Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?

EDS

Kvef er veirusjúkdómur sem berst á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef.

Vitað er um meira en 200 veirur sem geta valdið kvefi. Ekki hafa enn komið fram lyf sem geta læknað kvef og ekki er fyrirsjáanlegt að takist að framleiða bóluefni gegn kvefi í nánustu framtíð. Viðbrögð við kvefi byggist því fyrst og fremst á fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að draga úr líkum á smiti og síðan að reyna að minnka einkennin og draga úr þeim óþægindum sem þau valda ef menn smitast.

Til þess að draga úr líkum á að aðrir smitist ættu kvefaðir að hósta, hnerra og snýta sér í einnota pappírsþurrkur og henda þeim strax að því loknu.

Handþvottur er mjög einföld en áhrifarík leið til að draga úr líkum á smiti. Einnig er mikilvægt að forðast að koma við nef eða augu þeirra sem eru smitaðir eða fá á sig slím frá þessum stöðum. Þeir sem eru kvefaðir ættu að hósta, hnerra og snýta sér í einnota pappírsþurrkur og henda þeim strax að því loknu. Þannig minnka líkurnar á því að þeir smiti aðra.

Þó ekki sé hægt að lækna kvef er ýmislegt sem hægt er að gera til að meðhöndla einkennin og draga úr óþægindum sem geta fylgt kvefinu. Mikilvægt er að hvíla sig vel og nauðsynlegt að drekka mikinn vökva. Til þess að minnka stíflu í nefi er hægt að skola nefgöngin með saltvatni eða nota sérstakan nefúða sem fæst í apótekum án lyfseðils. Einnig er hægt að anda að sér gufu. Verkjastillandi lyf er hægt að nota til að lina höfuðverk og draga úr hita. Í sérstökum tilfellum eru antihistamín notuð til að draga úr rennsli úr augum og nefi.

Við gerð þessa svars var hafður til hliðsjónar pistill Sólveigar Dóru Magnúsdóttur, Kvef, sem birtur er á Doktor.is. Til frekari fróðleiks er lesendum bent á að kynna sér pistilinn í heild sinni.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um kvef, til dæmis:

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.4.2008

Síðast uppfært

25.6.2018

Spyrjandi

Perla Sólveig Reynisdóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2008, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7345.

EDS. (2008, 14. apríl). Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7345

EDS. „Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2008. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?
Kvef er veirusjúkdómur sem berst á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef.

Vitað er um meira en 200 veirur sem geta valdið kvefi. Ekki hafa enn komið fram lyf sem geta læknað kvef og ekki er fyrirsjáanlegt að takist að framleiða bóluefni gegn kvefi í nánustu framtíð. Viðbrögð við kvefi byggist því fyrst og fremst á fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að draga úr líkum á smiti og síðan að reyna að minnka einkennin og draga úr þeim óþægindum sem þau valda ef menn smitast.

Til þess að draga úr líkum á að aðrir smitist ættu kvefaðir að hósta, hnerra og snýta sér í einnota pappírsþurrkur og henda þeim strax að því loknu.

Handþvottur er mjög einföld en áhrifarík leið til að draga úr líkum á smiti. Einnig er mikilvægt að forðast að koma við nef eða augu þeirra sem eru smitaðir eða fá á sig slím frá þessum stöðum. Þeir sem eru kvefaðir ættu að hósta, hnerra og snýta sér í einnota pappírsþurrkur og henda þeim strax að því loknu. Þannig minnka líkurnar á því að þeir smiti aðra.

Þó ekki sé hægt að lækna kvef er ýmislegt sem hægt er að gera til að meðhöndla einkennin og draga úr óþægindum sem geta fylgt kvefinu. Mikilvægt er að hvíla sig vel og nauðsynlegt að drekka mikinn vökva. Til þess að minnka stíflu í nefi er hægt að skola nefgöngin með saltvatni eða nota sérstakan nefúða sem fæst í apótekum án lyfseðils. Einnig er hægt að anda að sér gufu. Verkjastillandi lyf er hægt að nota til að lina höfuðverk og draga úr hita. Í sérstökum tilfellum eru antihistamín notuð til að draga úr rennsli úr augum og nefi.

Við gerð þessa svars var hafður til hliðsjónar pistill Sólveigar Dóru Magnúsdóttur, Kvef, sem birtur er á Doktor.is. Til frekari fróðleiks er lesendum bent á að kynna sér pistilinn í heild sinni.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um kvef, til dæmis:

Mynd:...