Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Registry, eða stillingaskrá[1], er gagnasafn yfir stillingar og stöður fyrir stýrikerfið Microsoft Windows og forrit sem eru uppsett á því. Það hefur verið hluti af öllum útgáfum af Windows-stýrikerfinu síðan Windows 3.1 (sem kom út 1992). Það er mikill kostur fyrir stýrikerfi að hafa allar upplýsingar og stillingar á einum stað þannig að allir undirhlutar stýrikerfisins noti sömu gildi. Þegar ný notendaforrit eru sett upp (e. installed) á Windows-tölvu þá er yfirleitt byrjað á því að skrá ýmsar upplýsingar um það í stillingaskrána, svo sem staðsetningu þess, hvernig á að ræsa það, sjálfgefin gildi á stillingum þess og fleira þess háttar.

Áður en stillingaskráin kom til sögunnar voru stillingar einstakra forrita oftast geymdar í svokölluðum INI-skrám (stytting á "initialization"), eða upphafsstillingaskrám. Þetta eru textaskrár sem gjarnan eru geymdar á sama stað og keyrsluskrá forritsins. Það er hægt að breyta þeim með venjulegum ritli og hægt að skipta þeim út fyrir aðrar ef maður vill gerbreyta stillingunum. Í dag nota flest notendaforrit Windows-stillingaskránna til að geyma upplýsingar og stillingar, en sum einfaldari forrit velja að nota frekar INI-skrár.

Hægt er að skoða og breyta gildum í Windows-stillingaskránni með forriti sem heitir regedit.exe. Myndin sýnir skjáskot úr því forriti.

Hægt er að skoða og breyta gildum í Windows-stillingaskránni með forriti sem heitir regedit.exe (stendur fyrir "Registry Editor"). Stillingaskráin er sett upp sem stigveldi (e. hierarchy), þar sem stillingarnar eru flokkaðar eftir hlutverki þeirra. Þar er til dæmis einn flokkur sem heitir HKEY_LOCAL_MACHINE og geymir upplýsingar og stillingar sem eiga við tölvuna sjálfa. Undir þessum flokki er til dæmis flokkurinn SOFTWARE, en í honum er ein grein fyrir hvert forrit sem uppsett er á tölvunni. Annar af aðalflokkunum heitir HKEY_CURRENT_USER og þar eru geymdar stillingar sem eiga við núverandi notanda og stillingar sem eingöngu eiga við hann, bæði fyrir einstök forrit og stýrikerfið sjálft.

Það getur verið varasamt að breyta gildum með stillingaritlinum regedit, því einstakar stillingarnar geta tengst og ef einu gildi er breytt, en öðru ekki þá getur komið upp staða sem forritið kann ekki að meðhöndla og lendir þá í vandræðum í keyrslu. Þetta á sérstaklega við um stillingar fyrir stýrikerfið. Venjulegir notendur ættu aldrei að þurfa að nota stillingaritilinn, en fyrir lengra komna notendur eða kerfisstjóra getur verið gott að kunna á stillingaskrána og að geta notað stillingaritilinn til að fínstilla stýrikerfið eða einstök forrit.

Það eru til forrit sem þykjast geta hreinsað stillingaskránna (e. registry cleaners) og þar með aukið hraða tölvunnar. Yfirleitt eru þessi forrit einskis virði. Í einstaka tilfellum verða gildi í stillingaskránni úrelt, til dæmis þegar við tökum niður (e. uninstall) forrit úr tölvunni og stillingar þess verða eftir í stillingaskránni. Langflest forrit hreinsa reyndar til eftir sig í stillingaskránni þegar þau eru tekin niður. En jafnvel þó það séu nokkrar úreltar stillingar eftir í stillingaskránni þá hefur það nánast engin áhrif á hraða tölvunnar, því stillingaskráin inniheldur gjarnan nokkur hundruð þúsunda löglegra stillinga og það munar ekkert um nokkrar stillingar sem enginn notar.

Tilvísun:
  1. ^ Í Tölvuorðasafninu er hugtakið registry þýtt sem búnaðargagnasafn. Það er óþarflega langt og óþjált og lýsir hugtakinu ekki nógu vel. Höfundar þessa svars notar þess vegna stillingaskrá. Orðið skrá er þá notað yfir það sem á ensku kallast "list" en ekki "file".

