Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn?

Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmáli og nýnorsku). Í ÍSLEX-orðabókinni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er danska og sænska þýðingin einungis ‘trenchcoat’. Sú þýðing er einnig gefin fyrir norsku en þýðingin ‘støvfrakk’ sögð gamaldags.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð rykfrakkinn vinsæl tískuflík. Myndin er tekin í Bandaríkjunum um 1919.

Rykfrakkinn fær nafn sitt af því að hann ver jakkaföt, kjóla og dragtir fyrir ryki og oftast bleytu. Hann varð vinsæll í Bretlandi eftir að Thomas Burberry setti á markað vatnshelda flík úr gaberdíni og poplíni í lok 19. aldar sem reyndist afar vel í skotgröfum í fyrri heimsstyrjöldinni og var borin bæði af breskum og frönskum hermönnum. Hún fékk nafnið trenchcoat en trench merkir ‘skotgröf’. Eftir stríð varð rykfrakkinn vinsæl tískuflík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.6.2017

Spyrjandi

Sveinbjörn Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2017, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73792.

Guðrún Kvaran. (2017, 30. júní). Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73792

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2017. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73792>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn?

Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmáli og nýnorsku). Í ÍSLEX-orðabókinni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er danska og sænska þýðingin einungis ‘trenchcoat’. Sú þýðing er einnig gefin fyrir norsku en þýðingin ‘støvfrakk’ sögð gamaldags.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð rykfrakkinn vinsæl tískuflík. Myndin er tekin í Bandaríkjunum um 1919.

Rykfrakkinn fær nafn sitt af því að hann ver jakkaföt, kjóla og dragtir fyrir ryki og oftast bleytu. Hann varð vinsæll í Bretlandi eftir að Thomas Burberry setti á markað vatnshelda flík úr gaberdíni og poplíni í lok 19. aldar sem reyndist afar vel í skotgröfum í fyrri heimsstyrjöldinni og var borin bæði af breskum og frönskum hermönnum. Hún fékk nafnið trenchcoat en trench merkir ‘skotgröf’. Eftir stríð varð rykfrakkinn vinsæl tískuflík.

Mynd:...