Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?

Jón Már Halldórsson

Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata).

Mjólkursnákar eru greindir niður í 35 undirtegundir sem eru margar svo ólíkar að tegundin þekkist undir fjölmörgum heitum innan útbreiðslusvæðis síns. Mjólkursnákar lifa villtir í Norður- og Suður-Ameríku, allt frá Kanada og suður til Ekvador. Þeir geta orðið meira en metri á lengd og eru venjulega afar litsterkir með gulan, rauðan eða svartan borða um skrokkinn. Ein deilitegund (Lampropeltis triangulum gaigeae) sem finnst í Bandaríkjunum er þó alsvört.

Mjólkursnákar eru ekki eitraðir en hafa sýnt svokalla hermun eftir hinum baneitruðu kóralsnákum. Þessi þróunarlega hernaðarlist felur í sér að þeir líkja eftir útliti hinna eitruðu kóralsnáka og blekkja þannig afræningja sína.

Til eru gamlar vísur sem kenna fólki að greina þessar ólíku tegundir í sundur,

Hún er svona:
Red touches black, you're OK Jack;

red touches yellow, you're a dead fellow.
Eða í annarri útgáfu
Red to yellow, kill a fellow,

red to black, venom lack.
Þessar vísur mætti svo útleggja á íslensku:
Þegar rauður snertir svartan, þá ertu í lagi,

þegar rauður snertir gulan, þá ertu í vanda.
Þarna er þá vísað til röðun litarandanna á líkama þessara tegunda, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.


Hér sést mjólkursnákur. Rauðu rendurnar snerta svörtu rendurnar - rauður snertir svartan, þá ertu í lagi.Hér sést eitraður kóralsnákur. Rauðu rendurnar snerta þær gulu - rauður snertir gulan, þá ertu í vanda.

Það eru þó ekki allir mjólkursnákar sem sýna þessa útlitssamsvörun við kóralsnáka. Deilitegundin Lampropeltis triangulum triangulum minnir til dæmis mjög á aðra baneitraða tegund, koparhaus (Agkistrodon piscivorus).

Mjólkursnákar eru miklir tækifærissinnar og éta dýr af ólíku meiði svo sem eðlur, froskdýr, fuglsunga og nagdýr. Nagdýr virðast vera helsta fæðutegund mjólkursnáksins en líkt og flest nagdýr er hann einkum á ferli á nóttunni. Hann er þekktur fyrir að halda til í útihúsum yfir daginn þar sem hann leitar í myrkur, svala og raka og ekki síst þá gnægð nagdýra sem þar er oft að finna. Mjólkurnákar veiða með því að vefja sig um bráðina og kremja hana líkt og hinir risavöxnu pýtonar og aðrar kyrkislöngur gera.



Mjólkursnákar eru vinsæl gæludýr, meðal annars vegna þess að þeir verða ekki mjög stórir.

Ástæðan fyrir þessu sérstaka heiti mjólkursnáka er að hér áður fyrr var það algeng mýta að þessir snákar reyndu að sjúga mjólk úr kúm. Slíkt er hins vegar algjör vitleysa, en snákar geta alls ekki unnið næringu úr mjólk. Eins og áður segir eru þeir hins vegar afar algengir í útihúsum víða í Norður-Ameríku og hefur sagan sennilega sprottið út frá því.

Mjólkursnákar, auk annarra tegunda kóngasnáka, eru vinsælir sem gæludýr þar sem þeir eru ekki eitraðir og haldast í viðráðanlegri að stærð. Þeir æxlast auðveldlega í haldi og eru auk þess litríkir og fallegir. Ekki er vitað hversu mikið umfang þeirra er á gæludýramarkaði í Norður-Ameríku en þeir eru þó afar algengir. Að mati sérfræðinga í gæludýrahaldi slanga í Bandaríkjunum eru kóngasnákar góðir fyrir byrjendur og er mjólkursnákurinn ein af vinsælustu tegundum ættkvíslarinnar í þessum bransa.

Heimildir og frekara lesefni:

Á þessari síðu má finna leiðbeiningar um það hvernig á að þekkja kóralsnáka og mjólkursnáka í sundur: Humboldt State University

Á þessari síðu má lesa um mjókursnáka sem gæludýr: Aboutsnakes.com

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2008

Spyrjandi

Jóhann Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7008.

