Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þessi litlu dýr teygt nokkuð langt úr sér.Hali hagamúsa (Apodemus sylvaticus) er svipað langur og búkur þeirra. Stór mús getur því verið allt að 20 cm löng ef halinn er mældur með.

Músakarlar eru um 29-34 grömm á þyngd en kvendýr um 24-31 grömm. Í bókinni Villt íslensk spendýr kemur fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að íslenskar hagamýs eru að jafnaði stærri en hagamýs bæði í Skandinavíu og á Bretlandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Ellen Kristjánsdóttir, f. 1995

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað er hagamúsin löng?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008. Sótt 17. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7211.

EDS. (2008, 11. mars). Hvað er hagamúsin löng? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7211

EDS. „Hvað er hagamúsin löng?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 17. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7211>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.