Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?

Jón Már Halldórsson

Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eucyon, Vulpes og Nyctereutes, hafi borist yfir til Evrasíu í síðasta lagi snemma á plíósen-skeiðinu. Tegundir þessar voru ekki svokölluð topprándýr (e. apex predator) en það átti eftir að breytast með þeirri tegundaútgeislun sem varð meðal margra þessara tegunda sem aðlöguðust margvíslegum búsvæðum, svo sem steppum og skóglendi austast í Kína.

Elstu merki um fornúlfa er tegundin Canis chihilensis sem talin er hafa lifað í norðurhluta Kína fyrir um 3-4 milljónum árum. Jarðneskar leifar þessarar tegundar eru algengari í yngri jarðlögum sunnar í Kína, í Shanxi eru þær um 3 milljóna ára og í Yangyuna og Tadjikistan 2,5 milljón ára. Steingerðar leifar úlfa eru mun algengari í yngri jarðlögum og finnast þær víða í 1,8 milljón ára gömlum jarðlögum og virðist hafa orðið gríðarleg tegundaútgeislun meðal ættkvíslarinnar. Þetta helst í hendur við verulega kólnun veðurfars og myndun jökla og svokallaðra mammútasteppa í Evrasíu. Tegundir af ættkvíslinni Canis breiddu þá úr sér vestur á bóginn til Evrópu og voru þá alla vega þrjár tegundir komnar fram, Canis arnensis, C. etruscus og C. falconeri.

Talið er að gráúlfar hafi fyrst komið fram fyrir um 800.000 árum.

Talið er að Canis etruscus eða etrúrski úlfurinn, sé forfaðir úlfsins. Þessi úlfur var nokkuð smávaxnari en gráúlfar nútímans. Hann hafði útbreiðslu frá svæðunum við Miðjarðarhaf alla leið austur til Kína. Etrúrski úlfurinn var líkt og frændur hans af Canis-ættkvíslinni óskilgetið afkvæmi steppanna sem voru ríkjandi búsvæði í Evrasíu fyrir milljón árum. Tegundin hefur eflaust þróast í mismunandi deilitegundir og jafnvel í aðrar tegundir svo sem mosbach-úlfinn (Canis mosbachensis). Ágreiningur er þó meðal vísindamanna um það hvort mosbach-úlfurinn sé deilitegund etrúrska úlfsins eða sérstök tegund. Einnig gæti hann verið deilitegund gráúlfsins. Ekki verður farið nánar út í þær vangaveltur hér.

Mosbach-úlfurinn lifði í Evrópu og austur að sléttum Rússlands. Steingerðar leifar hans hafa fundist í vesturhluta Þýskalands en steppur voru þá ríkjandi á þeim slóðum. Hafa þessir úlfar þá herjað í hópum á gresjudýrin, til dæmis hreindýr (Rangifer tarandus) og loðnashyrninga (Coelodonta antiquitatis), sem lifðu á þurrum ísaldasteppunum.

Höfuðkúpa mosbach-úlfs.

Telja má að úlfarnir hafi meðal annars herjað á ungviði stóru steppudýrana líkt og gráúlfar gera í dag á túndrusvæðum norðurhjarans. Mosbach-úlfar voru topprándýr en á svipuðum tíma kom fram úlfategund sem nefnist á fræðimáli Canis variabilis og var ríkjandi á svæðum sem í dag eru Kína.

Sennilega hefur mosbach-úlfurinn kvíslast í gráúlf og rauðúlf (Canis rufus) fyrir um 800.000 árum Gráúlfurinn náði geysilega mikilli útbreiðslu í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu og má segja að hann hafi verið það rándýr sem hefur vegnað hvað best af rándýrum þurrlendisins á síðastliðnum árþúsundum, þar til maðurinn (Homo sapiens) kom til sögunnar og fór að láta til sín taka.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Nowak, R. M. (2003). Wolf evolution and taxonomy. Í L. D. Mech og L. Boitani (ritstj.), Wolves: Behaviour, Ecology and Conservation (bls. 239-258). Chicago, University of Chicago Press.
  • Wang, X. og Tedford, R. H. (2008). Dogs: Their Fossil Relatives and Evolutionary History. New York: Columbia University Press.
  • Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir? eftir Jón Má Halldórsson.
  • Hvað éta úlfar? eftir Jón Má Halldórsson.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.10.2020

Spyrjandi

Laufey Ósk Grímsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?“ Vísindavefurinn, 27. október 2020, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74641.

