Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar.

Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa einkum snúist um fæðuval, holdafar, heilsuhegðun og heilsueflingu. Hún hefur meðal annars unnið að rannsóknum á gildi skólamáltíða í grunnskólum á Norðurlöndum, heilsueflingu í framhaldsskólum og Heilsuskólanum - fjölskyldumiðaðri meðferð við offitu barna. Rannsóknirnar hafa tekið til lífsskeiðsins alls, allt frá næringu í tengslum við meðgöngu og samsetningu brjóstamjólkur, til heilsu og lífsgæða á efri árum, og allt þar á milli.

Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Þær hafa einkum snúist um fæðuval, holdarfar, heilsuhegðun og heilsueflingu.

Þverfagleg samvinna hefur einkennt rannsóknir Önnu Sigríðar og hún hefur unnið með fræðimönnum á sviði heilbrigðis-, félags-, og menntavísinda jöfnum höndum og átt í samstarfi við fræðimenn jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Í tveimur nýjum verkefnum sem Anna Sigríður stýrir er þverfagleg samvinna höfð að leiðarljósi með það að markmiði að stuðla að vellíðan barna í samfélaginu og styðja við heilsu á heildstæðan hátt.

Umfram líkamlega heilsu er horft til andlegra og félagslegra þátta heilsu, annars vegar með svonefndri bragðlaukaþjálfun þar sem börnum er kennt að upplifa mat í gegnum leik og skynjun og hins vegar í Evrópuverkefninu Upright sem ætlað er að stuðla að andlegri vellíðan með því að auka seiglu ungmenna gegnum heildræna nálgun í skólastarfi. Bæði verkefnin ná til barna og fjölskyldna og áhersla er lögð á að vinnan fari fram í skólaumhverfinu, í síðarnefnda verkefninu með virkri þátttöku kennara.

Anna Sigríður lauk doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Það ár hóf hún störf sem lektor við Kennaraháskóla Íslands og hefur verið starfandi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands frá sameiningu skólanna 2008. Hún fékk framgang í stöðu prófessors 2016 og hefur gegnt starfi forseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar síðastliðin tvö ár. Áður var hún starfsmaður Manneldisráðs og Lýðheilsustöðvar sem nú er hluti af Embætti landlæknis. Þaðan má rekja einlægan áhuga Önnu Sigríðar á að breiða út þekkingu og fræða almenning, en hún hefur lengi verið álitsgjafi um næringu, heilsu og fæðuval í helstu fjölmiðlum. Þennan áhuga má sjá speglast í vali rannsóknarverkefna.

Anna Sigríður er fædd 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1993, BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1997 og meistaragráðu í næringarfræði frá Vínarháskóla í Austurríki árið 2000. Að því loknu hóf hún störf hjá Manneldisráði og fór í kjölfarið í doktorsnám. Hún lauk doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2006.

Mynd:
  • Úr safni ASÓ.

Útgáfudagur

5.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75205.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75205

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75205>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?
Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar.

Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa einkum snúist um fæðuval, holdafar, heilsuhegðun og heilsueflingu. Hún hefur meðal annars unnið að rannsóknum á gildi skólamáltíða í grunnskólum á Norðurlöndum, heilsueflingu í framhaldsskólum og Heilsuskólanum - fjölskyldumiðaðri meðferð við offitu barna. Rannsóknirnar hafa tekið til lífsskeiðsins alls, allt frá næringu í tengslum við meðgöngu og samsetningu brjóstamjólkur, til heilsu og lífsgæða á efri árum, og allt þar á milli.

Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Þær hafa einkum snúist um fæðuval, holdarfar, heilsuhegðun og heilsueflingu.

Þverfagleg samvinna hefur einkennt rannsóknir Önnu Sigríðar og hún hefur unnið með fræðimönnum á sviði heilbrigðis-, félags-, og menntavísinda jöfnum höndum og átt í samstarfi við fræðimenn jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Í tveimur nýjum verkefnum sem Anna Sigríður stýrir er þverfagleg samvinna höfð að leiðarljósi með það að markmiði að stuðla að vellíðan barna í samfélaginu og styðja við heilsu á heildstæðan hátt.

Umfram líkamlega heilsu er horft til andlegra og félagslegra þátta heilsu, annars vegar með svonefndri bragðlaukaþjálfun þar sem börnum er kennt að upplifa mat í gegnum leik og skynjun og hins vegar í Evrópuverkefninu Upright sem ætlað er að stuðla að andlegri vellíðan með því að auka seiglu ungmenna gegnum heildræna nálgun í skólastarfi. Bæði verkefnin ná til barna og fjölskyldna og áhersla er lögð á að vinnan fari fram í skólaumhverfinu, í síðarnefnda verkefninu með virkri þátttöku kennara.

Anna Sigríður lauk doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Það ár hóf hún störf sem lektor við Kennaraháskóla Íslands og hefur verið starfandi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands frá sameiningu skólanna 2008. Hún fékk framgang í stöðu prófessors 2016 og hefur gegnt starfi forseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar síðastliðin tvö ár. Áður var hún starfsmaður Manneldisráðs og Lýðheilsustöðvar sem nú er hluti af Embætti landlæknis. Þaðan má rekja einlægan áhuga Önnu Sigríðar á að breiða út þekkingu og fræða almenning, en hún hefur lengi verið álitsgjafi um næringu, heilsu og fæðuval í helstu fjölmiðlum. Þennan áhuga má sjá speglast í vali rannsóknarverkefna.

Anna Sigríður er fædd 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1993, BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1997 og meistaragráðu í næringarfræði frá Vínarháskóla í Austurríki árið 2000. Að því loknu hóf hún störf hjá Manneldisráði og fór í kjölfarið í doktorsnám. Hún lauk doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2006.

Mynd:
  • Úr safni ASÓ.

...