Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?

Helgi Björnsson

Eldgos sem dreifa ösku og brennisteini um lofthjúp jarðar geta dregið úr styrk sólgeislunar sem nær til jarðar. Einnig eykst endurkast sólgeislunar út í himingeiminn frá ytri mörkum andrúmsloftsins. Slíkt hefur oft gerst.

Sumarið 1783 var kalt um allt norðurhvel jarðar vegna þess að þá gaus í Lakagígum á Íslandi. Móðu dró fyrir sólu og gosmökkur barst umhverfis jörðina á nokkrum vikum. Víða kólnaði um 1°C. Tveimur árum síðar hafði loftmengunin skolast úr lofthjúpnum með rigningu. Öflug eldgos, svo sem í Pinatubo 1991 (á Filippseyjum), Krakatau 1883 og Tambora 1815 (hvort tveggja í Indónesíu), höfðu svipuð skammvinn áhrif.

Lítil von er til þess að eldgos bjargi mannkyni og öðrum lífverum á jörðinni frá stöðugri hlýnun þó þau geti haft kólnandi áhrif til skamms tíma.

Það er því lítil von til þess að eldgos bjargi mannkyni og öðrum lífverum á jörðinni frá stöðugri hlýnun. Frá eldgosum berst einnig koltvísýringur sem veldur hlýnun lofts en það er miklu minna en mannkyn dælir inn í andrúmsloftið með bruna jarðefnaeldsneytis (tíu þúsund sinnum minna). Eldgos geta hins vegar stóraukið bráðnun jökla vegna þess að þau dreifa ösku yfir þá svo að nær ekkert sólarljós endurkastast frá jöklinum og öll sólarorkan nær að bræða snjó og ís.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

22.12.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2016. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72457.

Helgi Björnsson. (2016, 22. desember). Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72457

Helgi Björnsson. „Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2016. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72457>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?
Eldgos sem dreifa ösku og brennisteini um lofthjúp jarðar geta dregið úr styrk sólgeislunar sem nær til jarðar. Einnig eykst endurkast sólgeislunar út í himingeiminn frá ytri mörkum andrúmsloftsins. Slíkt hefur oft gerst.

Sumarið 1783 var kalt um allt norðurhvel jarðar vegna þess að þá gaus í Lakagígum á Íslandi. Móðu dró fyrir sólu og gosmökkur barst umhverfis jörðina á nokkrum vikum. Víða kólnaði um 1°C. Tveimur árum síðar hafði loftmengunin skolast úr lofthjúpnum með rigningu. Öflug eldgos, svo sem í Pinatubo 1991 (á Filippseyjum), Krakatau 1883 og Tambora 1815 (hvort tveggja í Indónesíu), höfðu svipuð skammvinn áhrif.

Lítil von er til þess að eldgos bjargi mannkyni og öðrum lífverum á jörðinni frá stöðugri hlýnun þó þau geti haft kólnandi áhrif til skamms tíma.

Það er því lítil von til þess að eldgos bjargi mannkyni og öðrum lífverum á jörðinni frá stöðugri hlýnun. Frá eldgosum berst einnig koltvísýringur sem veldur hlýnun lofts en það er miklu minna en mannkyn dælir inn í andrúmsloftið með bruna jarðefnaeldsneytis (tíu þúsund sinnum minna). Eldgos geta hins vegar stóraukið bráðnun jökla vegna þess að þau dreifa ösku yfir þá svo að nær ekkert sólarljós endurkastast frá jöklinum og öll sólarorkan nær að bræða snjó og ís.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...