðum, til dæmis um sjálfan Guð almáttugan. Mörgum virtist Darwin ekki bara vísa Guði út úr náttúrufræðilegum skýringum; samkvæmt kenningu Darwins var engin þörf á að skýra tilurð og þróun tegunda með guðlegri umsjón -- Guði virtist jafnvel vísað úr heiminum sjálfum sem hann þó átti að hafa skapað! Öðrum virtist sem mikil samfélagsviska fælist í kenningunni -- til dæmis sú að siðferði samhjálpar gangi þvert gegn lögmálum náttúrunnar, að aðstoð við minni máttar geri ekki annað en að ala á aumingjaskap. Kenning Darwins hafði því margvísleg og stundum heiftarleg áhrif á samfélagslega umræðu -- langt, langt handan við nokkuð sem sá varkári maður Darwin sjálfur hélt fram.

Kenningin olli líka straumhvörfum í vísindum, öðrum en líffræði, með margvíslegum hætti og óhætt að segja að sálfræði sé ein þeirra greina. Í hennar tilviki er þó athyglisvert að undirstöður kenningarinnar og sá hugsunarháttur sem hún ruddi braut skiptu meira máli en nákvæmlega kenningin sjálf um náttúruval. Raunverulegar sálfræðikenningar um að náttúruval móti mannlega hegðun -- í stóru eða smáu -- eru fremur fátíðar í sálfræðikerfum tuttugustu aldar. Þar með er auðvitað ekki sagt að sálfræðikenningar gangi gegn kenningu Darwins, aðeins að kenning hans er þar ekki miðlæg. Hún er þó ekki alveg fjarverandi. Sumar af kenningum Freuds mótast af darwinískum hugmyndum, kenningar atferlisfræðinga (e. ethologist) eins og Konrad Lorenz (1903-1989) eru vitaskuld mótaðar af darwinískri kenningu og sama má segja um hugmyndir Edward O. Wilson um félagslíffræði (e. sociobiology). Og nú á síðustu áratugum hefur svonefndri þróunarsálfræði (e. evolutionary psychology) vaxið fiskur um hrygg, en öll þessi dæmi mega þó heita utan meginstrauma í sálfræði tuttugustu aldar og ekkert þeirra er til marks um að þróunarkenningin sé yfirkenning í sálfræðilegum skýringum og kenningum.

Óbein áhrif Darwins hafa hins vegar verið þeim mun meiri. Þar ber hæst hugmyndina sjálfa um þróun, þróun sem virðist verða fyrir meðvitaða tilætlun en er hægt að útskýra með vélrænu gangvirki. Það þarf engan til að skipuleggja þróun, hún verður sjálfkrafa þegar eiginleikar mótast, kynslóð fyrir kynslóð, af samspili við umhverfið. Tegund lagast sjálfkrafa að umhverfi. Þessi hugmynd hafði mjög mikil áhrif á nær alla sálfræði á tuttugustu öld. Hún varð eins konar grundvöllur skýringarkerfa sem gerðu grein fyrir virkni hugans á hlutlægan hátt, án þess að nota hugtök eins og tilætlun, meðvitund eða hugsun.

Rétt er að nefna að hugmyndin um þróun og aðlögun var út af fyrir sig ekki uppgötvun Darwins . Í hagfræði og í kenningum um mannfjöldaþróun höfðu aðrir gert grein fyrir þróun án meðvitaðs markmiðs. Jafnvel hugmyndin um þróun dýrategunda var ekki hugmynd Darwins eins. Hann kynnti hins vegar kenninguna um náttúruval í svo sterku samhengi við svo fjölbreytt, mikil og nákvæm gögn að kenning hans varð á ofanverðri nítjándu öld aðalboðberi aðlögunar, sem var mjög vinsæl meðal sálfræðinga lengst af á tuttugustu öld. Þar má nefna jafn ólíka fræðimenn og B.F. Skinner (1904-1990) og Jean Piaget (1896-1980).

Kenning Darwins gerði ekki bara Guð óþarfan í skýringum – hún kippti mannskepnunni niður af þeim háa stalli að hún væri alveg einstök sköpun sem lyti sérstökum lögmálum. Mannskepnan hafði blátt áfram þróast eins og önnur dýr. Þessi hugmynd ýtti undir hvorttveggja í sálfræði: Rannsóknir á almennum lögmálum hegðunar sem áttu að gilda bæði um dýr og menn, og rannsóknir á dýrum á tilraunastofum til þess að varpa ljósi á mannlega hegðun. Þetta var meðal annars kveikjan að veigamiklum rannsóknum meðal sálfræðinga tuttugustu aldarinnar á námshegðun, en út frá þeim voru settar fram mikilvægar kenningar um nám og lærdómshegðun. Þar á meðal voru kenningar Ivan Pavlovs (1849-1936) og B.F. Skinners um skilyrðingar. Nánar má lesa um skilyrðingu í svari Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur: Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?

