
Árið 1918 er sérstakt í sögu Nóbelsverðlaunanna að því leyti að aldrei hafa fleiri fæðst á einu ári sem áttu eftir að hljóta verðlaunin. Á súluritinu sést fjöldi verðlaunahafa sem fæddust ár hvert frá 1897 til 1956. Á engu ári þar á undan fæddust 10 eða fleiri Nóbelsverðlaunahafar og enn sem komið er hefur enginn árgangur eftir 1948 átt fleiri en 10 verðlaunahafa (hvað sem síðar verður).
| Nafn | Verðlaun | Ár |
| Aleksandr Solzhenitsyn | bókmenntir | 1970 |
| Arthur Kornberg | lífeðlis- og læknisfræði | 1959 |
| Bertram N. Brockhouse | eðlisfræði | 1994 |
| Derek H. R. Barton | efnafræði | 1969 |
| Edward B. Lewis | lífeðlis- og læknisfræði | 1995 |
| Edwin G. Krebs | lífeðlis- og læknisfræði | 1992 |
| Ernst Otto Fischer | efnafræði | 1973 |
| Franco Modigliani | hagfræði | 1985 |
| Frederick Reines | eðlisfræði | 1995 |
| Frederick Sanger | efnafræði | 1958 og 1980 |
| Gertrude B. Elion | lífeðlis- og læknisfræði | 1988 |
| James Tobin | hagfræði | 1981 |
| Jens C. Skou | efnafræði | 1997 |
| Jerome Karle | efnafræði | 1985 |
| Julian Schwinger | eðlisfræði | 1965 |
| Kai M. Siegbahn | eðlisfræði | 1981 |
| Kenichi Fukui | efnafræði | 1981 |
| Sir Martin Ryle | eðlisfræði | 1974 |
| Mohamed Anwar al-Sadat | friðarverðlaun | 1978 |
| Nelson Mandela | friðarverðlaun | 1999 |
| Paul D. Boyer | efnafræði | 1997 |
| Richard P. Feynman | eðlisfræði | 1965 |

Bandaríski eðlisfræðingurinn Richard P. Feynman er einn þeirra 22 Nóbelsverðlaunahafa sem fæddust árið 1918.
- Nobel Laureate Birthdays - Nobelprize.org. (Sótt 24. 1. 2018).
- Reperes - World War 1 casualities. (Sótt 25.01.2018).
- Súluritið er gert af ritstjórn Vísindavefsins.
- File:Richard-feynman.jpg - Wikipedia. (Sótt 31.01.2018).
