Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum?

Rúnar Helgi Vignisson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur? Eru stikilber ekki allt önnur ber en huckleberries?

Þarna virðist spyrjandi hafa ratað á eina af ráðgátum íslenskrar þýðingasögu. Stikilsber, eins og þau eru jafnan kölluð nútildags, eru nefnilega ekki það sama og „huckleberries“. Stikilsber eru „gooseberries“ á ensku en „huckleberries“ hafa hins vegar verið þýdd sem steinabláber og stundum jafnvel sem aðalbláber. Það sem meira er, steinabláber eru eins og nafnið gefur til kynna blá á litinn en stikilsber eru græn eða gulleit og einnig brún eða rauðleit. Það er því talsverður munur á þessum berjategundum.

Flest afbrigði af huckleberries líkjast bláberjum. Á íslensku hafa þau verið nefnd steinabláber og stundum aðalbláber. Á myndinni er verið að tína villt huckleberries í Bandaríkjunum.

Það hefði þar af leiðandi verið nærtækara að þýða titilinn á bók Marks Twains sem Bláberja-Finnur ef þýðendur hefðu lagt megináherslu á að vera merkingunni trúir. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1945 og þýðandinn, Kristmundur Bjarnason, kann þó að hafa haft sínar ástæður. Hljóðin í Bláberja-Finnur og Stikil(s)berja-Finnur eru til dæmis mjög ólík. Segja má að hljómagangurinn í orðinu stikilsber sé svolítið áþekkur hljómaganginum í orðinu huckleberry.

Í báðum orðunum er hart k-hljóð í aðalhlutverki og atkvæðafjöldinn er svipaður. Og þó að stikilsber hafi verið ræktuð svolítið hérlendis þá eru þau samkvæmt orðanna hljóðan mun framandlegri fyrir Íslendingum en bláber sem kann einnig að hafa haft áhrif á niðurstöðu þýðandans enda var hann að þýða bók sem gerist á og við Mississippifljótið.

Hljóðin í Bláberja-Finnur og Stikil(s)berja-Finnur eru mjög ólík. Segja má að hljómagangurinn í orðinu stikilsber sé svolítið áþekkur hljómaganginum í orðinu huckleberry. Mynd af kápu Stikilberja-Finns frá 2. prentun Almenna bókafélagsins 1986.

Elsta dæmið sem finna má á timarit.is um orðið stikilber er frá 1851 og upp koma dæmi um notkun þess í íslenskum blöðum næstu áratugi. Í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar frá 1992 er komið eignarfalls s í titilinn: Stikilsberja-Finnur. Elsta dæmið um stikilsber á timarit.is er frá 1892. Það er úr blaði sem gefið var út í Vesturheimi og þar er orðið einmitt notað sem þýðing á „goosberries“. Árið 1897 eru dönsk stikilsber auglýst til sölu í innlendu blaði, Þjóðólfi, og þar er líka auglýst „Gooseberry Jelly“. Þetta bendir til þess að stikil(s)ber hafi ekki verið óþekkt hér á landi þó að engin leið virðist að sýna fram á að þýðendur Huckleberry-Finns hafi vitað af þeim og samsvörun þeirra í ensku máli.

Stikilsber nefnast á ensku gooseberries. Þau eru oft græn eða gulleit og einnig brún eða rauðleit.

Sú leið sem íslensku þýðendurnir fóru kann líka að vera til marks um það leyfi sem þýðendur tóku sér á þessum tíma – og taka sér stundum enn – þegar þýða skal titla. Sumpart gildir annað um bókartitla en meginmál, til þeirra eru gerðar aðrar kröfur en til texta á innsíðum. Titill þarf að vera grípandi og hann þarf að hljóma vel, helst ekkert ósvipað og upphaflegi titillinn. Þýðendur hafa farið ýmsar leiðir við að þýða titla í gegnum tíðina. Pippi Långstrump heitir til dæmis Lína langsokkur á íslensku (hét reyndar fyrst Lóa langsokkur), Catcher in the Rye heitir Bjargvætturinn í grasinu og Brekkukotsannáll heitir The Fish Can Sing í enskri þýðingu.

Á tímum Marks Twain voru steinabláber eða huckleberries stundum höfð í götumáli um menn sem áttu lítið undir sér enda berin ekki í hávegum höfð. Finnur er sagður vera úrhrak, sonur bæjarfyllibyttunnar, og virðist það ríma við þá skírskotun sem fólst í þessum berjum forðum daga.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Rúnar Helgi Vignisson

rithöfundur, þýðandi og prófessor í ritlist

Útgáfudagur

5.2.2018

Spyrjandi

Kristín Ágústsdóttir

Tilvísun

Rúnar Helgi Vignisson. „Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2018. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74464.

