Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:49 • Sest 17:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:38 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:55 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík

Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?

EDS

Í heild hljóðar spurningin svona:
Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma?

„Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi tegundir eftir því hvaða ber er um að ræða. Birkifeti (Rheumaptera hastata) er líklegastur til að fylgja bláberjatínslu en fleira kemur til greina varðandi krækiberin. Þessar lirfur gera berjaætum ekki neitt þótt þær berist ofan í maga, þar meltast þær bara eins og hvert annað prótín. Lendi þær í frystinum með berjunum þá drepast þær á skömmum tíma, fáeinum klukkustundum.

Birkifeti (Rheumaptera hastata), fullvaxin lirfa 15 mm.

Það sem hér hefur komið fram á við um íslenskar aðstæður. Víða erlendis þarf hins vegar að hafa varann á þar sem ber úti í náttúrunni geta verið menguð af bandormseggjum. Þessi egg eru upprunnin úr refaskít (Echinococcus multilocularis, sullafársbandormurinn sem lifir í rauðref) og eru hættuleg mönnum þegar þau eru óvart etin með berjum. Þessi bandormur er ekki á Íslandi og ættingjanum E. granulosus sem hér var eitt sinn landlægur og mikill meinvaldur, hefur verið útrýmt fyrir mörgum áratugum.

Aftur til Íslands og að birkifetanum sem margir hafa rekist á í berjamó. Birkifeti kemst gjarnan í fréttirnar þegar líður á ágústmánuð, ekki af því að hann valdi líkamlegum skaða þeim sem kunna að borða hann heldur hefur hann oft skemmt berjalyng á stórum svæðum og þannig takmarkað berjatínslu.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað um birkifeta og er textinn hér á eftir að mestu fenginn þaðan, með góðfúslegu leyfi.

Birkifeti finnst umhverfis norðurhvelið, í Norður-Evrópu, í Skandinavíu til nyrstu sveita, suður til Alpafjalla, austur um Asíu til Kína og Japans, norðanverð Norður-Ameríka frá norðurríkjum Bandaríkjanna vestur til Alaska og austur til Labrador. Á Íslandi er hann algengur í viðeigandi búsvæði á láglendi um land allt en fágætur á miðhálendinu.

Birkiskógar og bláberjalyngsmóar eru kjörlendi birkifeta. Hann lifir fyrst og fremst á birki (Betula pubescens) og bláberjalyngi (Vaccinium). Flugtíminn er fyrri hluta sumars, einkum í júní og fram í júlí, en fiðrildi hafa fundist á tímabilinu frá miðjum maí og allt til fyrstu daga í ágúst. Það heyrir þó til undantekninga að þau sjáist svo seint. Lirfurnar vaxa upp í samanspunnum laufblöðum frá seinni hluta júní og ná fullum vexti er líður á ágúst. Þær púpa sig á jörðinni, gjarnan innan um fallin laufblöð. Birkifeti brúar veturinn á púpustigi.

Bláberjalyng í Meðaldal við Dýrafjörð illa útleikið eftir birkifeta, 23. ágúst 2013.

Birkifeti er nokkuð fast bundinn kjörlendi sínu og sést sjaldnast á flögri fjarri því. Af honum eru umtalsverð áraskipti og þegar vel árar verður fjöldinn mikill. Grunur leikur á að birkifeta fari fjölgandi með hlýnandi loftslagi. Lirfurnar verða mikil átvögl þegar þær taka að ná fullum vexti um og upp úr miðjum ágúst. Þar sem mikið er af þeim geta þess vegna sést alvarleg merki á gróðri. Bláberjalyngsbrekkurnar geta þá orðið brúnar yfirlitum þar sem græni frumuvefur laufblaðanna er gjörsamlega uppétinn og einungis visinn og orpinn æðavefurinn stendur eftir á lyngsprotunum.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrfræðistofnun Íslands og Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöð HÍ að Keldum, fá þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við gerð þessa svars.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

31.8.2018

Spyrjandi

Skúlína Hlíf Kjartansdóttir

Tilvísun

EDS. „Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2018. Sótt 26. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=74410.

