Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru karlar með meira adrenalín en konur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum.

Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þegar glúkósamagn blóðs minnkar. Þegar adrenalínið binst viðtökum sínum í frumuhimnum kemur það af stað keðjuverkun sem endar með myndun á hringtengdu AMP (cAMP = cyclic adenosine-monophosphate) en það er efni sem örvar flutning glúkósa (sem verður til við niðurbrot glýkógens) og fitusýra úr frumum í blóð. Afleiðingin verður hækkun blóðsykurs sem starfandi vöðvar og heilinn geta nýtt sér. Adrenalín stuðlar enn fremur að þessari blóðsykurshækkun með því að örva seyti annars hormóns, glúkagons, sem hefur sömu verkun og hindra seyti insúlíns, hormóns með öfuga verkun á blóðsykur.

Góð rússíbanaferð getur komið adrenalíninu vel af stað og á það jafnt við um konur sem karla.

Adrenalín er einnig taugaboðefni og hefur áhrif á driftaugakerfið sem er deild innan sjálfvirka taugakerfisins og stjórnar starfsemi hjarta, lungna, æða, þvagblöðru, meltingarvegar og kynfæra. Adrenalín sem taugaboðefni er seytt frá taugaendum undir líkamlegu og andlegu áreiti. Áhrif þess eru aukin tíðni og kraftur hjartsláttar, útvíkkun berkja í lungum og sjáaldra augna, æðaþrenging, svitnun, styttur blóðstorknunartími, blóð beinist frá húð og innyflum til beinagrindarvöðva, kransæða, heila og lifrar. Þessi áhrif gefa einstaklingnum kleift að flýja eða berjast eftir því sem við á (e. flight-or-fight response).

Ekki virðist vera munur á seyti adrenalíns hjá körlum og konum. Eins og áður segir er því seytt þegar einstaklingur er undir álagi, líkamlegu eða andlegu. Aftur á móti eru karlkynhormón og kvenhormón ólík að því leyti að karlkynhormónin hafa þau áhrif á skapið að gera karlmenn almennt árásagjarnari en konur. Þessi áhrif minna ef til vill að einhverju leyti á áhrif adrenalíns.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem flótta- eða árásarviðbragð sem adrenlínið veldur, kemur við sögu:

Mynd: BBC News. Ljósmyndari: Ken Lennox. Sótt 29. 01. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

30.1.2008

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Kristinn Már

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Eru karlar með meira adrenalín en konur?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2008, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7038.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 30. janúar). Eru karlar með meira adrenalín en konur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7038

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Eru karlar með meira adrenalín en konur?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2008. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7038>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru karlar með meira adrenalín en konur?
Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum.

Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þegar glúkósamagn blóðs minnkar. Þegar adrenalínið binst viðtökum sínum í frumuhimnum kemur það af stað keðjuverkun sem endar með myndun á hringtengdu AMP (cAMP = cyclic adenosine-monophosphate) en það er efni sem örvar flutning glúkósa (sem verður til við niðurbrot glýkógens) og fitusýra úr frumum í blóð. Afleiðingin verður hækkun blóðsykurs sem starfandi vöðvar og heilinn geta nýtt sér. Adrenalín stuðlar enn fremur að þessari blóðsykurshækkun með því að örva seyti annars hormóns, glúkagons, sem hefur sömu verkun og hindra seyti insúlíns, hormóns með öfuga verkun á blóðsykur.

Góð rússíbanaferð getur komið adrenalíninu vel af stað og á það jafnt við um konur sem karla.

Adrenalín er einnig taugaboðefni og hefur áhrif á driftaugakerfið sem er deild innan sjálfvirka taugakerfisins og stjórnar starfsemi hjarta, lungna, æða, þvagblöðru, meltingarvegar og kynfæra. Adrenalín sem taugaboðefni er seytt frá taugaendum undir líkamlegu og andlegu áreiti. Áhrif þess eru aukin tíðni og kraftur hjartsláttar, útvíkkun berkja í lungum og sjáaldra augna, æðaþrenging, svitnun, styttur blóðstorknunartími, blóð beinist frá húð og innyflum til beinagrindarvöðva, kransæða, heila og lifrar. Þessi áhrif gefa einstaklingnum kleift að flýja eða berjast eftir því sem við á (e. flight-or-fight response).

Ekki virðist vera munur á seyti adrenalíns hjá körlum og konum. Eins og áður segir er því seytt þegar einstaklingur er undir álagi, líkamlegu eða andlegu. Aftur á móti eru karlkynhormón og kvenhormón ólík að því leyti að karlkynhormónin hafa þau áhrif á skapið að gera karlmenn almennt árásagjarnari en konur. Þessi áhrif minna ef til vill að einhverju leyti á áhrif adrenalíns.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem flótta- eða árásarviðbragð sem adrenlínið veldur, kemur við sögu:

Mynd: BBC News. Ljósmyndari: Ken Lennox. Sótt 29. 01. 2008. ...