Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í arabísku í Damaskus, Sýrlandi 1992-3 og lauk doktorsprófi frá Yale árið 1999. Hann var lektor við Hofstra-háskólann í New York á árunum 1999-2003 en hóf þá störf við Williams.

Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hans er stjórnmála- og trúabragðasaga Mið-Austurlanda á 20. öld. Myndin er tekin á fyrirlestri Magnúsar í Hátíðasal HÍ.

Magnús Þorkell sérhæfir sig í stjórnmála- og trúabragðasögu Mið-Austurlanda á 20. öldinni. Hann hefur einkum skoðað þróun þjóðernishyggju á fyrri hluta aldarinnar með sérstaka áherslu á Írak á árunum 1921-1958. Í fyrstu bók sinni Reclaiming a Plundered Past. Archaeology and Nation Building in Iraq (2005) skoðaði hann hvernig fornsagan og stjórnmál urðu samtvinnuð með þeim hætti að Írakar hófu að þróa sérstaka þjóðernishyggju sem hafði sterka vísun í fornsöguna og var þannig hafin yfir deilur trúarhópa í landinu.

Eftir Magnús liggja margar greinar um stjórnmálasögu Íraka og hann hefur líka ritstýrt bókum, til dæmis um umhverfismál, tengsl Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda, og dómsdagstrú (e. apocalypticism). Magnús hefur líka skrifað tvær bækur um Mið-Austurlönd á íslensku, annars vegar Píslarvottar nútímans (2005) og Mið-Austurlönd: fortíð, nútíð, framtíð (2018).

Nýjasta verkefni Magnúsar Þorkels er að skrifa bók um hvenær og hvernig ríkisstjórnir Mið-Austurlanda eyðileggja, eða fórna, eigin sögu í nafni framfara og nútímavæðingar. Myndin sýnir Asvan-stífluna í Egyptalandi.

Nýjasta verkefni Magnúsar Þorkels er að skrifa bók um hvenær og hvernig ríkisstjórnir Mið-Austurlanda eyðileggja, eða fórna, eigin sögu í nafni framfara og nútímavæðingar. Þetta birtist meðal annars í byggingu stífla og virkjana, svo sem Asvan-stíflan á 6. áratug 20. aldar, sem hefur leitt til umhverfisspjalla, brottflutnings fólks og eyðileggingar á sögulegum munum og slóðum.

Myndir:

Útgáfudagur

18.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað? “ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2018. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75300.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75300

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað? “ Vísindavefurinn. 18. feb. 2018. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75300>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?
Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í arabísku í Damaskus, Sýrlandi 1992-3 og lauk doktorsprófi frá Yale árið 1999. Hann var lektor við Hofstra-háskólann í New York á árunum 1999-2003 en hóf þá störf við Williams.

Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hans er stjórnmála- og trúabragðasaga Mið-Austurlanda á 20. öld. Myndin er tekin á fyrirlestri Magnúsar í Hátíðasal HÍ.

Magnús Þorkell sérhæfir sig í stjórnmála- og trúabragðasögu Mið-Austurlanda á 20. öldinni. Hann hefur einkum skoðað þróun þjóðernishyggju á fyrri hluta aldarinnar með sérstaka áherslu á Írak á árunum 1921-1958. Í fyrstu bók sinni Reclaiming a Plundered Past. Archaeology and Nation Building in Iraq (2005) skoðaði hann hvernig fornsagan og stjórnmál urðu samtvinnuð með þeim hætti að Írakar hófu að þróa sérstaka þjóðernishyggju sem hafði sterka vísun í fornsöguna og var þannig hafin yfir deilur trúarhópa í landinu.

Eftir Magnús liggja margar greinar um stjórnmálasögu Íraka og hann hefur líka ritstýrt bókum, til dæmis um umhverfismál, tengsl Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda, og dómsdagstrú (e. apocalypticism). Magnús hefur líka skrifað tvær bækur um Mið-Austurlönd á íslensku, annars vegar Píslarvottar nútímans (2005) og Mið-Austurlönd: fortíð, nútíð, framtíð (2018).

Nýjasta verkefni Magnúsar Þorkels er að skrifa bók um hvenær og hvernig ríkisstjórnir Mið-Austurlanda eyðileggja, eða fórna, eigin sögu í nafni framfara og nútímavæðingar. Myndin sýnir Asvan-stífluna í Egyptalandi.

Nýjasta verkefni Magnúsar Þorkels er að skrifa bók um hvenær og hvernig ríkisstjórnir Mið-Austurlanda eyðileggja, eða fórna, eigin sögu í nafni framfara og nútímavæðingar. Þetta birtist meðal annars í byggingu stífla og virkjana, svo sem Asvan-stíflan á 6. áratug 20. aldar, sem hefur leitt til umhverfisspjalla, brottflutnings fólks og eyðileggingar á sögulegum munum og slóðum.

Myndir:

...