Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta efnisbyggingu þeirra á nanóskala, til dæmis í örgranna nanóvíra. Einnig hefur Halldór unnið að nýstárlegum aðferðum til að prenta örsmæðarmynstur á kísilflögur með því að nýta víxlhrif í laser-ljósi.

Halldór hefur unnið að nýstárlegum aðferðum til að prenta örsmæðarmynstur á kísilflögur. Rafeindasmásjármynd af kísil-nanóvírum sem framleiddir voru í samstarfi HR, HÍ og Texasháskóla.

Halldór hefur rannsakað blágræna þörunga við Bláa Lónið og jarðsjó þess. Þörungarannsóknirnar hafa gengið út á að skoða kolefnisbindingu þörunganna og vinnslu verðmætra afurða úr þeim, meðal annars til nota í húðvörur. Helstu samstarfsaðilar Halldórs hafa verið vísindamenn við Háskólann í Texas við Arlington í Bandaríkjunum, Bláa Lónið hf, National Institute of Materials Physics í Rúmeníu, Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Halldór er fæddur 1966 og lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1986. Eftir stúdentspróf vann hann um skeið sem rannsóknamaður við Iðntæknistofnum Íslands (nú hluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands) sem vakti áhuga hans á rannsóknamiðuðu námi. Hann lauk BS-prófi í efnafræði við Háskóla Íslands 1992 og MS-prófi í efnisverkfræði við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi árið 1996. Sama ár var hann ráðinn sem verkfræðingur við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans og hóf upp úr því doktorsnám í eðlisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2003.

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.

Að námi loknu starfaði Halldór á Rannsóknastofnun Byggingariðnaðarins (nú hluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands) við rannsóknir á steinsteypu en var ráðinn til Háskólans í Reykjavík í ársbyrjun 2006. Frá 2013 hefur Halldór verið forstöðumaður Rannsóknarráðs Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Halldór hefur æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.

Myndir:
  • Úr safni HGS.

Útgáfudagur

17.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2018. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75068.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 17. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75068

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2018. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75068>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?
Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta efnisbyggingu þeirra á nanóskala, til dæmis í örgranna nanóvíra. Einnig hefur Halldór unnið að nýstárlegum aðferðum til að prenta örsmæðarmynstur á kísilflögur með því að nýta víxlhrif í laser-ljósi.

Halldór hefur unnið að nýstárlegum aðferðum til að prenta örsmæðarmynstur á kísilflögur. Rafeindasmásjármynd af kísil-nanóvírum sem framleiddir voru í samstarfi HR, HÍ og Texasháskóla.

Halldór hefur rannsakað blágræna þörunga við Bláa Lónið og jarðsjó þess. Þörungarannsóknirnar hafa gengið út á að skoða kolefnisbindingu þörunganna og vinnslu verðmætra afurða úr þeim, meðal annars til nota í húðvörur. Helstu samstarfsaðilar Halldórs hafa verið vísindamenn við Háskólann í Texas við Arlington í Bandaríkjunum, Bláa Lónið hf, National Institute of Materials Physics í Rúmeníu, Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Halldór er fæddur 1966 og lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1986. Eftir stúdentspróf vann hann um skeið sem rannsóknamaður við Iðntæknistofnum Íslands (nú hluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands) sem vakti áhuga hans á rannsóknamiðuðu námi. Hann lauk BS-prófi í efnafræði við Háskóla Íslands 1992 og MS-prófi í efnisverkfræði við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi árið 1996. Sama ár var hann ráðinn sem verkfræðingur við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans og hóf upp úr því doktorsnám í eðlisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2003.

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.

Að námi loknu starfaði Halldór á Rannsóknastofnun Byggingariðnaðarins (nú hluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands) við rannsóknir á steinsteypu en var ráðinn til Háskólans í Reykjavík í ársbyrjun 2006. Frá 2013 hefur Halldór verið forstöðumaður Rannsóknarráðs Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Halldór hefur æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.

Myndir:
  • Úr safni HGS.

...