Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?

Emelía Eiríksdóttir

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd?

Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum, þá sem blanda af öðrum málmum til að auka hörkuna, en einnig er töluvert af hreinu gulli geymt í bankahirslum víða um heim. Áður fyrr voru margir gjaldmiðlar á svokölluðum gullfæti og þeir sem vilja kynna sér það hugtak nánar geta lesið svar við spurningunni Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Gull er mjög þungur málmur. Einn lítri af gulli vegur 19,3 kg.

Á Safnanótt Seðlabanka Íslands í febrúar 2019 var gestum og gangandi boðið að lyfta gullstöng í eigu bankans. Gullstöngin vóg um 401 únsu[1] sem gerir um 12,47 kg. Hægt er að reikna út rúmmál hlutar samkvæmt eftirfarandi jöfnu:

$$V = \frac{m}{ρ}$$

þar sem $V$ er rúmmál, $m$ er massi og $ρ$ er eðlismassi hlutarins.

Ef massi gullstangarinnar er settur inn í jöfnuna auk eðlismassa gulls, sem er 19,3 kg/l (við herbergishita), fáum við út að rúmmál hennar var 0,646 l:

$$V = \frac{12,47 kg}{19,3 kg/l} = 0,646 l$$

Eins og sést á eðlismassa gullsins þá er gull mjög þungur málmur. Einn lítri af gulli vegur 19,3 kg en einn lítri af vatni vegur um 1,0 kg. Mörgum var því brugðið þegar þeir reyndu að lyfta litla gullklumpnum því hann reyndist mun þyngri en hann leit út fyrir að vera.

Seðlabankinn á 159 gullstangir, sem geymdar eru í bönkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Heildarþyngd gullstanganna er því 1813 kg og heildarrúmmál þeirra 94,0 l. Gullstöngin sem var til sýnis var metin á 63 milljónir króna. Heildargullstangaforði Seðlabankans er því um 10 milljarða króna virði en þetta er einungis lítill hluti af gjaldeyrisforða Íslands.

Tilvísun:
  1. ^ Þarna er átt við svonefnda Troy-únsu. Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra í Seðlabanka Íslands, fyrir að benda okkur á það.

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.11.2019

Spyrjandi

Örn Ægir Reynisson, Tindur Jensson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2019. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73144.

Emelía Eiríksdóttir. (2019, 8. nóvember). Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73144

Emelía Eiríksdóttir. „Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2019. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73144>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd?

Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum, þá sem blanda af öðrum málmum til að auka hörkuna, en einnig er töluvert af hreinu gulli geymt í bankahirslum víða um heim. Áður fyrr voru margir gjaldmiðlar á svokölluðum gullfæti og þeir sem vilja kynna sér það hugtak nánar geta lesið svar við spurningunni Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Gull er mjög þungur málmur. Einn lítri af gulli vegur 19,3 kg.

Á Safnanótt Seðlabanka Íslands í febrúar 2019 var gestum og gangandi boðið að lyfta gullstöng í eigu bankans. Gullstöngin vóg um 401 únsu[1] sem gerir um 12,47 kg. Hægt er að reikna út rúmmál hlutar samkvæmt eftirfarandi jöfnu:

$$V = \frac{m}{ρ}$$

þar sem $V$ er rúmmál, $m$ er massi og $ρ$ er eðlismassi hlutarins.

Ef massi gullstangarinnar er settur inn í jöfnuna auk eðlismassa gulls, sem er 19,3 kg/l (við herbergishita), fáum við út að rúmmál hennar var 0,646 l:

$$V = \frac{12,47 kg}{19,3 kg/l} = 0,646 l$$

Eins og sést á eðlismassa gullsins þá er gull mjög þungur málmur. Einn lítri af gulli vegur 19,3 kg en einn lítri af vatni vegur um 1,0 kg. Mörgum var því brugðið þegar þeir reyndu að lyfta litla gullklumpnum því hann reyndist mun þyngri en hann leit út fyrir að vera.

Seðlabankinn á 159 gullstangir, sem geymdar eru í bönkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Heildarþyngd gullstanganna er því 1813 kg og heildarrúmmál þeirra 94,0 l. Gullstöngin sem var til sýnis var metin á 63 milljónir króna. Heildargullstangaforði Seðlabankans er því um 10 milljarða króna virði en þetta er einungis lítill hluti af gjaldeyrisforða Íslands.

Tilvísun:
  1. ^ Þarna er átt við svonefnda Troy-únsu. Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra í Seðlabanka Íslands, fyrir að benda okkur á það.

Mynd:

...