Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, til dæmis heilsu þeirra og viðhorf varðandi heilsu og veikindi. Í flestum tilfellum falla rannsóknir hennar undir samanburðarrannsóknir, þar sem hún ber Ísland oft saman við önnur lönd.

Sigrún er höfundur og meðhöfundur margra alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina sem birst hafa í virtustu tímaritum félagsfræðinnar. Hún hefur haft frumkvæði af þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum um félagslegan ójöfnuð, geðheilbrigði og gildismat. Rannsóknir hennar hafa meðal annars verið styrktar af National Science Foundation og National Institutes of Health í Bandaríkjunum, en einnig hefur hún fengið styrki frá innlendum rannsóknasjóðum til að tryggja þátttöku Íslands í alþjóðlegum verkefnum.

Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði. Í rannsóknum sínum hefur Sigrún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu.

Sigrún er íslenskur ritstjóri Scandinavian Journal of Public Health og hefur setið í ritstjórnum annarra alþjóðlegra vísindarita á sviði félagsfræðinnar. Hún hefur gegnt ábyrgðarstöðum innan American Sociological Association og skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, bæði á Íslandi og annars staðar.

Sigrún er fædd árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1994, BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1998, MA-prófi í félagsfræði frá Indiana háskólanum í Bandaríkjunum 2002 og doktorsprófi í félagsfræði frá sama skóla 2007.

Doktorsverkefni hennar fjallaði um hvernig og hvers vegna geðræn vandamál hafa verið sjúkdómsvædd í þróuðum iðnríkjum. Ritgerð hennar hlaut Esther L. Kinsley-verðlaunin við Indiana-háskólann en þau eru veitt árlega fyrir bestu doktorsritgerðina sem skrifuð er við skólann. Að auki hlaut hún verðlaun American Sociological Association fyrir bestu doktorsritgerð í geðheilsufélagsfræði árið 2007.

Sigrún gegndi stöðu lektors og síðan dósents með æviráðningu við Boston-háskóla frá 2007 til 2016, en það ár flutti hún til Íslands og hóf störf sem prófessor í félagsfræði.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

8.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2018, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75034.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75034

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2018. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75034>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, til dæmis heilsu þeirra og viðhorf varðandi heilsu og veikindi. Í flestum tilfellum falla rannsóknir hennar undir samanburðarrannsóknir, þar sem hún ber Ísland oft saman við önnur lönd.

Sigrún er höfundur og meðhöfundur margra alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina sem birst hafa í virtustu tímaritum félagsfræðinnar. Hún hefur haft frumkvæði af þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum um félagslegan ójöfnuð, geðheilbrigði og gildismat. Rannsóknir hennar hafa meðal annars verið styrktar af National Science Foundation og National Institutes of Health í Bandaríkjunum, en einnig hefur hún fengið styrki frá innlendum rannsóknasjóðum til að tryggja þátttöku Íslands í alþjóðlegum verkefnum.

Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði. Í rannsóknum sínum hefur Sigrún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu.

Sigrún er íslenskur ritstjóri Scandinavian Journal of Public Health og hefur setið í ritstjórnum annarra alþjóðlegra vísindarita á sviði félagsfræðinnar. Hún hefur gegnt ábyrgðarstöðum innan American Sociological Association og skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, bæði á Íslandi og annars staðar.

Sigrún er fædd árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1994, BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1998, MA-prófi í félagsfræði frá Indiana háskólanum í Bandaríkjunum 2002 og doktorsprófi í félagsfræði frá sama skóla 2007.

Doktorsverkefni hennar fjallaði um hvernig og hvers vegna geðræn vandamál hafa verið sjúkdómsvædd í þróuðum iðnríkjum. Ritgerð hennar hlaut Esther L. Kinsley-verðlaunin við Indiana-háskólann en þau eru veitt árlega fyrir bestu doktorsritgerðina sem skrifuð er við skólann. Að auki hlaut hún verðlaun American Sociological Association fyrir bestu doktorsritgerð í geðheilsufélagsfræði árið 2007.

Sigrún gegndi stöðu lektors og síðan dósents með æviráðningu við Boston-háskóla frá 2007 til 2016, en það ár flutti hún til Íslands og hóf störf sem prófessor í félagsfræði.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...