Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta hundar orðið þunglyndir?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir?

Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur einnig önnur spendýr, til dæmis hunda. Hundaeigendur þekkja vel að hundar geta sýnt svipað tilfinningalegt litróf og menn; þeir geta orðið afbrýðissamir, til dæmis ef nýtt barn kemur inn á heimilið, glaðir og auðvitað reiðir en þeir geta líka orðið daprir, til dæmis ef náinn fjölskyldumeðlimur hverfur eða deyr.

Við getum ekki spurt hunda um líðan þeirra en þeir geta sýnt hegðun sem minnir um margt á þunglyndi.

Langvarandi depurð mætti líkja við þunglyndi og slíkt ástand er þekkt hjá hundum. Til dæmis geta hundar dregið sig til baka og orðið óvirkir. Svefn- og matarvenjur þeirra geta breyst, til að mynda geta þeir misst matarlyst og hætt að hafa gaman af hlutum sem þeir nutu áður, svo sem að fara út að ganga með eiganda sínum. Ástæður breyttrar hegðunar geta þó verið aðrar en þunglyndi. Ef hundur sýnir til dæmis ekki lengur áhuga á göngutúr getur allt eins verið að hann finni til einhvers staðar og reyni því að forðast hreyfingu. Því er nauðsynlegt að leita til dýralæknis ef hundurinn sýnir slíka hegðun.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.9.2015

Spyrjandi

Hallbera Friðriksdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta hundar orðið þunglyndir?“ Vísindavefurinn, 21. september 2015, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70477.

Jón Már Halldórsson. (2015, 21. september). Geta hundar orðið þunglyndir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70477

Jón Már Halldórsson. „Geta hundar orðið þunglyndir?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2015. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70477>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta hundar orðið þunglyndir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir?

Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur einnig önnur spendýr, til dæmis hunda. Hundaeigendur þekkja vel að hundar geta sýnt svipað tilfinningalegt litróf og menn; þeir geta orðið afbrýðissamir, til dæmis ef nýtt barn kemur inn á heimilið, glaðir og auðvitað reiðir en þeir geta líka orðið daprir, til dæmis ef náinn fjölskyldumeðlimur hverfur eða deyr.

Við getum ekki spurt hunda um líðan þeirra en þeir geta sýnt hegðun sem minnir um margt á þunglyndi.

Langvarandi depurð mætti líkja við þunglyndi og slíkt ástand er þekkt hjá hundum. Til dæmis geta hundar dregið sig til baka og orðið óvirkir. Svefn- og matarvenjur þeirra geta breyst, til að mynda geta þeir misst matarlyst og hætt að hafa gaman af hlutum sem þeir nutu áður, svo sem að fara út að ganga með eiganda sínum. Ástæður breyttrar hegðunar geta þó verið aðrar en þunglyndi. Ef hundur sýnir til dæmis ekki lengur áhuga á göngutúr getur allt eins verið að hann finni til einhvers staðar og reyni því að forðast hreyfingu. Því er nauðsynlegt að leita til dýralæknis ef hundurinn sýnir slíka hegðun.

Mynd:

...