Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:54 • Sest 15:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:57 • Síðdegis: 18:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?

Hallgrímur J. Ámundason

Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst í marsmánuði 2016. Eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum.

Tortóla er stærsta eyjan í klasa sem gengur undir heitinu Bresku jómfrúaeyjar eða einfaldlega Jómfrúaeyjar, sem er opinbera heitið. Aðrar eyjar í klasanum eru til dæmis Gilda jómfrúin (Virgin Gorda), Anegada (sem hét hugsanlega einu sinni Magra jómfrúin) og Jost van Dyk (sem nefnd er eftir hálfgildings sjóræningja).

Tortóla er stærsta eyjan í Jómfrúaeyjaklasanum.

Nafnið Tortóla hefur stundum verið eignað Kristófer Kólumbusi og talið eiga að merkja turtildúfa á spænsku. Þessi nafnskýring er þjóðsagnakennd og byggir á misskilningi. Á fræðimáli kallast slíkt „alþýðuskýring“ (e. folk etymology) og merkir að nafnið hafi á einhverjum tímapunkti verið mistúlkað og tekið slíkum breytingum að það var nær óþekkjanlegt á eftir. Hið sanna í sögunni er að Kristófer gaf eyjunni að vísu nafn en ekki Tortóla heldur Santa Ana. Engin vitræn tengsl eru heldur við turtildúfur eða annan fiðurfénað.

Nafnið Tortóla mun upphaflega vera ættað úr hollensku máli. Landnámsmenn frá Niðurlöndum kölluðu eyjuna Ter Tholen og fóru þar að fordæmi margra landa sinna sem fluttu vestur um haf og tóku með sér örnefni úr heimahögunum (New Amsterdam, gamla nafn New York-borgar, má taka sem dæmi, eða borgarhlutann Harlem). Þegar Bretar tóku við stjórn eyjanna (samanber Bresku jómfrúaeyjar) fór nafnamisskilningurinn að gera vart við sig og festist að lokum í sessi.

Heitið Tholen er upphaflega á eyju undan Hollandsströndum. Það er meira en líklegt að fólk þaðan hafi numið eða tekið land á Tortóla og hafi kosið að nota kunnuglegt nafn að heiman um þessa eyju í Vestur-Indíum. Það er svo skemmtileg tilviljun að eitt þorpið á Tholen-eyju Hollandsmegin heitir saman nafni og Kólumbus valdi Tortóla, nefnilega Sint-Annaland. Það má því segja að snúningar og vafningar eigi sér stað meðal örnefna rétt eins og hversdags í mannlífinu. Í tilfelli örnefnisins Tortóla er sannarlega ekki allt sem sýnist.

Tholen í Hollandi.

Viðbót um orðsifjar: ef flett er upp á Tholen í uppflettiriti um hollensk örnefni (Nederlandse plaatsnamen — herkomst en historie, Utrecht 2006) kemur á daginn að nafnið muni dregið af fyrirbærinu tollbúð eða skattheimtuhúsi sem þar var staðsett fyrr á öldum. Eyjan dregur sem sé upphaflega nafn af fjárplógsstarfsemi. Spurning hvort eyjan gæti kannski fremur heitið Tollland, Skattaflös eða Gjaldsker upp á íslensku.

Myndir:


Þetta svar birtist fyrst sem pistill hjá Árnastofnun og er birt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

15.4.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2016. Sótt 4. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=72053.

Hallgrímur J. Ámundason. (2016, 15. apríl). Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72053

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2016. Vefsíða. 4. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72053>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?
Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst í marsmánuði 2016. Eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum.

Tortóla er stærsta eyjan í klasa sem gengur undir heitinu Bresku jómfrúaeyjar eða einfaldlega Jómfrúaeyjar, sem er opinbera heitið. Aðrar eyjar í klasanum eru til dæmis Gilda jómfrúin (Virgin Gorda), Anegada (sem hét hugsanlega einu sinni Magra jómfrúin) og Jost van Dyk (sem nefnd er eftir hálfgildings sjóræningja).

Tortóla er stærsta eyjan í Jómfrúaeyjaklasanum.

Nafnið Tortóla hefur stundum verið eignað Kristófer Kólumbusi og talið eiga að merkja turtildúfa á spænsku. Þessi nafnskýring er þjóðsagnakennd og byggir á misskilningi. Á fræðimáli kallast slíkt „alþýðuskýring“ (e. folk etymology) og merkir að nafnið hafi á einhverjum tímapunkti verið mistúlkað og tekið slíkum breytingum að það var nær óþekkjanlegt á eftir. Hið sanna í sögunni er að Kristófer gaf eyjunni að vísu nafn en ekki Tortóla heldur Santa Ana. Engin vitræn tengsl eru heldur við turtildúfur eða annan fiðurfénað.

Nafnið Tortóla mun upphaflega vera ættað úr hollensku máli. Landnámsmenn frá Niðurlöndum kölluðu eyjuna Ter Tholen og fóru þar að fordæmi margra landa sinna sem fluttu vestur um haf og tóku með sér örnefni úr heimahögunum (New Amsterdam, gamla nafn New York-borgar, má taka sem dæmi, eða borgarhlutann Harlem). Þegar Bretar tóku við stjórn eyjanna (samanber Bresku jómfrúaeyjar) fór nafnamisskilningurinn að gera vart við sig og festist að lokum í sessi.

Heitið Tholen er upphaflega á eyju undan Hollandsströndum. Það er meira en líklegt að fólk þaðan hafi numið eða tekið land á Tortóla og hafi kosið að nota kunnuglegt nafn að heiman um þessa eyju í Vestur-Indíum. Það er svo skemmtileg tilviljun að eitt þorpið á Tholen-eyju Hollandsmegin heitir saman nafni og Kólumbus valdi Tortóla, nefnilega Sint-Annaland. Það má því segja að snúningar og vafningar eigi sér stað meðal örnefna rétt eins og hversdags í mannlífinu. Í tilfelli örnefnisins Tortóla er sannarlega ekki allt sem sýnist.

Tholen í Hollandi.

Viðbót um orðsifjar: ef flett er upp á Tholen í uppflettiriti um hollensk örnefni (Nederlandse plaatsnamen — herkomst en historie, Utrecht 2006) kemur á daginn að nafnið muni dregið af fyrirbærinu tollbúð eða skattheimtuhúsi sem þar var staðsett fyrr á öldum. Eyjan dregur sem sé upphaflega nafn af fjárplógsstarfsemi. Spurning hvort eyjan gæti kannski fremur heitið Tollland, Skattaflös eða Gjaldsker upp á íslensku.

Myndir:


Þetta svar birtist fyrst sem pistill hjá Árnastofnun og er birt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi.

...