Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp straujárnið?

Agnes Bára Andradóttir, Ásta Birgitta Dís Chilarolanzio og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið eftir tauinu til þess að slétta það.

Kefli og fjöl (sem á ensku kallast mangle board) sem notað var til að slétta tau. Þessir gripir eru norskir frá árinu 1796.

Í Evrópu á miðöldum var ýmsum aðferðum og tólum beitt til að slétta úr efni. Til dæmis notuðu víkingar einhvers konar rúnnað gleráhald til þess að strjúka yfir efni. Slík áhöld þekktust líka á Englandi og víðar og voru notuð fram eftir öldum. Annað áhald var nokkurs konar kefli sem klæðinu var vafið um og svo strokið yfir og þrýst á með fjöl, stundum fagurlega útskorinni. Einnig þekktust taupressur þar sem stærri klæði eða lín var pressað flatt á milli tveggja laga.

Fyrstu straujárnin sem líktust í útliti eitthvað því sem við þekkjum í dag komu fram á 14. öld. Þetta voru flöt járn, hituð yfir eldi og höfðu handfang. Til þess að koma í veg fyrir að klæðin yrðu öll sótug af járninu var þunnt efni sett á milli þegar straujað var. Það tók tíma að hita járnið og þess vegna var betra að vera með tvö eða fleiri járn til taks. Þannig var hægt að hafa eitt járn í hitun meðan annað var í notkun.

Straujárn frá 19. öld. Þessi járn hefur þurft að hita.

Um það bil tveimur öldum síðar kom fram sú nýjung að hafa straujárnið holt að innan þannig að þar mætti setja kol eða annan hitagjafa. Þannig var hægt að halda járninu heitu lengur og einnig var það ekki lengur eins skítugt af sóti og þegar það var hitað á eldi. Áfram voru þó notuð járn sem þurfti að hita við eld.

Þegar leið á 19. öldina komu fram ýmsar aðrar nýjungar. Sem dæmi má nefna straujárn með lausu tréhandfangi sem kom í veg fyrir að haldið yrði sjóðandi heitt þegar járnið var hitað. Einnig voru gerðar tilraunir með að hita straujárn með gasi, olíu, bensíni, paraffíni og öðrum orkugjöfum.

Dæmi um straujárn sem í voru sett kol eða annar varmagjafi.

Fyrsta rafmagnsstraujárnið er eignað Bandaríkjamanninum Henry W. Seeley sem fékk einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni árið 1882. Straujárn Seeleys var hitað með því að tengja það við rafmagn en var svo aftengt þegar byrjað var að strauja. Uppfinning Seeleys hafði þó þá ókosti að það var lengi að hitna en fljótt að kólna þannig að það þurfti mjög oft að gera hlé á straujuninni til að hita járnið aftur.

Í byrjun 20. aldar komu fram straujárn með snúru. Þau var hægt að hafa í sambandi á meðan unnið var. Það þótti mikil framför. Á þriðja áratug aldarinnar komu á markaðinn fyrstu straujárnin með hitastilli og þá fóru einnig að fást straujárn með vatnsúðara.

Þess má til gamans geta að elsta færsla þar sem orðið straujárn kemur fyrir á vefnum Tímarit.is er í blaðinu Þjóðólfi frá 1892. Þar auglýsir Verzlun Salomons Davidsens á Akranesi ýmsan varning til sölu, þar á meðal straujárn.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.6.2017

Síðast uppfært

21.6.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Agnes Bára Andradóttir, Ásta Birgitta Dís Chilarolanzio og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver fann upp straujárnið?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2017, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74181.

Agnes Bára Andradóttir, Ásta Birgitta Dís Chilarolanzio og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2017, 19. júní). Hver fann upp straujárnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74181

Agnes Bára Andradóttir, Ásta Birgitta Dís Chilarolanzio og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver fann upp straujárnið?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2017. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74181>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp straujárnið?
Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið eftir tauinu til þess að slétta það.

Kefli og fjöl (sem á ensku kallast mangle board) sem notað var til að slétta tau. Þessir gripir eru norskir frá árinu 1796.

Í Evrópu á miðöldum var ýmsum aðferðum og tólum beitt til að slétta úr efni. Til dæmis notuðu víkingar einhvers konar rúnnað gleráhald til þess að strjúka yfir efni. Slík áhöld þekktust líka á Englandi og víðar og voru notuð fram eftir öldum. Annað áhald var nokkurs konar kefli sem klæðinu var vafið um og svo strokið yfir og þrýst á með fjöl, stundum fagurlega útskorinni. Einnig þekktust taupressur þar sem stærri klæði eða lín var pressað flatt á milli tveggja laga.

Fyrstu straujárnin sem líktust í útliti eitthvað því sem við þekkjum í dag komu fram á 14. öld. Þetta voru flöt járn, hituð yfir eldi og höfðu handfang. Til þess að koma í veg fyrir að klæðin yrðu öll sótug af járninu var þunnt efni sett á milli þegar straujað var. Það tók tíma að hita járnið og þess vegna var betra að vera með tvö eða fleiri járn til taks. Þannig var hægt að hafa eitt járn í hitun meðan annað var í notkun.

Straujárn frá 19. öld. Þessi járn hefur þurft að hita.

Um það bil tveimur öldum síðar kom fram sú nýjung að hafa straujárnið holt að innan þannig að þar mætti setja kol eða annan hitagjafa. Þannig var hægt að halda járninu heitu lengur og einnig var það ekki lengur eins skítugt af sóti og þegar það var hitað á eldi. Áfram voru þó notuð járn sem þurfti að hita við eld.

Þegar leið á 19. öldina komu fram ýmsar aðrar nýjungar. Sem dæmi má nefna straujárn með lausu tréhandfangi sem kom í veg fyrir að haldið yrði sjóðandi heitt þegar járnið var hitað. Einnig voru gerðar tilraunir með að hita straujárn með gasi, olíu, bensíni, paraffíni og öðrum orkugjöfum.

Dæmi um straujárn sem í voru sett kol eða annar varmagjafi.

Fyrsta rafmagnsstraujárnið er eignað Bandaríkjamanninum Henry W. Seeley sem fékk einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni árið 1882. Straujárn Seeleys var hitað með því að tengja það við rafmagn en var svo aftengt þegar byrjað var að strauja. Uppfinning Seeleys hafði þó þá ókosti að það var lengi að hitna en fljótt að kólna þannig að það þurfti mjög oft að gera hlé á straujuninni til að hita járnið aftur.

Í byrjun 20. aldar komu fram straujárn með snúru. Þau var hægt að hafa í sambandi á meðan unnið var. Það þótti mikil framför. Á þriðja áratug aldarinnar komu á markaðinn fyrstu straujárnin með hitastilli og þá fóru einnig að fást straujárn með vatnsúðara.

Þess má til gamans geta að elsta færsla þar sem orðið straujárn kemur fyrir á vefnum Tímarit.is er í blaðinu Þjóðólfi frá 1892. Þar auglýsir Verzlun Salomons Davidsens á Akranesi ýmsan varning til sölu, þar á meðal straujárn.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...