Jón Már Halldórsson. (2020, 27. október). Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74641

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2020. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74641>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?
Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eucyon, Vulpes og Nyctereutes, hafi borist yfir til Evrasíu í síðasta lagi snemma á plíósen-skeiðinu. Tegundir þessar voru ekki svokölluð topprándýr (e. apex predator) en það átti eftir að breytast með þeirri tegundaútgeislun sem varð meðal margra þessara tegunda sem aðlöguðust margvíslegum búsvæðum, svo sem steppum og skóglendi austast í Kína.

Elstu merki um fornúlfa er tegundin Canis chihilensis sem talin er hafa lifað í norðurhluta Kína fyrir um 3-4 milljónum árum. Jarðneskar leifar þessarar tegundar eru algengari í yngri jarðlögum sunnar í Kína, í Shanxi eru þær um 3 milljóna ára og í Yangyuna og Tadjikistan 2,5 milljón ára. Steingerðar leifar úlfa eru mun algengari í yngri jarðlögum og finnast þær víða í 1,8 milljón ára gömlum jarðlögum og virðist hafa orðið gríðarleg tegundaútgeislun meðal ættkvíslarinnar. Þetta helst í hendur við verulega kólnun veðurfars og myndun jökla og svokallaðra mammútasteppa í Evrasíu. Tegundir af ættkvíslinni Canis breiddu þá úr sér vestur á bóginn til Evrópu og voru þá alla vega þrjár tegundir komnar fram, Canis arnensis, C. etruscus og C. falconeri.

Talið er að gráúlfar hafi fyrst komið fram fyrir um 800.000 árum.

Talið er að Canis etruscus eða etrúrski úlfurinn, sé forfaðir úlfsins. Þessi úlfur var nokkuð smávaxnari en gráúlfar nútímans. Hann hafði útbreiðslu frá svæðunum við Miðjarðarhaf alla leið austur til Kína. Etrúrski úlfurinn var líkt og frændur hans af Canis-ættkvíslinni óskilgetið afkvæmi steppanna sem voru ríkjandi búsvæði í Evrasíu fyrir milljón árum. Tegundin hefur eflaust þróast í mismunandi deilitegundir og jafnvel í aðrar tegundir svo sem mosbach-úlfinn (Canis mosbachensis). Ágreiningur er þó meðal vísindamanna um það hvort mosbach-úlfurinn sé deilitegund etrúrska úlfsins eða sérstök tegund. Einnig gæti hann verið deilitegund gráúlfsins. Ekki verður farið nánar út í þær vangaveltur hér.

Mosbach-úlfurinn lifði í Evrópu og austur að sléttum Rússlands. Steingerðar leifar hans hafa fundist í vesturhluta Þýskalands en steppur voru þá ríkjandi á þeim slóðum. Hafa þessir úlfar þá herjað í hópum á gresjudýrin, til dæmis hreindýr (Rangifer tarandus) og loðnashyrninga (Coelodonta antiquitatis), sem lifðu á þurrum ísaldasteppunum.

Höfuðkúpa mosbach-úlfs.

Telja má að úlfarnir hafi meðal annars herjað á ungviði stóru steppudýrana líkt og gráúlfar gera í dag á túndrusvæðum norðurhjarans. Mosbach-úlfar voru topprándýr en á svipuðum tíma kom fram úlfategund sem nefnist á fræðimáli Canis variabilis og var ríkjandi á svæðum sem í dag eru Kína.

Sennilega hefur mosbach-úlfurinn kvíslast í gráúlf og rauðúlf (Canis rufus) fyrir um 800.000 árum Gráúlfurinn náði geysilega mikilli útbreiðslu í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu og má segja að hann hafi verið það rándýr sem hefur vegnað hvað best af rándýrum þurrlendisins á síðastliðnum árþúsundum, þar til maðurinn (Homo sapiens) kom til sögunnar og fór að láta til sín taka.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Nowak, R. M. (2003). Wolf evolution and taxonomy. Í L. D. Mech og L. Boitani (ritstj.), Wolves: Behaviour, Ecology and Conservation (bls. 239-258). Chicago, University of Chicago Press.
  • Wang, X. og Tedford, R. H. (2008). Dogs: Their Fossil Relatives and Evolutionary History. New York: Columbia University Press.
  • Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir? eftir Jón Má Halldórsson.
  • Hvað éta úlfar? eftir Jón Má Halldórsson.

Myndir:...