Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Eru bessadýr á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita?

Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki getað tengt á augljósan hátt við aðra dýraflokka sem nú eru uppi.

Bessadýrin eru ógreinilega liðskipt og hafa oftast fjögur útlimapör. Útlimirnir hafa klær og líkjast fótum. Bessadýr eru þekkt fyrir einstaka aðlögunarhæfni og fjölmargar tegundir þeirra takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi á Jörðinni. Með því að leggjast í dvala geta þau þolað suðu, næstum alkul, mikinn þrýsting og sterka geimgeislun. Nánar er fjallað um bessadýr í svörum við spurningunum Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade? og Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?

Bessadýr af tegundinni Milnesium tardigradum.

Alls hafa um 20 tegundir bessadýra fundist hér á landi. Þau finnast einkum í mosa eða grassverði. Þau fara sjaldnast nema stutt ofan í jarðveginn og eru algengust í snjódældum. Bessadýr finnast einnig í fersku vatni. Blávatn nefnist nýtt vatn sem myndaðist í fornum eldgíg á toppi Oks í Borgarfirði þegar jökull hörfaði þaðan fyrir fáeinum árum. Þar hafa bessadýr fundist.

Sennilega eru bessadýr meðal þeirra dýra sem fyrst nema land þegar nýtt land verður til víða á Jörðinni. Bessadýr eru því einhvers konar sporgöngutegund í landnámi lífríkisins.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.11.2015

Spyrjandi

Rebekka og Snæfríður

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru bessadýr á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2015. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69935.

Jón Már Halldórsson. (2015, 3. nóvember). Eru bessadýr á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69935

Jón Már Halldórsson. „Eru bessadýr á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2015. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69935>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru bessadýr á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita?

Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki getað tengt á augljósan hátt við aðra dýraflokka sem nú eru uppi.

Bessadýrin eru ógreinilega liðskipt og hafa oftast fjögur útlimapör. Útlimirnir hafa klær og líkjast fótum. Bessadýr eru þekkt fyrir einstaka aðlögunarhæfni og fjölmargar tegundir þeirra takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi á Jörðinni. Með því að leggjast í dvala geta þau þolað suðu, næstum alkul, mikinn þrýsting og sterka geimgeislun. Nánar er fjallað um bessadýr í svörum við spurningunum Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade? og Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?

Bessadýr af tegundinni Milnesium tardigradum.

Alls hafa um 20 tegundir bessadýra fundist hér á landi. Þau finnast einkum í mosa eða grassverði. Þau fara sjaldnast nema stutt ofan í jarðveginn og eru algengust í snjódældum. Bessadýr finnast einnig í fersku vatni. Blávatn nefnist nýtt vatn sem myndaðist í fornum eldgíg á toppi Oks í Borgarfirði þegar jökull hörfaði þaðan fyrir fáeinum árum. Þar hafa bessadýr fundist.

Sennilega eru bessadýr meðal þeirra dýra sem fyrst nema land þegar nýtt land verður til víða á Jörðinni. Bessadýr eru því einhvers konar sporgöngutegund í landnámi lífríkisins.

Mynd:

...