Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 þegar um aðalkjarasamning var að ræða. Verkfallsrétturinn var útvíkkaður árið 1986 með lögum nr. 94/1986. Enn eru í gildi lög nr. 33/1915 um verkföll opinberra starfsmanna, en samkvæmt 1. gr. laganna sætir opinber starfsmaður sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef hann tekur þátt í verkfalli. Í 14. gr. laga nr. 94/1986 er sérstaklega tilgreint að þetta ákvæði nái ekki til þeirra opinberu starfsmanna sem hafa heimild til að efna til verkfalla samkvæmt lögum nr. 94/1986.

Verkalýðshreyfingin hefur ávallt litið verkfallsréttinn sem einn helgasta rétt launþega. Hugmyndafræðin á bak við verkfallsréttinn var að skapa launþegum tæki eða vopn til að knýja vinnuveitendur að samningaborði þegar kjarasamningar voru að renna út. Með því að hóta verkfalli þá sáu eigendur fyrirtækja fram á tap í rekstri og jafnvel gjaldþrot. Þannig bitnaði verkfallsvopnið á eigendum atvinnutækjanna. Að sama skapi þá hefur vinnuveitandinn verkbannsrétt sem hann getur beitt til að lágmarka tjón sitt. Öðru máli gegnir um verkfallsvopnið hjá hinu opinbera. Verkfallsvopnið bitnar oftast á þriðja aðila sem nýtur þjónustu hins opinbera svo sem sjúklingum á sjúkrahúsum og nemendum og aðstandendum þeirra. Þess má geta að hið opinbera hefur ekki verkbannsrétt.

Frá árinu 1977 hafa opinberir stafsmenn verið duglegir að nota verkfallsrétt sinn. Frá árinu 1977-2009 töpuðust 2.284.638 dagar vegna verkfalla á íslenskum vinnumarkaði þar af töpuðust 932.102 eða 40.8% vegna verkfalla opinberra starfsmanna. Árin 1977, 1984, 1989, 1992, 1995, 2000, 2004 og 2008 er meirihluti tapaðra vinnudaga vegna verkfalla hjá opinberum starfsmönnum. Samkvæmt þessu skýrir rúmlega fimmtungur af vinnuaflinu tæplega 41% verkfalla á íslenskum vinnumarkaði. Þá töpuðust 622.979 vinnudagar vegna landverkafólks, eða 27,% tapaðra vinnudaga á tímabilinu og 729.557 dagar vegna fiskimanna og farmanna eða 31,9%.

Verkfallsverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl 2014.

Frá árinu 1985 hefur löggjafinn stöðvað 14 vinnudeilur með lagasetningu. Slík inngrip hafa alltaf mætt mikilli andstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem hefur litið þannig á að með slíku inngripi væri verið að taka af stjórnarskrárvarinn (75. gr.) samningsrétt launþega og um brot væri að ræða á 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Enn fremur hefur verkalýðshreyfingin bent á það að stöðvun vinnudeilu með lagasetningu væri ólögmæt afskipti af starfsemi stéttarfélaga og því brot á 3. gr. félagafrelsissamþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. Þessi atriði eru helstu ástæður þess að löggjafinn hefur farið mjög varlega í að stöðva vinnudeilu með lagasetningu.

Í rökstuðningi félagafrelsisnefndar stofnunarinnar vegna kæru Alþýðusambands Íslands sem snéri að lögum sem sett voru á vinnudeilu sjómanna árið 2001 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að inngrip ríkisins hafi brotið gegn réttindum samningsaðila samkvæmt ákvæðum samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og nr. 98. Í rökstuðningi sínum segir nefndin meðal annars að vinnustöðvunin setti ekki líf, heilsu eða öryggi þeirra sem störfuðu í greininni eða í samfélaginu í hættu og því var ekki algert hættuástand í þjóðfélaginu. Því má draga þá ályktun að til að réttlæta megi stöðvun vinnudeilu með lagasetningu þá þurfi þessar aðstæður að vera fyrir hendi og þarf þá löggjafinn að meta það hverju sinni. Löggjafinn hefur þó rökstutt lagasetningu með öðrum hætti og má skipta banni við vinnustöðvunum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi ef vægi þjóðarbúsins og stöðugleiki á vinnumarkaði er í húfi, til dæmis þegar um verkföll er að ræða í sjávarútvegi. Í öðru lagi ef heildarhagsmunir heillar atvinnugreinar er í húfi, til dæmis verkföll flugmanna og áhrif þeirra á ferðaþjónustu. Loks ef lögmælt verkefni og framkvæmd þeirra hjá hinu opinbera eru í húfi, til dæmis kennsla grunnskólabarna.