Rúnar Helgi Vignisson. (2018, 5. febrúar). Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74464

Rúnar Helgi Vignisson. „Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2018. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74464>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur? Eru stikilber ekki allt önnur ber en huckleberries?

Þarna virðist spyrjandi hafa ratað á eina af ráðgátum íslenskrar þýðingasögu. Stikilsber, eins og þau eru jafnan kölluð nútildags, eru nefnilega ekki það sama og „huckleberries“. Stikilsber eru „gooseberries“ á ensku en „huckleberries“ hafa hins vegar verið þýdd sem steinabláber og stundum jafnvel sem aðalbláber. Það sem meira er, steinabláber eru eins og nafnið gefur til kynna blá á litinn en stikilsber eru græn eða gulleit og einnig brún eða rauðleit. Það er því talsverður munur á þessum berjategundum.

Flest afbrigði af huckleberries líkjast bláberjum. Á íslensku hafa þau verið nefnd steinabláber og stundum aðalbláber. Á myndinni er verið að tína villt huckleberries í Bandaríkjunum.

Það hefði þar af leiðandi verið nærtækara að þýða titilinn á bók Marks Twains sem Bláberja-Finnur ef þýðendur hefðu lagt megináherslu á að vera merkingunni trúir. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1945 og þýðandinn, Kristmundur Bjarnason, kann þó að hafa haft sínar ástæður. Hljóðin í Bláberja-Finnur og Stikil(s)berja-Finnur eru til dæmis mjög ólík. Segja má að hljómagangurinn í orðinu stikilsber sé svolítið áþekkur hljómaganginum í orðinu huckleberry.

Í báðum orðunum er hart k-hljóð í aðalhlutverki og atkvæðafjöldinn er svipaður. Og þó að stikilsber hafi verið ræktuð svolítið hérlendis þá eru þau samkvæmt orðanna hljóðan mun framandlegri fyrir Íslendingum en bláber sem kann einnig að hafa haft áhrif á niðurstöðu þýðandans enda var hann að þýða bók sem gerist á og við Mississippifljótið.

Hljóðin í Bláberja-Finnur og Stikil(s)berja-Finnur eru mjög ólík. Segja má að hljómagangurinn í orðinu stikilsber sé svolítið áþekkur hljómaganginum í orðinu huckleberry. Mynd af kápu Stikilberja-Finns frá 2. prentun Almenna bókafélagsins 1986.

Elsta dæmið sem finna má á timarit.is um orðið stikilber er frá 1851 og upp koma dæmi um notkun þess í íslenskum blöðum næstu áratugi. Í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar frá 1992 er komið eignarfalls s í titilinn: Stikilsberja-Finnur. Elsta dæmið um stikilsber á timarit.is er frá 1892. Það er úr blaði sem gefið var út í Vesturheimi og þar er orðið einmitt notað sem þýðing á „goosberries“. Árið 1897 eru dönsk stikilsber auglýst til sölu í innlendu blaði, Þjóðólfi, og þar er líka auglýst „Gooseberry Jelly“. Þetta bendir til þess að stikil(s)ber hafi ekki verið óþekkt hér á landi þó að engin leið virðist að sýna fram á að þýðendur Huckleberry-Finns hafi vitað af þeim og samsvörun þeirra í ensku máli.

Stikilsber nefnast á ensku gooseberries. Þau eru oft græn eða gulleit og einnig brún eða rauðleit.

Sú leið sem íslensku þýðendurnir fóru kann líka að vera til marks um það leyfi sem þýðendur tóku sér á þessum tíma – og taka sér stundum enn – þegar þýða skal titla. Sumpart gildir annað um bókartitla en meginmál, til þeirra eru gerðar aðrar kröfur en til texta á innsíðum. Titill þarf að vera grípandi og hann þarf að hljóma vel, helst ekkert ósvipað og upphaflegi titillinn. Þýðendur hafa farið ýmsar leiðir við að þýða titla í gegnum tíðina. Pippi Långstrump heitir til dæmis Lína langsokkur á íslensku (hét reyndar fyrst Lóa langsokkur), Catcher in the Rye heitir Bjargvætturinn í grasinu og Brekkukotsannáll heitir The Fish Can Sing í enskri þýðingu.

Á tímum Marks Twain voru steinabláber eða huckleberries stundum höfð í götumáli um menn sem áttu lítið undir sér enda berin ekki í hávegum höfð. Finnur er sagður vera úrhrak, sonur bæjarfyllibyttunnar, og virðist það ríma við þá skírskotun sem fólst í þessum berjum forðum daga.

Heimildir:

Myndir:

...