Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?

Fjallabyggð og EDS

Ólafsfjarðarvatn er eins og nafnið bendir til í Ólafsfirði. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10 - 11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, um 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr því til sjávar. Ólafsfjarðarkaupstaður stendur að hluta til á þessu rifi. Ekki er talið ólíklegt að vatnið hafi áður fyrr verið alveg opið til sjávar en lokast svo af smám saman.

Ólafsfjörður og Ólafsfjarðarvatn.

Ólafsfjarðarvatn er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Vatnið er á náttúruminjaskrá og á vef Umhverfisstofnunar segir um það:
Mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði. Ferskt vatn flýtur ofan á söltu og verkar sem gler í gróðurhúsi á neðri lög. Mikið og fjölbreytt lífríki.

Ólafsfjarðarvatn var fyrr á árum og öldum mikil viðbót við matarforðabúr Ólafsfirðinga og bjargaði áreiðanlega mörgum frá hungri. Silungsveiði er með ágætum í vatninu og sjófiskar svo sem þorskur, ufsi, koli, síld og fleiri tegundir hafa veiðst þar öldum saman. Vegna þessa var Ólafsfjarðarvatn umtalað mjög og svo víða barst frægð þess að árið 1891 sendu Frakkar herskip til Ólafsfjarðar með hóp franskra vísindamanna sem rannsökuðu vatnið og var skrifað um niðurstöðurnar í virt franskt vísindarit.

Getið er um maurungsveiði í vatninu og það talið til hlunninda, en maurungur var sá þorskur nefndur sem veiddist í vatninu. Þá er getið um síldargöngur miklar á stundum. Frekar hefur dregið úr veiði sjófiska hin síðari ár. Bændur hafa netalagnir í vatninu á sumrin og veiðist oft nokkuð vel.

Mynd:


Uppistaðan í þessum texta er af vef Fjallabyggðar og er svarið birt með góðfúslegu leyfi. Efnið hefur verið lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Höfundar

Útgáfudagur

23.5.2018

Spyrjandi

Sophus Klein Jóhannsson

Tilvísun

Fjallabyggð og EDS. „Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74132.

Fjallabyggð og EDS. (2018, 23. maí). Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74132

Fjallabyggð og EDS. „Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74132>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?
Ólafsfjarðarvatn er eins og nafnið bendir til í Ólafsfirði. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10 - 11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, um 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr því til sjávar. Ólafsfjarðarkaupstaður stendur að hluta til á þessu rifi. Ekki er talið ólíklegt að vatnið hafi áður fyrr verið alveg opið til sjávar en lokast svo af smám saman.

Ólafsfjörður og Ólafsfjarðarvatn.

Ólafsfjarðarvatn er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Vatnið er á náttúruminjaskrá og á vef Umhverfisstofnunar segir um það:
Mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði. Ferskt vatn flýtur ofan á söltu og verkar sem gler í gróðurhúsi á neðri lög. Mikið og fjölbreytt lífríki.

Ólafsfjarðarvatn var fyrr á árum og öldum mikil viðbót við matarforðabúr Ólafsfirðinga og bjargaði áreiðanlega mörgum frá hungri. Silungsveiði er með ágætum í vatninu og sjófiskar svo sem þorskur, ufsi, koli, síld og fleiri tegundir hafa veiðst þar öldum saman. Vegna þessa var Ólafsfjarðarvatn umtalað mjög og svo víða barst frægð þess að árið 1891 sendu Frakkar herskip til Ólafsfjarðar með hóp franskra vísindamanna sem rannsökuðu vatnið og var skrifað um niðurstöðurnar í virt franskt vísindarit.

Getið er um maurungsveiði í vatninu og það talið til hlunninda, en maurungur var sá þorskur nefndur sem veiddist í vatninu. Þá er getið um síldargöngur miklar á stundum. Frekar hefur dregið úr veiði sjófiska hin síðari ár. Bændur hafa netalagnir í vatninu á sumrin og veiðist oft nokkuð vel.

Mynd:


Uppistaðan í þessum texta er af vef Fjallabyggðar og er svarið birt með góðfúslegu leyfi. Efnið hefur verið lítillega aðlagað Vísindavefnum.

...