Löggjafinn greip inn í kjaradeilu grunnskólakennara árið 2004 með lögum nr. 117/2004 þegar verkfall grunnskólakennara hafði staðið yfir í átta vikur. Að baki lagasetningunni lágu að mati löggjafans ríkir almannahagsmunir þar sem grunnskólanemendur voru án lögmætrar kennslu í langan tíma. Í athugasemdum með lagafrumvarpinu kom fram að
…ríkisstjórnin [hefur] ítrekað lýst því yfir að það sé skylda samningsaðila að ná saman um kjarasamning á eigin forsendum og að lagasetning á kjaradeilur sé aðeins algjört neyðarúrræði sem ekki megi grípa til nema í undantekningartilfellum. Nú er svo komið að ríkisstjórnin telur sig ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45.000 skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber. Þrátt fyrir langt verkfall og stíf fundahöld eru deiluaðilar engu nær og hafa eins og áður sagði að því er virðist heldur fjarlægst síðustu daga. Má því færa fyrir því gild rök að svo ríkir almannahagsmunir standi til þess að starf í grunnskólum landsins geti hafist að nýju svo fljótt sem auðið er að lög sem fela í sér bann við verkfallinu eigi rétt á sér við núverandi aðstæður. Í þessu samhengi er brýnt að launastefna ríkis og sveitarfélaga komi ekki af stað víxlhækkunum verðlags og launa sem aftur hefði í för með sér aukna verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. Þessu frumvarpi er ætlað að stuðla að framgangi þessara markmiða…

Rökstuðningur löggjafans að baki þessari lagasetningu var sá að ríkir almannahagsmunir væru í húfi þar sem grunnskólabörn væru án lögmætrar kennslu í langan tíma eða átta vikur. Samkvæmt lögunum átti Hæstiréttur að skipa þriggja manna gerðardóm sem skyldi ákveða kaup og kjör félagsmanna ef samningsaðilar næðu ekki samningi fyrir ákveðinn tímafrest. Samningar tókust á milli aðila fyrir þann tíma og því kom ekki til kasta gerðardóms.

Löggjafinn greip inn í vinnudeilu flugvirkja árið 2010 þegar sett voru lög nr. 17/2010 á verkfall þeirra, en samkvæmt 1. gr. laga nr. 17/2010 voru vinnustöðvanir flugvirkja bannaðar. Í athugasemdum með frumvarpinu kom fram að
…flugvirkjar hafa staðið fast á kröfum um verulega hækkun launa þótt félaginu hafi verið boðnar sambærilegar eða meiri kjarabætur en samið hefur verið um við aðra launahópa. Verkfall flugvirkja hefur í för með sér verulega röskun flugs bæði til og frá landinu enda er Icelandair langstærsti flugrekandi landsins og burðarás fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkfallið mun valda íslensku efnahagslífi verulegu tjóni þegar síst skyldi og hafa neikvæð áhrif á störf þúsunda einstaklinga og fyrirtækja um allt land sem byggja starfsemi sína á ferðaþjónustu og öruggum flugsamgöngum á tíma þegar rekstrarumhverfi allra fyrirtækja á landinu er mjög viðkvæmt. Hætta er á að hækkanir, umfram það sem þegar hefur verið samið um, hafi neikvæð áhrif á aðra kjarasamninga og stöðugleika á vinnumarkaði.

Hér vísar löggjafinn til þess að með verkfalli flugvirkja skapist alvarlegt ástand í íslensku efnahagslífi þar sem hagmunir heillar atvinnugreinar eru í húfi. Síðast gildandi kjarasamningar voru því framlengdir með lögum þessum en samningsaðilum var engu að síður heimilt að gera með sér breytingar á gildandi kjarasamningi eða gera nýjan kjarasamning á tímabilinu án þess þó að knýja fram slíkar breytingar með vinnustöðvun.