Ekki er nóg með að hugmyndir Darwins hafi verið veruleikinn á bak við veruleikann í tilraunasálfræði og námskenningum – heldur var hugmynd Darwins um breytileika innan stofna eða hópa í eiginleikum sem berast milli kynslóða megingrundvöllur þeirra hugmynda sem sálfræðileg próf, eins og greindarpróf, byggjast á. Nánar má lesa um greindarpróf í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Er sannað að greindarpróf verki? Fleiri óbein áhrif má nefna, til dæmis sérstakar kenningar Darwins um eðli tilfinninga, og auk þess margvísleg áhrif á þroskasálfræði og aðferðafræði.

Þegar upp er staðið hafa kenningar Darwins því haft mögnuð áhrif á sálfræði, en þó einkum óbein. Sálfræðingar hafa að öllu jöfnu ekki vitnað mikið í Darwin og kenningu hans, hvorki til að réttlæta aðferðir sínar, grundvallarhugmyndir né kenningar.

Sérstök ástæða er til að nefna eitt atriði sem kann að vera hluti skýringar á hálfgerðu fálæti um kenningu Darwins í sálfræði þrátt fyrir hin miklu áhrif hennar. Sálfræði tuttugustu aldar var mjög mótuð af umbótasinnaðri umhverfishyggju, sem sagt þeirri hugmynd að umhverfi hefði lykiláhrif á mótun hegðunar hjá lífveru. Þetta var öðrum þræði hluti af siðfræði sálfræðinnar, einn grundvöllur þeirrar afstöðu að fólk stæði í eðli sínu jafnt að vígi frá náttúrunnar hendi. Ólík kjör væru hins vegar afurð umhverfis og það mætti laga. Slík umbótastefna hefur verið miklu snarari þáttur í samfélagsafstöðu sálfræðinga en kenningar um úrvalsfólk eða dásamlegar persónur, hvað þá harðjaxlalegar hugmyndir um náttúruval.

Að auki var eindregin tilhneiging fram eftir allri 20. öld að líta á umhverfi og erfðir sem andstæður eða tvo aðskilda áhrifaþætti, stundum þannig að hægt væri að reikna nákvæmlega út hlutfallsleg áhrif hvors þáttar um sig eða greina algerlega á milli áhrifa erfða og áhrifa menningar; erfðafræðileg þróun sé eitt og þróun menningar allt annað og nánast óháð ferli.. Þessi eindregna tvískipting er nú á undanhaldi og þar með verður algengara að rannsóknir beinist að samspili erfða og umhverfis. Þetta sést nú víða í sálfræðinni til dæmis í rannsóknum á þroska barna, á félagshegðun, á skynjun og hugsun: Samverkan erfða og umhverfis er þar til athugunar og einnig víðar í sálfræði. Sumir telja að tími darwinískrar yfirhugsunar sé nú að renna upp í sálfræði. Næstu áratugir skera úr um hvort svo verði.

Þeim sem vilja fræðast meira kringum efni svarsins á Vísindavefnum er bent á efnisorðin sem fylgja því.

Mynd: WP Clipart

Höfundur

Sigurður J. Grétarsson

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2007

Spyrjandi

Guðlaug Hartmannsdóttir

Tilvísun

Sigurður J. Grétarsson. „Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6924.

Sigurður J. Grétarsson. (2007, 23. nóvember). Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6924

Sigurður J. Grétarsson. „Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6924>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast milli kynslóða, þá fjölgar að öllu jöfnu einstaklingum með þessa sérstöku eiginleika en þeim fækkar sem hafa þá ekki. Annað lykilatriði í kenningunni er aðlögun, það er að geta lagað sig sem best að umhverfisaðstæðum á hverjum tíma.

Þetta er í raun ekki mjög flókin kenning. Þegar búið er að segja þetta einu sinni þá segir þetta sig nánast sjálft: Ef eiginleikar sem stuðla að mörgum kynsælum afkvæmum erfast og þessir eiginleikar eru ekki öllum gefnir jafnt, þá er ekki spurning hvort þróun verði; hún hlýtur að verða. Hún verður sjálfkrafa, óháð vilja einstaklinga eða tegundar, án tilgangs eða æðri markmiða náttúrunnar eða Guðs. Hún bara verður.