EDS. (2018, 31. ágúst). Eru ormar í berjum hættulegir mönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74410

EDS. „Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2018. Vefsíða. 26. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74410>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?
Í heild hljóðar spurningin svona:

Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma?

„Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi tegundir eftir því hvaða ber er um að ræða. Birkifeti (Rheumaptera hastata) er líklegastur til að fylgja bláberjatínslu en fleira kemur til greina varðandi krækiberin. Þessar lirfur gera berjaætum ekki neitt þótt þær berist ofan í maga, þar meltast þær bara eins og hvert annað prótín. Lendi þær í frystinum með berjunum þá drepast þær á skömmum tíma, fáeinum klukkustundum.

Birkifeti (Rheumaptera hastata), fullvaxin lirfa 15 mm.

Það sem hér hefur komið fram á við um íslenskar aðstæður. Víða erlendis þarf hins vegar að hafa varann á þar sem ber úti í náttúrunni geta verið menguð af bandormseggjum. Þessi egg eru upprunnin úr refaskít (Echinococcus multilocularis, sullafársbandormurinn sem lifir í rauðref) og eru hættuleg mönnum þegar þau eru óvart etin með berjum. Þessi bandormur er ekki á Íslandi og ættingjanum E. granulosus sem hér var eitt sinn landlægur og mikill meinvaldur, hefur verið útrýmt fyrir mörgum áratugum.

Aftur til Íslands og að birkifetanum sem margir hafa rekist á í berjamó. Birkifeti kemst gjarnan í fréttirnar þegar líður á ágústmánuð, ekki af því að hann valdi líkamlegum skaða þeim sem kunna að borða hann heldur hefur hann oft skemmt berjalyng á stórum svæðum og þannig takmarkað berjatínslu.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað um birkifeta og er textinn hér á eftir að mestu fenginn þaðan, með góðfúslegu leyfi.

Birkifeti finnst umhverfis norðurhvelið, í Norður-Evrópu, í Skandinavíu til nyrstu sveita, suður til Alpafjalla, austur um Asíu til Kína og Japans, norðanverð Norður-Ameríka frá norðurríkjum Bandaríkjanna vestur til Alaska og austur til Labrador. Á Íslandi er hann algengur í viðeigandi búsvæði á láglendi um land allt en fágætur á miðhálendinu.

Birkiskógar og bláberjalyngsmóar eru kjörlendi birkifeta. Hann lifir fyrst og fremst á birki (Betula pubescens) og bláberjalyngi (Vaccinium). Flugtíminn er fyrri hluta sumars, einkum í júní og fram í júlí, en fiðrildi hafa fundist á tímabilinu frá miðjum maí og allt til fyrstu daga í ágúst. Það heyrir þó til undantekninga að þau sjáist svo seint. Lirfurnar vaxa upp í samanspunnum laufblöðum frá seinni hluta júní og ná fullum vexti er líður á ágúst. Þær púpa sig á jörðinni, gjarnan innan um fallin laufblöð. Birkifeti brúar veturinn á púpustigi.

Bláberjalyng í Meðaldal við Dýrafjörð illa útleikið eftir birkifeta, 23. ágúst 2013.

Birkifeti er nokkuð fast bundinn kjörlendi sínu og sést sjaldnast á flögri fjarri því. Af honum eru umtalsverð áraskipti og þegar vel árar verður fjöldinn mikill. Grunur leikur á að birkifeta fari fjölgandi með hlýnandi loftslagi. Lirfurnar verða mikil átvögl þegar þær taka að ná fullum vexti um og upp úr miðjum ágúst. Þar sem mikið er af þeim geta þess vegna sést alvarleg merki á gróðri. Bláberjalyngsbrekkurnar geta þá orðið brúnar yfirlitum þar sem græni frumuvefur laufblaðanna er gjörsamlega uppétinn og einungis visinn og orpinn æðavefurinn stendur eftir á lyngsprotunum.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrfræðistofnun Íslands og Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöð HÍ að Keldum, fá þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við gerð þessa svars.

Heimildir og myndir:

...