Löggjafinn hefur talið sér heimilt að takmarka verkfallsrétt ef fyrirséð er að verkfallsaðgerðir muni hafa neikvæð áhrif á almannahagsmuni, heildarhagsmuni atvinnugreinar eða sett lögmætt verkefni hins opinbera í uppnám. Lög sem sett hafa verið á verkföll mæla fyrir um að deilurnar séu færðar í hendur sérstaks gerðardóms til að ákveða kaup og kjör félagsmanna eða framlengja síðast gildandi kjarasamninga um tiltekinn tíma og gefa þannig samningsaðilum meiri tíma til að ná saman. Það er spurning hvort ekki sé rétt að búa til lögskipaðan gerðardóm sem hefur það hlutverk að ákveða kaup og kjör félagsmanna í þeim félögum sem eru í vinnustöðvun sem staðið hefur lengi og enginn lausn í sjónmáli. Með því móti væri til fyrirsjáanlegur lagarammi sem að samningsaðilar vissu að myndi taka við kjaradeilu þeirra ef allt fer í lás og þannig væri mögulegt að forða samfélaginu frá samfélagslegum röskunum svo sem í heilbrigðisþjónustu þegar líf og heilsa borgaranna er í hættu eða þjóðarbúið verði fyrir gífurlega miklu efnahagslegu tapi.

Þess má geta að þegar verkfall er hafið hjá opinberum starfsmönnum er ekki hægt að fresta því, slík heimild er ekki í lögum nr. 84/1986. Frestunarheimild var sett í inn lög nr. 80/1938 árið 1996 vegna verkfalla á almennum vinnumarkaði þegar samninganefnd var veitt heimild til að fresta boðaðri vinnustöðvun einu sinni eða oftar um allt að 28 sólarhringa án samþykkis gagnaðila.

Lesefni og mynd:

Höfundur

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

dósent á Félagsvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

27.5.2015

Spyrjandi

Þorvaldur

Tilvísun

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2015. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69963.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. (2015, 27. maí). Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69963

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2015. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69963>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 þegar um aðalkjarasamning var að ræða. Verkfallsrétturinn var útvíkkaður árið 1986 með lögum nr. 94/1986. Enn eru í gildi lög nr. 33/1915 um verkföll opinberra starfsmanna, en samkvæmt 1. gr. laganna sætir opinber starfsmaður sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef hann tekur þátt í verkfalli. Í 14. gr. laga nr. 94/1986 er sérstaklega tilgreint að þetta ákvæði nái ekki til þeirra opinberu starfsmanna sem hafa heimild til að efna til verkfalla samkvæmt lögum nr. 94/1986.

Verkalýðshreyfingin hefur ávallt litið verkfallsréttinn sem einn helgasta rétt launþega. Hugmyndafræðin á bak við verkfallsréttinn var að skapa launþegum tæki eða vopn til að knýja vinnuveitendur að samningaborði þegar kjarasamningar voru að renna út. Með því að hóta verkfalli þá sáu eigendur fyrirtækja fram á tap í rekstri og jafnvel gjaldþrot. Þannig bitnaði verkfallsvopnið á eigendum atvinnutækjanna. Að sama skapi þá hefur vinnuveitandinn verkbannsrétt sem hann getur beitt til að lágmarka tjón sitt. Öðru máli gegnir um verkfallsvopnið hjá hinu opinbera. Verkfallsvopnið bitnar oftast á þriðja aðila sem nýtur þjónustu hins opinbera svo sem sjúklingum á sjúkrahúsum og nemendum og aðstandendum þeirra. Þess má geta að hið opinbera hefur ekki verkbannsrétt.

