Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?

SIV




Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jörðina sem heild. Öðru máli gegnir um þá sem væru neðst í þessum turni. Þeir þyrftu að halda uppi um 200 milljón tonnum. Líkami þeirra mundi falla saman undir þvílíku álagi. Til samanburðar er mesta þyngd sem maður hefur lyft tæp 3 tonn.

Þessi turn myndi væntanlega ná 5-10 milljarða metra upp frá jörðinni og þá er eins gott fyrir þá efstu að passa sig á tunglinu sem er einungis tæpar 400 milljónir metra frá jörðinni. Ekki þarf að hafa áhyggjur af sólinni því hún er um 150 milljarða metra frá jörðu.


Mynd: Fourmilab

Smellið á myndina að ofan til að taka ykkar eigin myndir af jörðinni með aðstoð gervihnattar. HB

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

4.8.2000

Spyrjandi

Árni Freyr Snorrason

Tilvísun

SIV. „Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=724.

SIV. (2000, 4. ágúst). Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=724

SIV. „Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=724>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?




Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jörðina sem heild. Öðru máli gegnir um þá sem væru neðst í þessum turni. Þeir þyrftu að halda uppi um 200 milljón tonnum. Líkami þeirra mundi falla saman undir þvílíku álagi. Til samanburðar er mesta þyngd sem maður hefur lyft tæp 3 tonn.

Þessi turn myndi væntanlega ná 5-10 milljarða metra upp frá jörðinni og þá er eins gott fyrir þá efstu að passa sig á tunglinu sem er einungis tæpar 400 milljónir metra frá jörðinni. Ekki þarf að hafa áhyggjur af sólinni því hún er um 150 milljarða metra frá jörðu.


Mynd: Fourmilab

Smellið á myndina að ofan til að taka ykkar eigin myndir af jörðinni með aðstoð gervihnattar. HB...