Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir Ingu Dóru beinast að heilsu, líðan og hegðun barna og ungmenna. Hún og samstarfsfólk hennar hjá Rannsóknum & greiningu hefur byggt upp viðamikinn gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fjölmarga þætti er lúta að líðan, heilsu og hegðun ungs fólks.

Ein af ástæðum þess að hafnar voru árlegar rannsóknir á lífsstíl unglinga var sú að neysla ungmenna á vímuefnum á tíunda áratug síðusta aldar jókst stöðugt. Þeirri þróun hefur nú verið snúið við og hefur neysla íslenskra unglinga á öllum tegundum vímuefna minnkað til muna. Rannsóknarhópur hefur unnið með opinberum stofnunum og hagsmunaaðilum og með þeirra stuðningi komið upp dýrmætum gagnagrunni sem bætist í á hverju ári. Á grunni þessara gagna og í samstarfi við fólk á vettvangi, hefur verið þróað forvarnarstarf, sem haldið hefur verið úti á Íslandi síðustu 15 ár og í fjölmörgum borgum í Evrópu nokkur síðustu ár. Gögnin eru líka grunnur samvinnu fræðimanna víða um heim.

Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir Ingu Dóru beinast að heilsu, líðan og hegðun barna og ungmenna.

Árið 2015 hlaut Inga Dóra styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC) fyrir LIFECOURSE-rannsóknina, sem er viðamikil þverfagleg langtímarannsókn. Í henni eru samþætt lífvísindi, sálfræði og félagsfræði. Skoðað er hvernig umhverfið hefur áhrif á líðan, heilsu og hegðun barna og unglinga. Skoðað er allt í senn, áhrifin á andlega líðan, hegðun en eins líka á líffræðilegu hliðina.

Inga Dóra bindur vonir við að rannsóknin muni gefa heildstæðari mynd af heilsu og líðan ungmenna en áður hefur verið dregin upp. Þegar sú vitneskja er fyrir hendi er hægt að bregðast við og ýta undir þá þætti sem stuðla að vellíðan ungmenna. Tilgangur með rannsóknunum er að skilja vandamál unglinga, hvernig hægt er að draga úr líkum á áhættuhegðun þeirra og vernda þau.

Inga Dóra er höfundur yfir 100 greina sem birst hafa í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars fálkaorðuna árið 2013.

Inga Dóra er fædd árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987, BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1991, meistaraprófi í félagsfræði frá sama skóla árið 1999 og doktorsprófi frá Pennsylvania-háskóla í Bandaríkjunum árið 2004. Doktorsverkefni hennar fjallaði um streitu í lífi barna og ungmenna og áhrif hennar á andlega líðan og hegðun.

Mynd:
  • Úr safni IDS.

Útgáfudagur

11.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75252.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75252

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75252>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?
Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir Ingu Dóru beinast að heilsu, líðan og hegðun barna og ungmenna. Hún og samstarfsfólk hennar hjá Rannsóknum & greiningu hefur byggt upp viðamikinn gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fjölmarga þætti er lúta að líðan, heilsu og hegðun ungs fólks.

Ein af ástæðum þess að hafnar voru árlegar rannsóknir á lífsstíl unglinga var sú að neysla ungmenna á vímuefnum á tíunda áratug síðusta aldar jókst stöðugt. Þeirri þróun hefur nú verið snúið við og hefur neysla íslenskra unglinga á öllum tegundum vímuefna minnkað til muna. Rannsóknarhópur hefur unnið með opinberum stofnunum og hagsmunaaðilum og með þeirra stuðningi komið upp dýrmætum gagnagrunni sem bætist í á hverju ári. Á grunni þessara gagna og í samstarfi við fólk á vettvangi, hefur verið þróað forvarnarstarf, sem haldið hefur verið úti á Íslandi síðustu 15 ár og í fjölmörgum borgum í Evrópu nokkur síðustu ár. Gögnin eru líka grunnur samvinnu fræðimanna víða um heim.

Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir Ingu Dóru beinast að heilsu, líðan og hegðun barna og ungmenna.

Árið 2015 hlaut Inga Dóra styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC) fyrir LIFECOURSE-rannsóknina, sem er viðamikil þverfagleg langtímarannsókn. Í henni eru samþætt lífvísindi, sálfræði og félagsfræði. Skoðað er hvernig umhverfið hefur áhrif á líðan, heilsu og hegðun barna og unglinga. Skoðað er allt í senn, áhrifin á andlega líðan, hegðun en eins líka á líffræðilegu hliðina.

Inga Dóra bindur vonir við að rannsóknin muni gefa heildstæðari mynd af heilsu og líðan ungmenna en áður hefur verið dregin upp. Þegar sú vitneskja er fyrir hendi er hægt að bregðast við og ýta undir þá þætti sem stuðla að vellíðan ungmenna. Tilgangur með rannsóknunum er að skilja vandamál unglinga, hvernig hægt er að draga úr líkum á áhættuhegðun þeirra og vernda þau.

Inga Dóra er höfundur yfir 100 greina sem birst hafa í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars fálkaorðuna árið 2013.

Inga Dóra er fædd árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987, BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1991, meistaraprófi í félagsfræði frá sama skóla árið 1999 og doktorsprófi frá Pennsylvania-háskóla í Bandaríkjunum árið 2004. Doktorsverkefni hennar fjallaði um streitu í lífi barna og ungmenna og áhrif hennar á andlega líðan og hegðun.

Mynd:
  • Úr safni IDS.

...