Frá árinu 1977 hafa opinberir stafsmenn verið duglegir að nota verkfallsrétt sinn. Frá árinu 1977-2009 töpuðust 2.284.638 dagar vegna verkfalla á íslenskum vinnumarkaði þar af töpuðust 932.102 eða 40.8% vegna verkfalla opinberra starfsmanna. Árin 1977, 1984, 1989, 1992, 1995, 2000, 2004 og 2008 er meirihluti tapaðra vinnudaga vegna verkfalla hjá opinberum starfsmönnum. Samkvæmt þessu skýrir rúmlega fimmtungur af vinnuaflinu tæplega 41% verkfalla á íslenskum vinnumarkaði. Þá töpuðust 622.979 vinnudagar vegna landverkafólks, eða 27,% tapaðra vinnudaga á tímabilinu og 729.557 dagar vegna fiskimanna og farmanna eða 31,9%.

Verkfallsverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl 2014.

Frá árinu 1985 hefur löggjafinn stöðvað 14 vinnudeilur með lagasetningu. Slík inngrip hafa alltaf mætt mikilli andstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem hefur litið þannig á að með slíku inngripi væri verið að taka af stjórnarskrárvarinn (75. gr.) samningsrétt launþega og um brot væri að ræða á 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Enn fremur hefur verkalýðshreyfingin bent á það að stöðvun vinnudeilu með lagasetningu væri ólögmæt afskipti af starfsemi stéttarfélaga og því brot á 3. gr. félagafrelsissamþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. Þessi atriði eru helstu ástæður þess að löggjafinn hefur farið mjög varlega í að stöðva vinnudeilu með lagasetningu.

Í rökstuðningi félagafrelsisnefndar stofnunarinnar vegna kæru Alþýðusambands Íslands sem snéri að lögum sem sett voru á vinnudeilu sjómanna árið 2001 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að inngrip ríkisins hafi brotið gegn réttindum samningsaðila samkvæmt ákvæðum samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og nr. 98. Í rökstuðningi sínum segir nefndin meðal annars að vinnustöðvunin setti ekki líf, heilsu eða öryggi þeirra sem störfuðu í greininni eða í samfélaginu í hættu og því var ekki algert hættuástand í þjóðfélaginu. Því má draga þá ályktun að til að réttlæta megi stöðvun vinnudeilu með lagasetningu þá þurfi þessar aðstæður að vera fyrir hendi og þarf þá löggjafinn að meta það hverju sinni. Löggjafinn hefur þó rökstutt lagasetningu með öðrum hætti og má skipta banni við vinnustöðvunum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi ef vægi þjóðarbúsins og stöðugleiki á vinnumarkaði er í húfi, til dæmis þegar um verkföll er að ræða í sjávarútvegi. Í öðru lagi ef heildarhagsmunir heillar atvinnugreinar er í húfi, til dæmis verkföll flugmanna og áhrif þeirra á ferðaþjónustu. Loks ef lögmælt verkefni og framkvæmd þeirra hjá hinu opinbera eru í húfi, til dæmis kennsla grunnskólabarna.

Löggjafinn greip inn í kjaradeilu grunnskólakennara árið 2004 með lögum nr. 117/2004 þegar verkfall grunnskólakennara hafði staðið yfir í átta vikur. Að baki lagasetningunni lágu að mati löggjafans ríkir almannahagsmunir þar sem grunnskólanemendur voru án lögmætrar kennslu í langan tíma. Í athugasemdum með lagafrumvarpinu kom fram að
…ríkisstjórnin [hefur] ítrekað lýst því yfir að það sé skylda samningsaðila að ná saman um kjarasamning á eigin forsendum og að lagasetning á kjaradeilur sé aðeins algjört neyðarúrræði sem ekki megi grípa til nema í undantekningartilfellum. Nú er svo komið að ríkisstjórnin telur sig ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45.000 skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber. Þrátt fyrir langt verkfall og stíf fundahöld eru deiluaðilar engu nær og hafa eins og áður sagði að því er virðist heldur fjarlægst síðustu daga. Má því færa fyrir því gild rök að svo ríkir almannahagsmunir standi til þess að starf í grunnskólum landsins geti hafist að nýju svo fljótt sem auðið er að lög sem fela í sér bann við verkfallinu eigi rétt á sér við núverandi aðstæður. Í þessu samhengi er brýnt að launastefna ríkis og sveitarfélaga komi ekki af stað víxlhækkunum verðlags og launa sem aftur hefði í för með sér aukna verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. Þessu frumvarpi er ætlað að stuðla að framgangi þessara markmiða…

Rökstuðningur löggjafans að baki þessari lagasetningu var sá að ríkir almannahagsmunir væru í húfi þar sem grunnskólabörn væru án lögmætrar kennslu í langan tíma eða átta vikur. Samkvæmt lögunum átti Hæstiréttur að skipa þriggja manna gerðardóm sem skyldi ákveða kaup og kjör félagsmanna ef samningsaðilar næðu ekki samningi fyrir ákveðinn tímafrest. Samningar tókust á milli aðila fyrir þann tíma og því kom ekki til kasta gerðardóms.