Þessi hugmynd -- ásamt afar rækilegum rökstuðningi Darwins -- reyndist sterk. Þótt grunnhugmyndin sé einföld er rétt er að taka fram að margt í kenningunni kallar á flókna umræðu og rannsóknir. Darwin sjálfum var til dæmis ekki ljóst hvernig eiginleikar gætu færst frá einni kynslóð til annarrar. Hann þekkti ekki erfðafræði, hvað þá sameindalíffræði. Einnig er deilt um hlut stökkbreytinga í náttúruvali, tímaramma þróunar og grunneiningar hennar: Er það æxlunar- og afkomugeta einstaklinga eða tegundar sem er mikilvægasta einingin? Þá má spyrja hvernig kenningin geti skýrt tilhneigingar sem við köllum göfugar? Góðsemi? Fórnfýsi? En hvað sem líður margbrotinni umræðu þá hefur kenningin staðist tímans tönn vel. Af henni má leiða fjöldamargar forspár sem standast og nýjar upplýsingar lagast vel að henni. Þetta er augljós styrkur. Kenning Darwins skýrir tegundarþróun með tiltölulega litlum umbúnaði og engin líklegri kenning hefur komið fram í líffræði. Í vísindum er kenningu Darwins stundum jafnað við lögmál Newtons vegna langlífis og alhæfingargildis.

Charles Darwin (1809 - 1882) á sínum yngri árum.

En kenningin olli ekki bara straumhvörfum í þróunarfræði, það er að segja í líffræði tegundaþróunar. Hún kallaði á magnaða umræðu á fjölmörgum sviðum, til dæmis um sjálfan Guð almáttugan. Mörgum virtist Darwin ekki bara vísa Guði út úr náttúrufræðilegum skýringum; samkvæmt kenningu Darwins var engin þörf á að skýra tilurð og þróun tegunda með guðlegri umsjón -- Guði virtist jafnvel vísað úr heiminum sjálfum sem hann þó átti að hafa skapað! Öðrum virtist sem mikil samfélagsviska fælist í kenningunni -- til dæmis sú að siðferði samhjálpar gangi þvert gegn lögmálum náttúrunnar, að aðstoð við minni máttar geri ekki annað en að ala á aumingjaskap. Kenning Darwins hafði því margvísleg og stundum heiftarleg áhrif á samfélagslega umræðu -- langt, langt handan við nokkuð sem sá varkári maður Darwin sjálfur hélt fram.

Kenningin olli líka straumhvörfum í vísindum, öðrum en líffræði, með margvíslegum hætti og óhætt að segja að sálfræði sé ein þeirra greina. Í hennar tilviki er þó athyglisvert að undirstöður kenningarinnar og sá hugsunarháttur sem hún ruddi braut skiptu meira máli en nákvæmlega kenningin sjálf um náttúruval. Raunverulegar sálfræðikenningar um að náttúruval móti mannlega hegðun -- í stóru eða smáu -- eru fremur fátíðar í sálfræðikerfum tuttugustu aldar. Þar með er auðvitað ekki sagt að sálfræðikenningar gangi gegn kenningu Darwins, aðeins að kenning hans er þar ekki miðlæg. Hún er þó ekki alveg fjarverandi. Sumar af kenningum Freuds mótast af darwinískum hugmyndum, kenningar atferlisfræðinga (e. ethologist) eins og Konrad Lorenz (1903-1989) eru vitaskuld mótaðar af darwinískri kenningu og sama má segja um hugmyndir Edward O. Wilson um félagslíffræði (e. sociobiology). Og nú á síðustu áratugum hefur svonefndri þróunarsálfræði (e. evolutionary psychology) vaxið fiskur um hrygg, en öll þessi dæmi mega þó heita utan meginstrauma í sálfræði tuttugustu aldar og ekkert þeirra er til marks um að þróunarkenningin sé yfirkenning í sálfræðilegum skýringum og kenningum.

Óbein áhrif Darwins hafa hins vegar verið þeim mun meiri. Þar ber hæst hugmyndina sjálfa um þróun, þróun sem virðist verða fyrir meðvitaða tilætlun en er hægt að útskýra með vélrænu gangvirki. Það þarf engan til að skipuleggja þróun, hún verður sjálfkrafa þegar eiginleikar mótast, kynslóð fyrir kynslóð, af samspili við umhverfið. Tegund lagast sjálfkrafa að umhverfi. Þessi hugmynd hafði mjög mikil áhrif á nær alla sálfræði á tuttugustu öld. Hún varð eins konar grundvöllur skýringarkerfa sem gerðu grein fyrir virkni hugans á hlutlægan hátt, án þess að nota hugtök eins og tilætlun, meðvitund eða hugsun.