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2018

Spyrjandi

Árni Karl Ellertsson Peiser

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2018, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75017.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2018, 22. janúar). Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75017

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2018. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?
Registry, eða stillingaskrá[1], er gagnasafn yfir stillingar og stöður fyrir stýrikerfið Microsoft Windows og forrit sem eru uppsett á því. Það hefur verið hluti af öllum útgáfum af Windows-stýrikerfinu síðan Windows 3.1 (sem kom út 1992). Það er mikill kostur fyrir stýrikerfi að hafa allar upplýsingar og stillingar á einum stað þannig að allir undirhlutar stýrikerfisins noti sömu gildi. Þegar ný notendaforrit eru sett upp (e. installed) á Windows-tölvu þá er yfirleitt byrjað á því að skrá ýmsar upplýsingar um það í stillingaskrána, svo sem staðsetningu þess, hvernig á að ræsa það, sjálfgefin gildi á stillingum þess og fleira þess háttar.

Áður en stillingaskráin kom til sögunnar voru stillingar einstakra forrita oftast geymdar í svokölluðum INI-skrám (stytting á "initialization"), eða upphafsstillingaskrám. Þetta eru textaskrár sem gjarnan eru geymdar á sama stað og keyrsluskrá forritsins. Það er hægt að breyta þeim með venjulegum ritli og hægt að skipta þeim út fyrir aðrar ef maður vill gerbreyta stillingunum. Í dag nota flest notendaforrit Windows-stillingaskránna til að geyma upplýsingar og stillingar, en sum einfaldari forrit velja að nota frekar INI-skrár.

Hægt er að skoða og breyta gildum í Windows-stillingaskránni með forriti sem heitir regedit.exe. Myndin sýnir skjáskot úr því forriti.

Hægt er að skoða og breyta gildum í Windows-stillingaskránni með forriti sem heitir regedit.exe (stendur fyrir "Registry Editor"). Stillingaskráin er sett upp sem stigveldi (e. hierarchy), þar sem stillingarnar eru flokkaðar eftir hlutverki þeirra. Þar er til dæmis einn flokkur sem heitir HKEY_LOCAL_MACHINE og geymir upplýsingar og stillingar sem eiga við tölvuna sjálfa. Undir þessum flokki er til dæmis flokkurinn SOFTWARE, en í honum er ein grein fyrir hvert forrit sem uppsett er á tölvunni. Annar af aðalflokkunum heitir HKEY_CURRENT_USER og þar eru geymdar stillingar sem eiga við núverandi notanda og stillingar sem eingöngu eiga við hann, bæði fyrir einstök forrit og stýrikerfið sjálft.

Það getur verið varasamt að breyta gildum með stillingaritlinum regedit, því einstakar stillingarnar geta tengst og ef einu gildi er breytt, en öðru ekki þá getur komið upp staða sem forritið kann ekki að meðhöndla og lendir þá í vandræðum í keyrslu. Þetta á sérstaklega við um stillingar fyrir stýrikerfið. Venjulegir notendur ættu aldrei að þurfa að nota stillingaritilinn, en fyrir lengra komna notendur eða kerfisstjóra getur verið gott að kunna á stillingaskrána og að geta notað stillingaritilinn til að fínstilla stýrikerfið eða einstök forrit.

Það eru til forrit sem þykjast geta hreinsað stillingaskránna (e. registry cleaners) og þar með aukið hraða tölvunnar. Yfirleitt eru þessi forrit einskis virði. Í einstaka tilfellum verða gildi í stillingaskránni úrelt, til dæmis þegar við tökum niður (e. uninstall) forrit úr tölvunni og stillingar þess verða eftir í stillingaskránni. Langflest forrit hreinsa reyndar til eftir sig í stillingaskránni þegar þau eru tekin niður. En jafnvel þó það séu nokkrar úreltar stillingar eftir í stillingaskránni þá hefur það nánast engin áhrif á hraða tölvunnar, því stillingaskráin inniheldur gjarnan nokkur hundruð þúsunda löglegra stillinga og það munar ekkert um nokkrar stillingar sem enginn notar.

Tilvísun:
  1. ^ Í Tölvuorðasafninu er hugtakið registry þýtt sem búnaðargagnasafn. Það er óþarflega langt og óþjált og lýsir hugtakinu ekki nógu vel. Höfundar þessa svars notar þess vegna stillingaskrá. Orðið skrá er þá notað yfir það sem á ensku kallast "list" en ekki "file".

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

...