Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gervitungl á Háskólatorgi

Ritstjórn Vísindavefsins

Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð.

Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki síst með hagnýtingu nanótækni, hafa þau minnkað hratt. Gervitunglið á Háskólatorgi kallast Planet Labs og er mjög smátt miðað við „hefðbundin“ gervitungl eða aðeins um fjögur kílógrömm að þyngd, 30 sentímetrar á lengd og 10 sentímetrar á breidd.

Gervitungl verður til sýnis á Háskólatorgi 15. til 18. janúar 2018.

Gervitunglum eins og þessum er skotið á sporbaug með hefðbundnum eldflaugum og þeim komið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þaðan sett á sporbaug í 500 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar svífa gervitunglin síðan milli póla eða í norður-suður stefnu yfir jörðinni sem snýst frá austri til vesturs.

Gervitungl eins og það sem sýnt verður á Háskólatorgi er einungis 90 mínútur að fara umhverfis jörðina en í dag er 291 sambærilegt tungl á braut um jörð og af þeim taka 189 daglega fjarkönnunarmyndir á ferðalagi sínu.

Það er íslenska fyrirtækið ÍAV sem hefur milligöngu um flutning á tunglinu til landsins en ÍAV þjónustar jarðstöð bandaríska fyrirtækisins Planet Labs sem rekur þessi tungl. Jarðstöðin er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Á einum sólarhring senda gervitunglin sem Planet Labs rekur fimm til sex terabæti af gögnum og jarðstöðin á Ásbrú tekur við hartnær helmingnum af þeim gögnum. Þess má geta að ÍAV sá um byggingu á Háskólatorgi þar sem gervitunglið verður sýnt.

Allir eru velkomnir á Háskólatorg að skoða gervitunglið dagana 15. til 18. janúar.

Mynd:

Útgáfudagur

15.1.2018

Síðast uppfært

5.2.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gervitungl á Háskólatorgi.“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2018, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75108.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2018, 15. janúar). Gervitungl á Háskólatorgi. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75108

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gervitungl á Háskólatorgi.“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2018. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75108>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gervitungl á Háskólatorgi
Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð.

Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki síst með hagnýtingu nanótækni, hafa þau minnkað hratt. Gervitunglið á Háskólatorgi kallast Planet Labs og er mjög smátt miðað við „hefðbundin“ gervitungl eða aðeins um fjögur kílógrömm að þyngd, 30 sentímetrar á lengd og 10 sentímetrar á breidd.

Gervitungl verður til sýnis á Háskólatorgi 15. til 18. janúar 2018.

Gervitunglum eins og þessum er skotið á sporbaug með hefðbundnum eldflaugum og þeim komið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þaðan sett á sporbaug í 500 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar svífa gervitunglin síðan milli póla eða í norður-suður stefnu yfir jörðinni sem snýst frá austri til vesturs.

Gervitungl eins og það sem sýnt verður á Háskólatorgi er einungis 90 mínútur að fara umhverfis jörðina en í dag er 291 sambærilegt tungl á braut um jörð og af þeim taka 189 daglega fjarkönnunarmyndir á ferðalagi sínu.

Það er íslenska fyrirtækið ÍAV sem hefur milligöngu um flutning á tunglinu til landsins en ÍAV þjónustar jarðstöð bandaríska fyrirtækisins Planet Labs sem rekur þessi tungl. Jarðstöðin er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Á einum sólarhring senda gervitunglin sem Planet Labs rekur fimm til sex terabæti af gögnum og jarðstöðin á Ásbrú tekur við hartnær helmingnum af þeim gögnum. Þess má geta að ÍAV sá um byggingu á Háskólatorgi þar sem gervitunglið verður sýnt.

Allir eru velkomnir á Háskólatorg að skoða gervitunglið dagana 15. til 18. janúar.

Mynd:

...