Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?

Sævar Helgi Bragason

Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum.

Hubble hefur tekið myndir af öllum reikistjörnum sólkerfisins fyrir utan jörðina og Merkúríus. Vegna nálægðar við sól getur Hubble ekki beint sjónum sínum að Merkúríusi því birta sólar eyðilegði mælitækin. Önnur gervitungl sjá vitaskuld um að fylgjast með jörðinni.

Rykstormur á Mars í september 2001.

Hubble hefur þann kost umfram gervitungl að geta fylgst reglubundið með reikistjörnum og tunglum og yfir mun lengri tímabil. Þannig hefur Hubble verið notaður til að fylgjast með hnattrænum rykstormum á Mars og breytingum á lofthjúpi hans og annarra reikistjarna.

Hubble hefur líka verið notaður til að fylgjast með eldgosum á Íó og segulljósum (norðurljósum) á Júpíter og Satúrnusi. Mælingar á segulljósum á gasrisunum eru gerðar í útfjólubláu ljósi og því hefði enginn sjónauki á jörðu niðri getað greint þau.

Athuganir Hubbles á reikistjörnunum styðja sömuleiðis við heimsóknir gervihnatta. Í aðdraganda ferðalags Dawn-geimfarsins til smástirnanna Vestu og Ceresar beindu stjörnufræðingar Wide Field Camera 2 að hnöttunum tveimur. Myndir Hubbles gerðu vísindamönnum kleift að kortleggja báða hnetti og undirbúa þannig rannsóknir geimfarsins. Á suðurhveli Vestu kom í ljós gríðarstór árekstragígur, 456 km í þvermál, sem tortímdi næstum smástirninu.

Myndir Hubbles af Ceresi, sem teknar voru með Advanced Camera for Surveys árið 2004, sýndu ljós- og dökkleitt landslag þar sem landslagsgerðin er augljóslega ólík. Á Ceresi fannst stór ljósleitur blettur en þeir reyndust tveir þegar Dawn komst loks á áfangastað hinn 6. mars árið 2015.

Árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter.

Hubble var að sama skapi notaður til að fylgjast með Plútó í aðdraganda heimsóknar New Horizons-geimfarsins til dvergreikistjörnunnar í júlí 2015. Árið 1994 náði Hubble fyrstur sjónauka að greina í sundur Plútó og tunglið Karon úr 4,4 milljarða km fjarlægð. Með Hubble hafa stjörnufræðingar fundið ný tungl á sveimi um Plútó, útbúið kort af yfirborðinu og fundið hnetti fyrir utan Plútó, í Kuipersbeltinu, sem New Horizons getur heimsótt á leið sinni út úr sólkerfinu.

Milli 16.-22. júlí 1994 fylgdist Hubble grannt með einstökum atburði þegar halastjarnan Shoemaker-Levy 9 rakst á Júpíter. Halastjarnan hafði sundrast skömmu fyrir áreksturinn og sá Hubble því hvernig hvert brotið á fætur öðru féll inn í lofthjúpinn.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Myndirnar koma úr upprunalega textanum en eru upprunnar hjá NASA/ESA. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

29.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2018, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69842.

Sævar Helgi Bragason. (2018, 29. janúar). Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69842

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2018. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?
Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum.

Hubble hefur tekið myndir af öllum reikistjörnum sólkerfisins fyrir utan jörðina og Merkúríus. Vegna nálægðar við sól getur Hubble ekki beint sjónum sínum að Merkúríusi því birta sólar eyðilegði mælitækin. Önnur gervitungl sjá vitaskuld um að fylgjast með jörðinni.

Rykstormur á Mars í september 2001.

Hubble hefur þann kost umfram gervitungl að geta fylgst reglubundið með reikistjörnum og tunglum og yfir mun lengri tímabil. Þannig hefur Hubble verið notaður til að fylgjast með hnattrænum rykstormum á Mars og breytingum á lofthjúpi hans og annarra reikistjarna.

Hubble hefur líka verið notaður til að fylgjast með eldgosum á Íó og segulljósum (norðurljósum) á Júpíter og Satúrnusi. Mælingar á segulljósum á gasrisunum eru gerðar í útfjólubláu ljósi og því hefði enginn sjónauki á jörðu niðri getað greint þau.

Athuganir Hubbles á reikistjörnunum styðja sömuleiðis við heimsóknir gervihnatta. Í aðdraganda ferðalags Dawn-geimfarsins til smástirnanna Vestu og Ceresar beindu stjörnufræðingar Wide Field Camera 2 að hnöttunum tveimur. Myndir Hubbles gerðu vísindamönnum kleift að kortleggja báða hnetti og undirbúa þannig rannsóknir geimfarsins. Á suðurhveli Vestu kom í ljós gríðarstór árekstragígur, 456 km í þvermál, sem tortímdi næstum smástirninu.

Myndir Hubbles af Ceresi, sem teknar voru með Advanced Camera for Surveys árið 2004, sýndu ljós- og dökkleitt landslag þar sem landslagsgerðin er augljóslega ólík. Á Ceresi fannst stór ljósleitur blettur en þeir reyndust tveir þegar Dawn komst loks á áfangastað hinn 6. mars árið 2015.

Árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter.

Hubble var að sama skapi notaður til að fylgjast með Plútó í aðdraganda heimsóknar New Horizons-geimfarsins til dvergreikistjörnunnar í júlí 2015. Árið 1994 náði Hubble fyrstur sjónauka að greina í sundur Plútó og tunglið Karon úr 4,4 milljarða km fjarlægð. Með Hubble hafa stjörnufræðingar fundið ný tungl á sveimi um Plútó, útbúið kort af yfirborðinu og fundið hnetti fyrir utan Plútó, í Kuipersbeltinu, sem New Horizons getur heimsótt á leið sinni út úr sólkerfinu.

Milli 16.-22. júlí 1994 fylgdist Hubble grannt með einstökum atburði þegar halastjarnan Shoemaker-Levy 9 rakst á Júpíter. Halastjarnan hafði sundrast skömmu fyrir áreksturinn og sá Hubble því hvernig hvert brotið á fætur öðru féll inn í lofthjúpinn.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Myndirnar koma úr upprunalega textanum en eru upprunnar hjá NASA/ESA. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

...