Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?

EDS

Þorgerður Þorvaldsdóttir fjallar um goðsögnina um ljóskuna í fróðlegu svari við spurningunni Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? Þar kemur fram að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli háralitar og greindar.

Hins vegar er goðsögnin um heimsku ljóskuna mjög lífseig. Flestir kunna einhverja ljóskubrandara en goðsögnin um heimsku ljóskuna er ekkert sérlega brosleg þegar hún hefur hugsanlega áhrif á líf og afkomu fólks. Sem dæmi nefnir Þorgerður að í launakönnun VR fyrir árið 2000 kom fram að konur fengu að meðaltali 18% lægri laun en karlar, og að ljóshært, brosmilt og lágvaxið fólk fékk að meðaltali lægri laun en hávaxnir starfsmenn með dökkt, rautt, eða grátt hár.

Því er gjarnan haldið fram að eftir því sem fólk eldist og þroskast verði það vitrara, alla vega er myndin af gamla og virtra öldungnum örugglega jafn útbreidd og myndin af heimsku ljóskunni. Og kannski er þessi gamli öldungur einmitt andstæða ljóskunnar. Nema fyrir þá sök að öldungurinn er yfirleitt líka ljóshærður!

Háralitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Melanínið berst þaðan inn í holan hárlegginn, en háraliturinn ræðst af gerð melanínsins. Eumelanín gefur brúnt eða svart hár, en feómelanín gerir það ljóst eða rautt. Hvers konar melanín fólk myndast ræðst af þeim genum sem það fær frá foreldrum sínum.

Þegar fólk eldist hætta litfrumurnar í hársekkjunum smám saman að mynda melanín. Í raun verða hárin gegnsæ og gefur það þeim gráan eða hvítan lit. Á meðan eitthvað smávegis af litarefni er enn myndað virðist hárið grátt, en án alls litarefnis verður það hvítt.

Ef fólk með ljóst hár væri með lægri greindarvísitölu en fólk með annan háralit ætti þá greindin ekki að minnka smám saman eftir því sem gráu eða hvítu hárunum fjölgaði?

Þeim sem hafa áhuga á háralit eða greind (en ekki endilega þessu tvennu saman) er bent á að á Vísindavefnum er að finna nokkur svör um þessi efni:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Sigurður Reynir Karlsson

Tilvísun

EDS. „Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7227.

EDS. (2008, 12. mars). Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7227

EDS. „Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7227>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?
Þorgerður Þorvaldsdóttir fjallar um goðsögnina um ljóskuna í fróðlegu svari við spurningunni Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? Þar kemur fram að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli háralitar og greindar.

Hins vegar er goðsögnin um heimsku ljóskuna mjög lífseig. Flestir kunna einhverja ljóskubrandara en goðsögnin um heimsku ljóskuna er ekkert sérlega brosleg þegar hún hefur hugsanlega áhrif á líf og afkomu fólks. Sem dæmi nefnir Þorgerður að í launakönnun VR fyrir árið 2000 kom fram að konur fengu að meðaltali 18% lægri laun en karlar, og að ljóshært, brosmilt og lágvaxið fólk fékk að meðaltali lægri laun en hávaxnir starfsmenn með dökkt, rautt, eða grátt hár.

Því er gjarnan haldið fram að eftir því sem fólk eldist og þroskast verði það vitrara, alla vega er myndin af gamla og virtra öldungnum örugglega jafn útbreidd og myndin af heimsku ljóskunni. Og kannski er þessi gamli öldungur einmitt andstæða ljóskunnar. Nema fyrir þá sök að öldungurinn er yfirleitt líka ljóshærður!

Háralitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Melanínið berst þaðan inn í holan hárlegginn, en háraliturinn ræðst af gerð melanínsins. Eumelanín gefur brúnt eða svart hár, en feómelanín gerir það ljóst eða rautt. Hvers konar melanín fólk myndast ræðst af þeim genum sem það fær frá foreldrum sínum.

Þegar fólk eldist hætta litfrumurnar í hársekkjunum smám saman að mynda melanín. Í raun verða hárin gegnsæ og gefur það þeim gráan eða hvítan lit. Á meðan eitthvað smávegis af litarefni er enn myndað virðist hárið grátt, en án alls litarefnis verður það hvítt.

Ef fólk með ljóst hár væri með lægri greindarvísitölu en fólk með annan háralit ætti þá greindin ekki að minnka smám saman eftir því sem gráu eða hvítu hárunum fjölgaði?

Þeim sem hafa áhuga á háralit eða greind (en ekki endilega þessu tvennu saman) er bent á að á Vísindavefnum er að finna nokkur svör um þessi efni:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....