Rétt er að nefna að hugmyndin um þróun og aðlögun var út af fyrir sig ekki uppgötvun Darwins . Í hagfræði og í kenningum um mannfjöldaþróun höfðu aðrir gert grein fyrir þróun án meðvitaðs markmiðs. Jafnvel hugmyndin um þróun dýrategunda var ekki hugmynd Darwins eins. Hann kynnti hins vegar kenninguna um náttúruval í svo sterku samhengi við svo fjölbreytt, mikil og nákvæm gögn að kenning hans varð á ofanverðri nítjándu öld aðalboðberi aðlögunar, sem var mjög vinsæl meðal sálfræðinga lengst af á tuttugustu öld. Þar má nefna jafn ólíka fræðimenn og B.F. Skinner (1904-1990) og Jean Piaget (1896-1980).

Kenning Darwins gerði ekki bara Guð óþarfan í skýringum – hún kippti mannskepnunni niður af þeim háa stalli að hún væri alveg einstök sköpun sem lyti sérstökum lögmálum. Mannskepnan hafði blátt áfram þróast eins og önnur dýr. Þessi hugmynd ýtti undir hvorttveggja í sálfræði: Rannsóknir á almennum lögmálum hegðunar sem áttu að gilda bæði um dýr og menn, og rannsóknir á dýrum á tilraunastofum til þess að varpa ljósi á mannlega hegðun. Þetta var meðal annars kveikjan að veigamiklum rannsóknum meðal sálfræðinga tuttugustu aldarinnar á námshegðun, en út frá þeim voru settar fram mikilvægar kenningar um nám og lærdómshegðun. Þar á meðal voru kenningar Ivan Pavlovs (1849-1936) og B.F. Skinners um skilyrðingar. Nánar má lesa um skilyrðingu í svari Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur: Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?

Ekki er nóg með að hugmyndir Darwins hafi verið veruleikinn á bak við veruleikann í tilraunasálfræði og námskenningum – heldur var hugmynd Darwins um breytileika innan stofna eða hópa í eiginleikum sem berast milli kynslóða megingrundvöllur þeirra hugmynda sem sálfræðileg próf, eins og greindarpróf, byggjast á. Nánar má lesa um greindarpróf í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Er sannað að greindarpróf verki? Fleiri óbein áhrif má nefna, til dæmis sérstakar kenningar Darwins um eðli tilfinninga, og auk þess margvísleg áhrif á þroskasálfræði og aðferðafræði.

Þegar upp er staðið hafa kenningar Darwins því haft mögnuð áhrif á sálfræði, en þó einkum óbein. Sálfræðingar hafa að öllu jöfnu ekki vitnað mikið í Darwin og kenningu hans, hvorki til að réttlæta aðferðir sínar, grundvallarhugmyndir né kenningar.

Sérstök ástæða er til að nefna eitt atriði sem kann að vera hluti skýringar á hálfgerðu fálæti um kenningu Darwins í sálfræði þrátt fyrir hin miklu áhrif hennar. Sálfræði tuttugustu aldar var mjög mótuð af umbótasinnaðri umhverfishyggju, sem sagt þeirri hugmynd að umhverfi hefði lykiláhrif á mótun hegðunar hjá lífveru. Þetta var öðrum þræði hluti af siðfræði sálfræðinnar, einn grundvöllur þeirrar afstöðu að fólk stæði í eðli sínu jafnt að vígi frá náttúrunnar hendi. Ólík kjör væru hins vegar afurð umhverfis og það mætti laga. Slík umbótastefna hefur verið miklu snarari þáttur í samfélagsafstöðu sálfræðinga en kenningar um úrvalsfólk eða dásamlegar persónur, hvað þá harðjaxlalegar hugmyndir um náttúruval.

Að auki var eindregin tilhneiging fram eftir allri 20. öld að líta á umhverfi og erfðir sem andstæður eða tvo aðskilda áhrifaþætti, stundum þannig að hægt væri að reikna nákvæmlega út hlutfallsleg áhrif hvors þáttar um sig eða greina algerlega á milli áhrifa erfða og áhrifa menningar; erfðafræðileg þróun sé eitt og þróun menningar allt annað og nánast óháð ferli.. Þessi eindregna tvískipting er nú á undanhaldi og þar með verður algengara að rannsóknir beinist að samspili erfða og umhverfis. Þetta sést nú víða í sálfræðinni til dæmis í rannsóknum á þroska barna, á félagshegðun, á skynjun og hugsun: Samverkan erfða og umhverfis er þar til athugunar og einnig víðar í sálfræði. Sumir telja að tími darwinískrar yfirhugsunar sé nú að renna upp í sálfræði. Næstu áratugir skera úr um hvort svo verði.

Þeim sem vilja fræðast meira kringum efni svarsins á Vísindavefnum er bent á efnisorðin sem fylgja því.

Mynd: WP Clipart...