Löggjafinn greip inn í vinnudeilu flugvirkja árið 2010 þegar sett voru lög nr. 17/2010 á verkfall þeirra, en samkvæmt 1. gr. laga nr. 17/2010 voru vinnustöðvanir flugvirkja bannaðar. Í athugasemdum með frumvarpinu kom fram að
…flugvirkjar hafa staðið fast á kröfum um verulega hækkun launa þótt félaginu hafi verið boðnar sambærilegar eða meiri kjarabætur en samið hefur verið um við aðra launahópa. Verkfall flugvirkja hefur í för með sér verulega röskun flugs bæði til og frá landinu enda er Icelandair langstærsti flugrekandi landsins og burðarás fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkfallið mun valda íslensku efnahagslífi verulegu tjóni þegar síst skyldi og hafa neikvæð áhrif á störf þúsunda einstaklinga og fyrirtækja um allt land sem byggja starfsemi sína á ferðaþjónustu og öruggum flugsamgöngum á tíma þegar rekstrarumhverfi allra fyrirtækja á landinu er mjög viðkvæmt. Hætta er á að hækkanir, umfram það sem þegar hefur verið samið um, hafi neikvæð áhrif á aðra kjarasamninga og stöðugleika á vinnumarkaði.

Hér vísar löggjafinn til þess að með verkfalli flugvirkja skapist alvarlegt ástand í íslensku efnahagslífi þar sem hagmunir heillar atvinnugreinar eru í húfi. Síðast gildandi kjarasamningar voru því framlengdir með lögum þessum en samningsaðilum var engu að síður heimilt að gera með sér breytingar á gildandi kjarasamningi eða gera nýjan kjarasamning á tímabilinu án þess þó að knýja fram slíkar breytingar með vinnustöðvun.

Löggjafinn hefur talið sér heimilt að takmarka verkfallsrétt ef fyrirséð er að verkfallsaðgerðir muni hafa neikvæð áhrif á almannahagsmuni, heildarhagsmuni atvinnugreinar eða sett lögmætt verkefni hins opinbera í uppnám. Lög sem sett hafa verið á verkföll mæla fyrir um að deilurnar séu færðar í hendur sérstaks gerðardóms til að ákveða kaup og kjör félagsmanna eða framlengja síðast gildandi kjarasamninga um tiltekinn tíma og gefa þannig samningsaðilum meiri tíma til að ná saman. Það er spurning hvort ekki sé rétt að búa til lögskipaðan gerðardóm sem hefur það hlutverk að ákveða kaup og kjör félagsmanna í þeim félögum sem eru í vinnustöðvun sem staðið hefur lengi og enginn lausn í sjónmáli. Með því móti væri til fyrirsjáanlegur lagarammi sem að samningsaðilar vissu að myndi taka við kjaradeilu þeirra ef allt fer í lás og þannig væri mögulegt að forða samfélaginu frá samfélagslegum röskunum svo sem í heilbrigðisþjónustu þegar líf og heilsa borgaranna er í hættu eða þjóðarbúið verði fyrir gífurlega miklu efnahagslegu tapi.

Þess má geta að þegar verkfall er hafið hjá opinberum starfsmönnum er ekki hægt að fresta því, slík heimild er ekki í lögum nr. 84/1986. Frestunarheimild var sett í inn lög nr. 80/1938 árið 1996 vegna verkfalla á almennum vinnumarkaði þegar samninganefnd var veitt heimild til að fresta boðaðri vinnustöðvun einu sinni eða oftar um allt að 28 sólarhringa án samþykkis gagnaðila.

Lesefni og mynd:

...