Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðmundur J. Óskarsson er fiskifræðingur á uppsjávarslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og starfssvið hans lúta að uppsjávarfiskum og þá einkum síld. Síldarrannsóknir Guðmundar og samstarfsmanna hafa meðal annars beinst að æxlun og nýliðun svo og sýkingu í íslenskri sumargotssíld. Þá má nefna ýmiskonar rannsóknir á bæði síld og makríl, svo sem á fæðuvistfræði þeirra, breytileika í vexti og viðgangi, aðgreining og stofnerfðafræði svo og far og útbreiðslu þeirra.

Þessu til viðbótar tekur Guðmundur þátt í árlegum vöktunarverkefnum stofnunarinnar sem snúa að gagnasöfnun og úrvinnslu sem notuð er við mat á stærð uppsjávarfiskistofna og til að veita ráðgjöf til stjórnvalda um aflamark. Hluti þessara stofna eru deilistofnar og flakka milli hafsvæða margra landa. Þess vegna eru mörg verkefni unnin í alþjóðasamstarfi og þá gjarnan innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Guðmundur um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni við síldarrannsóknir í mars 2018.

Guðmundur hefur skrifað um 30 greinar í alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit og fjölda innlendra og alþjóðlegra skýrslna meðal annars í tengslum við stofnmat og veiðiráðgjöf. Þá tekur hann reglulega þátt í og stjórnar rannsóknarleiðöngrum á skipum Hafrannsóknastofnunar. Jafnframt því að starfa í fjölda nefnda innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins er hann formaður tveggja vinnuhópa þess, þar á meðal þess hóps sem fjallar um stofnmat og ráðgjöf norsk-íslenskrar síldar, makríls og kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi.

Guðmundur er fæddur á Hornafirði árið 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1989. Hann lauk BS og BS-Honours námi frá Háskóla Íslands árið 1996 og Cand.Sci.-gráðu í fiskifræði frá Háskólanum í Bergen árið 1998. Guðmundur kláraði doktorsverkefni sitt við Haffræðideild Dalhousie University í Halifax, Kanada árið 2005. Síðan þá hefur hann starfað sem sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun.

Mynd:

  • Úr safni GJÓ.

Útgáfudagur

22.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2018, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75467.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75467

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2018. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75467>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað?
Guðmundur J. Óskarsson er fiskifræðingur á uppsjávarslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og starfssvið hans lúta að uppsjávarfiskum og þá einkum síld. Síldarrannsóknir Guðmundar og samstarfsmanna hafa meðal annars beinst að æxlun og nýliðun svo og sýkingu í íslenskri sumargotssíld. Þá má nefna ýmiskonar rannsóknir á bæði síld og makríl, svo sem á fæðuvistfræði þeirra, breytileika í vexti og viðgangi, aðgreining og stofnerfðafræði svo og far og útbreiðslu þeirra.

Þessu til viðbótar tekur Guðmundur þátt í árlegum vöktunarverkefnum stofnunarinnar sem snúa að gagnasöfnun og úrvinnslu sem notuð er við mat á stærð uppsjávarfiskistofna og til að veita ráðgjöf til stjórnvalda um aflamark. Hluti þessara stofna eru deilistofnar og flakka milli hafsvæða margra landa. Þess vegna eru mörg verkefni unnin í alþjóðasamstarfi og þá gjarnan innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Guðmundur um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni við síldarrannsóknir í mars 2018.

Guðmundur hefur skrifað um 30 greinar í alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit og fjölda innlendra og alþjóðlegra skýrslna meðal annars í tengslum við stofnmat og veiðiráðgjöf. Þá tekur hann reglulega þátt í og stjórnar rannsóknarleiðöngrum á skipum Hafrannsóknastofnunar. Jafnframt því að starfa í fjölda nefnda innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins er hann formaður tveggja vinnuhópa þess, þar á meðal þess hóps sem fjallar um stofnmat og ráðgjöf norsk-íslenskrar síldar, makríls og kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi.

Guðmundur er fæddur á Hornafirði árið 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1989. Hann lauk BS og BS-Honours námi frá Háskóla Íslands árið 1996 og Cand.Sci.-gráðu í fiskifræði frá Háskólanum í Bergen árið 1998. Guðmundur kláraði doktorsverkefni sitt við Haffræðideild Dalhousie University í Halifax, Kanada árið 2005. Síðan þá hefur hann starfað sem sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun.

Mynd:

  • Úr safni GJÓ.

...