Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?

Jón Ólafsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfirborð Norður-Atlantshafsins og myndar þar með nokkurskonar dæluhjól sem veldur því að hlýtt yfirborð dregst til norðurs og kaldir djúpsjávarstraumar streyma til suðurs. Og þar með, að ef íshafið hitnaði myndi dælan stoppa og Golfstraumurinn með. Hvað segið þið?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni á þessa leið: Verði Íshafið íslaust má búast við að hafstraumar á norðurslóðum muni breytast en fátt, ef nokkuð, bendir til þess að hlýsjórinn myndi flæða áfram inn í Íshafið.

Ef við lítum á nútímamynd sem sýnir hafstrauma í Íshafinu kemur fram að:
  • Inn í Norðurhöf (Íslandshaf, Noregshaf og Grænlandshaf) berst hlýsjór Atlantshafsins, afsprengi Golfstraumsins. Hlýsjórinn kólnar þegar hann miðlar varma til lofts. Því er veðrátta við norðaustanvert Atlantshaf miklu hlýrri en á annars staðar á svipuðum breiddagráðum. Angar hlýsjávarins ná til Íshafsins gegnum austanvert Framsund og Barentshaf. Vegna kælingar á þessum selturíka sjó niður fyrir -1°C, verður djúpsjávarmyndun í Norðurhöfum, einkum Grænlandshafi. Eins og fyrirspyrjandi nefnir er kæling og djúpsjávarmyndun talin draga hlýsjóinn norður.

Nútímamynd sem sýnir hafstrauma í Íshafinu. Kæling og djúpsjávarmyndun er talin draga hlýsjóinn norður

  • Beringssund er grunnt, um það streymir sjór úr Kyrrahafi til Íshafsins.
  • Mörg stórfljót falla í Íshafið. Það tekur við um tíunda hluta alls ferskvatns sem til sjávar fellur á jörðinni.
  • Straumar í Íshafinu eru allflóknir og ráðast einkum af vindum og botnlögun.
  • Útstreymi Íshafssjávar endar allt í Atlantshafi. Yfirborðsstraumar um kanadísku sundin vestan Grænlands og með Austur Grænlandsstraumi. Djúpsjórinn streymir í suðurátt yfir hryggina milli Grænlands og Íslands, milli Íslands og Færeyja og um rennuna milli Færeyja og Bretlandseyja. Með viðbót frá djúpsjávarmyndun í Labradorhafi er þetta efnið í djúpsjávarflæðið suður eftir Atlantshafi. Þetta er meginþáttur í hita-seltu-hringrásinnni svonefndu.

Ef Íshafið verður íslaust mun þessi mynd eflaust eitthvað breytast, sérstaklega vegna breytts samspils vinda og yfirborðsstrauma. Höfundur þessa svars hefur ekki séð neitt sem styður það að hlýsjórinn flæddi áfram inn í Íshafið, undir lágseltu yfirborðssjónum, við þær aðstæður. Sú sviðsmynd sem fær mesta athygli er sú hvort ferskvatnsáhrifin breiðist út í framtíð og því muni hægjast á djúpsjávarmynduninni.

Mynd:
  • Upprunalega úr greininni Observing the Arctic Ocean carbon cycle in a changing environment eftir Leif G. Anderson & Robie W. Macdonald. Polar Research, Volume 34, 2015, 1. tbl.

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

26.9.2018

Spyrjandi

Jón Erlings Jónsson

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?“ Vísindavefurinn, 26. september 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75407.

Jón Ólafsson. (2018, 26. september). Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75407

Jón Ólafsson. „Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfirborð Norður-Atlantshafsins og myndar þar með nokkurskonar dæluhjól sem veldur því að hlýtt yfirborð dregst til norðurs og kaldir djúpsjávarstraumar streyma til suðurs. Og þar með, að ef íshafið hitnaði myndi dælan stoppa og Golfstraumurinn með. Hvað segið þið?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni á þessa leið: Verði Íshafið íslaust má búast við að hafstraumar á norðurslóðum muni breytast en fátt, ef nokkuð, bendir til þess að hlýsjórinn myndi flæða áfram inn í Íshafið.

Ef við lítum á nútímamynd sem sýnir hafstrauma í Íshafinu kemur fram að:
  • Inn í Norðurhöf (Íslandshaf, Noregshaf og Grænlandshaf) berst hlýsjór Atlantshafsins, afsprengi Golfstraumsins. Hlýsjórinn kólnar þegar hann miðlar varma til lofts. Því er veðrátta við norðaustanvert Atlantshaf miklu hlýrri en á annars staðar á svipuðum breiddagráðum. Angar hlýsjávarins ná til Íshafsins gegnum austanvert Framsund og Barentshaf. Vegna kælingar á þessum selturíka sjó niður fyrir -1°C, verður djúpsjávarmyndun í Norðurhöfum, einkum Grænlandshafi. Eins og fyrirspyrjandi nefnir er kæling og djúpsjávarmyndun talin draga hlýsjóinn norður.

Nútímamynd sem sýnir hafstrauma í Íshafinu. Kæling og djúpsjávarmyndun er talin draga hlýsjóinn norður

  • Beringssund er grunnt, um það streymir sjór úr Kyrrahafi til Íshafsins.
  • Mörg stórfljót falla í Íshafið. Það tekur við um tíunda hluta alls ferskvatns sem til sjávar fellur á jörðinni.
  • Straumar í Íshafinu eru allflóknir og ráðast einkum af vindum og botnlögun.
  • Útstreymi Íshafssjávar endar allt í Atlantshafi. Yfirborðsstraumar um kanadísku sundin vestan Grænlands og með Austur Grænlandsstraumi. Djúpsjórinn streymir í suðurátt yfir hryggina milli Grænlands og Íslands, milli Íslands og Færeyja og um rennuna milli Færeyja og Bretlandseyja. Með viðbót frá djúpsjávarmyndun í Labradorhafi er þetta efnið í djúpsjávarflæðið suður eftir Atlantshafi. Þetta er meginþáttur í hita-seltu-hringrásinnni svonefndu.

Ef Íshafið verður íslaust mun þessi mynd eflaust eitthvað breytast, sérstaklega vegna breytts samspils vinda og yfirborðsstrauma. Höfundur þessa svars hefur ekki séð neitt sem styður það að hlýsjórinn flæddi áfram inn í Íshafið, undir lágseltu yfirborðssjónum, við þær aðstæður. Sú sviðsmynd sem fær mesta athygli er sú hvort ferskvatnsáhrifin breiðist út í framtíð og því muni hægjast á djúpsjávarmynduninni.

Mynd:
  • Upprunalega úr greininni Observing the Arctic Ocean carbon cycle in a changing environment eftir Leif G. Anderson & Robie W. Macdonald. Polar Research, Volume 34, 2015, 1. tbl.

...