Jón Már Halldórsson. (2008, 16. janúar). Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7008

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7008>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?
Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata).

Mjólkursnákar eru greindir niður í 35 undirtegundir sem eru margar svo ólíkar að tegundin þekkist undir fjölmörgum heitum innan útbreiðslusvæðis síns. Mjólkursnákar lifa villtir í Norður- og Suður-Ameríku, allt frá Kanada og suður til Ekvador. Þeir geta orðið meira en metri á lengd og eru venjulega afar litsterkir með gulan, rauðan eða svartan borða um skrokkinn. Ein deilitegund (Lampropeltis triangulum gaigeae) sem finnst í Bandaríkjunum er þó alsvört.

Mjólkursnákar eru ekki eitraðir en hafa sýnt svokalla hermun eftir hinum baneitruðu kóralsnákum. Þessi þróunarlega hernaðarlist felur í sér að þeir líkja eftir útliti hinna eitruðu kóralsnáka og blekkja þannig afræningja sína.

Til eru gamlar vísur sem kenna fólki að greina þessar ólíku tegundir í sundur,

Hún er svona:
Red touches black, you're OK Jack;

red touches yellow, you're a dead fellow.
Eða í annarri útgáfu
Red to yellow, kill a fellow,

red to black, venom lack.
Þessar vísur mætti svo útleggja á íslensku:
Þegar rauður snertir svartan, þá ertu í lagi,

þegar rauður snertir gulan, þá ertu í vanda.
Þarna er þá vísað til röðun litarandanna á líkama þessara tegunda, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.


Hér sést mjólkursnákur. Rauðu rendurnar snerta svörtu rendurnar - rauður snertir svartan, þá ertu í lagi.Hér sést eitraður kóralsnákur. Rauðu rendurnar snerta þær gulu - rauður snertir gulan, þá ertu í vanda.

Það eru þó ekki allir mjólkursnákar sem sýna þessa útlitssamsvörun við kóralsnáka. Deilitegundin Lampropeltis triangulum triangulum minnir til dæmis mjög á aðra baneitraða tegund, koparhaus (Agkistrodon piscivorus).

Mjólkursnákar eru miklir tækifærissinnar og éta dýr af ólíku meiði svo sem eðlur, froskdýr, fuglsunga og nagdýr. Nagdýr virðast vera helsta fæðutegund mjólkursnáksins en líkt og flest nagdýr er hann einkum á ferli á nóttunni. Hann er þekktur fyrir að halda til í útihúsum yfir daginn þar sem hann leitar í myrkur, svala og raka og ekki síst þá gnægð nagdýra sem þar er oft að finna. Mjólkurnákar veiða með því að vefja sig um bráðina og kremja hana líkt og hinir risavöxnu pýtonar og aðrar kyrkislöngur gera.



Mjólkursnákar eru vinsæl gæludýr, meðal annars vegna þess að þeir verða ekki mjög stórir.

Ástæðan fyrir þessu sérstaka heiti mjólkursnáka er að hér áður fyrr var það algeng mýta að þessir snákar reyndu að sjúga mjólk úr kúm. Slíkt er hins vegar algjör vitleysa, en snákar geta alls ekki unnið næringu úr mjólk. Eins og áður segir eru þeir hins vegar afar algengir í útihúsum víða í Norður-Ameríku og hefur sagan sennilega sprottið út frá því.

Mjólkursnákar, auk annarra tegunda kóngasnáka, eru vinsælir sem gæludýr þar sem þeir eru ekki eitraðir og haldast í viðráðanlegri að stærð. Þeir æxlast auðveldlega í haldi og eru auk þess litríkir og fallegir. Ekki er vitað hversu mikið umfang þeirra er á gæludýramarkaði í Norður-Ameríku en þeir eru þó afar algengir. Að mati sérfræðinga í gæludýrahaldi slanga í Bandaríkjunum eru kóngasnákar góðir fyrir byrjendur og er mjólkursnákurinn ein af vinsælustu tegundum ættkvíslarinnar í þessum bransa.

Heimildir og frekara lesefni:

Á þessari síðu má finna leiðbeiningar um það hvernig á að þekkja kóralsnáka og mjólkursnáka í sundur: Humboldt State University

Á þessari síðu má lesa um mjókursnáka sem gæludýr: Aboutsnakes.com

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: Wikimedia Commons...