Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ágúst Kvaran er prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snerta samspil ljóss og efnis. Ágúst hefur lagt áherslu á öflun upplýsinga um eiginleika sameinda með litrófsmælingum og rannsakað áhrif orkuríkrar geislunar á efni. Meðal verkefna eru ákvarðanir á lögun sameinda með aðferðum segulómunar og örbylgjugeislunar og rannsóknir á orkueiginleikum sameinda út frá sýnilegri og útfjólublárri geislun. Með notkun hringhraðla víða um heim hefur hann kannað áhrif útfjólublárrar geislunar á jónun og niðurbrot sameinda. Þá hefur hann unnið að öflun upplýsinga um orkueiginleika sameinda með notkun lasergeisla.

Rannsóknarverkefni Ágústs Kvaran tengjast flest samspili ljóss og efnis. Á myndinni sést Ágúst hjá mælitækjum við hringhraðal í Sviss árið 2017 (Paul Scherrer Institute).

Á síðustu árum hefur Ágúst staðið að frumkvöðlastarfi við þróun þeirrar aðferðar til að rannsaka ferli rofnunar sameinda í sameindabrot og jónir. Þær rannsóknir tengjast ýmsum sviðum náttúruvísinda og tækniþróunar. Má þar nefna áhrif sólargeislunar á niðurbrot skaðlegra efna í heiðhvolfinu, vangaveltum manna um hugsanlega tilurð lífrænna efna og lífs út frá sameindabrotum og jónum í geimnum og efnaframleiðslu í efnaiðnaði með hjálp geislunar.

Um þessar mundir beinast rannsóknir Ágústs meðal annars að því að finna leiðir til að mynda tvívetnisfrumeindir til að framkvæma og virkja kjarnasamruna í tilvonandi orkuverum framtíðarinnar. Ágúst hefur birt fjölda fræðigreina í alþjóðlegum fagtímaritum.

Ágúst Kvaran hefur getið sér gott orð fyrir þátttöku og árangur í ofurmaraþonhlaupum. Hér sést hann á 170 km leið, umhverfis Mont Blanc (UTMB) árið 2015.

Ágúst er fæddur 1952. Hann stundaði doktorsnám við Edinborgarháskóla og vann sem nýdoktor við Pittsburg-háskóla á árunum 1975 – 1980. Á árunum 1980 – 1991 var hann sérfræðingur við Raunvísindastofnun. Síðan þá hefur hann gegnt prófessorstöðu við raunvísindadeild HÍ. Hann hefur jafnframt unnið að samstarfsverkefnum við rannsóknar- og háskólastofnar víða erlendis og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan HÍ. Þá má nefna að hann hefur getið sér orð fyrir þátttöku og árangur í ofurmaraþonhlaupum.

Myndir
  • Úr safni ÁK.

Útgáfudagur

8.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2018. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=75204.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75204

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2018. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75204>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?
Ágúst Kvaran er prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snerta samspil ljóss og efnis. Ágúst hefur lagt áherslu á öflun upplýsinga um eiginleika sameinda með litrófsmælingum og rannsakað áhrif orkuríkrar geislunar á efni. Meðal verkefna eru ákvarðanir á lögun sameinda með aðferðum segulómunar og örbylgjugeislunar og rannsóknir á orkueiginleikum sameinda út frá sýnilegri og útfjólublárri geislun. Með notkun hringhraðla víða um heim hefur hann kannað áhrif útfjólublárrar geislunar á jónun og niðurbrot sameinda. Þá hefur hann unnið að öflun upplýsinga um orkueiginleika sameinda með notkun lasergeisla.

Rannsóknarverkefni Ágústs Kvaran tengjast flest samspili ljóss og efnis. Á myndinni sést Ágúst hjá mælitækjum við hringhraðal í Sviss árið 2017 (Paul Scherrer Institute).

Á síðustu árum hefur Ágúst staðið að frumkvöðlastarfi við þróun þeirrar aðferðar til að rannsaka ferli rofnunar sameinda í sameindabrot og jónir. Þær rannsóknir tengjast ýmsum sviðum náttúruvísinda og tækniþróunar. Má þar nefna áhrif sólargeislunar á niðurbrot skaðlegra efna í heiðhvolfinu, vangaveltum manna um hugsanlega tilurð lífrænna efna og lífs út frá sameindabrotum og jónum í geimnum og efnaframleiðslu í efnaiðnaði með hjálp geislunar.

Um þessar mundir beinast rannsóknir Ágústs meðal annars að því að finna leiðir til að mynda tvívetnisfrumeindir til að framkvæma og virkja kjarnasamruna í tilvonandi orkuverum framtíðarinnar. Ágúst hefur birt fjölda fræðigreina í alþjóðlegum fagtímaritum.

Ágúst Kvaran hefur getið sér gott orð fyrir þátttöku og árangur í ofurmaraþonhlaupum. Hér sést hann á 170 km leið, umhverfis Mont Blanc (UTMB) árið 2015.

Ágúst er fæddur 1952. Hann stundaði doktorsnám við Edinborgarháskóla og vann sem nýdoktor við Pittsburg-háskóla á árunum 1975 – 1980. Á árunum 1980 – 1991 var hann sérfræðingur við Raunvísindastofnun. Síðan þá hefur hann gegnt prófessorstöðu við raunvísindadeild HÍ. Hann hefur jafnframt unnið að samstarfsverkefnum við rannsóknar- og háskólastofnar víða erlendis og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan HÍ. Þá má nefna að hann hefur getið sér orð fyrir þátttöku og árangur í ofurmaraþonhlaupum.

Myndir
  • Úr safni ÁK.

...