Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg? Spurning sem vaknaði í skötuveislu ársins.

Nafnorðið hams ‘hamur, húð’ er í fleirtölu hamsar og notað um brúna bita sem verða eftir þegar mör er bræddur. Annað orð yfir sama er skræður. Margir kjósa að hafa þessa brúnu bita í viðbitinu með saltfiski eða skötu en aðrir vilja feiti sína hreina og sía þá frá.

Hamsar eru brúnir bitar sem verða eftir þegar mör er bræddur.

Orðið hams er annars einkum notað í orðasambandinu að vera / verða heitt í hamsi ‘vera / verða æstur eða reiður’.

Mynd:

Útgáfudagur

25.10.2017

Spyrjandi

Önundur Jónsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg?“ Vísindavefurinn, 25. október 2017. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=73190.

Guðrún Kvaran. (2017, 25. október). Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73190

Guðrún Kvaran. „Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2017. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73190>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.