Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær!

Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna foreldranna við fæðuöflun enda stækka ungarnir hratt og verða sífellt þurftarfrekari. Hægt er að sjá á útliti unganna hve gamlir þeir eru. Þeir koma naktir og blindir í heiminn en sjö daga gamlir eru þeir komnir með dún. Sjónina fá þeir venjulega á níunda degi. Ungarnir dvelja í hreiðri í 21-23 daga.

Staraungar eru rétt um þrjár vikur í hreiðri.

Frá varpi og þar til ungarnir yfirgefa hreiðrið líða því yfirleitt um það bil 5 vikur. Miðað við það má ætla að við varp í kringum 1. maí yfirgefi ungarnir hreiðrið fyrstu dagana í júní. Ef varpið er seinna, til dæmis um miðjan maí, má gera ráð fyrir að ungarnir yfirgefi hreiðrið í kringum 20. júní.

Eftir að unginn yfirgefur hreiðrið er hann með móbrúnleitan fjaðurham, nokkuð frábrugðinn foreldrunum. Unginn fær hinn svartgrænglansandi ham nokkrum mánuðum síðar.

Þess má geta að starar sem lifa sunnan við 48°N verpa oft tvisvar á sumri og jafnvel þrisvar syðst á útbreiðslusvæðinu. Hér á landi verpa þeir aðeins einu sinni.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.6.2017

Spyrjandi

Anna María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74117.

Jón Már Halldórsson. (2017, 2. júní). Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74117

Jón Már Halldórsson. „Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74117>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær!

Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna foreldranna við fæðuöflun enda stækka ungarnir hratt og verða sífellt þurftarfrekari. Hægt er að sjá á útliti unganna hve gamlir þeir eru. Þeir koma naktir og blindir í heiminn en sjö daga gamlir eru þeir komnir með dún. Sjónina fá þeir venjulega á níunda degi. Ungarnir dvelja í hreiðri í 21-23 daga.

Staraungar eru rétt um þrjár vikur í hreiðri.

Frá varpi og þar til ungarnir yfirgefa hreiðrið líða því yfirleitt um það bil 5 vikur. Miðað við það má ætla að við varp í kringum 1. maí yfirgefi ungarnir hreiðrið fyrstu dagana í júní. Ef varpið er seinna, til dæmis um miðjan maí, má gera ráð fyrir að ungarnir yfirgefi hreiðrið í kringum 20. júní.

Eftir að unginn yfirgefur hreiðrið er hann með móbrúnleitan fjaðurham, nokkuð frábrugðinn foreldrunum. Unginn fær hinn svartgrænglansandi ham nokkrum mánuðum síðar.

Þess má geta að starar sem lifa sunnan við 48°N verpa oft tvisvar á sumri og jafnvel þrisvar syðst á útbreiðslusvæðinu. Hér á landi verpa þeir aðeins einu sinni.

Mynd:

...