Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmanna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar og situr í stýrihópi hennar. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er öldrunarrannsókn á heimsvísu, en hún hefur verið unnin í samvinnu Hjartaverndar og bandarísku öldrunarrannsóknarstofnunarinnar, NIA.

Pálmi hefur verið félagi í InterRAI-samtökunum frá 1991 og setið í stjórn þeirra frá 1999. InterRAI er hópur vísindamanna sem vinnur að þróun samhæfðra alþjóðlegra matstækja fyrir fólk með langvinna sjúkdóma sem nýtur þjónustu innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Markmiðið er að skilgreina þarfir fólks á skilvirkan hátt, meta gæði, leggja mat á kostnað og auðvelda stefnumótun og alþjóðlegar rannsóknir.

Rannsóknarverkefni Pálma eru margvísleg. Þau snúa meðal annars að aldurstengdum breytingum í hjarta og blóðrásarbreytingum, faraldsfræði aldurstengdra breytinga og erfðabreytingum einkum hvað varðar vitræna og líkamlega færni, faraldsfræði færnitaps, mat á heilbrigðis og félagsþjónustu og erfðafræði langlífis og Alzheimers-sjúkdóms. Þessi verkefni eru meðal annars unnin í samstarfi við Hjartavernd, InterRAI og Íslenska erfðagreiningu.

Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans.

Eftir Pálma liggja yfir 200 vísindagreinar sem vitnað hefur verið til yfir 12.000 sinnum, nokkrir bókakaflar í virtum kennslubókum í öldrunarlækningum og fjölmörg ágrip á vísindaþingum auk boðsfyrirlestra. Þá hefur Pálmi verið leiðbeinandi fjölda nema í rannsóknartengdu námi. Pálmi hefur stýrt tveimur Evrópurannsóknum á Íslandi og Norðurlandarannsókn sem snúa að aðferðarfræði InterRAI. Pálmi hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2013 og var heiðursvísindamaður Landspítala 2015.

Pálmi er fæddur 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá hagfræðideild Verslunarskóla Íslands árið 1973 og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1979. Eftir kandidatsár og störf sem deildarlæknir á lyflækningadeild Borgarspítala (BS) fór Pálmi í framhaldsnám til Bandaríkjanna í almennar lyflækningar við University of Connecticut (New Britain General Hospital) og í frekara sérnám í öldrunarlækningum við Harvard-háskóla (Beth Israel Hospital) í Boston. Pálmi lauk bandarískum sérfræðiprófum í báðum greinum og er nú félagi í American College of Physicians og Royal College of Physicians, London. Eftir að hafa gegnt rannsóknar og kennslustöðu við Harvard-háskóla á árunum 1988-9 hefur Pálmi starfað á Íslandi. Hann varð yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Borgarspítala 1994-6, forstöðulæknir lyflækninga- og endurhæfingarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur (SR) 1994-6, forstöðulæknir öldrunarsviðs SR 1996-1999 og sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) frá 2000-2009 og hefur gegnt stöðu yfirlæknis öldrunarlækninga á LSH frá þeim tíma.

Pálmi hefur starfað í fjölmörgum nefndum innan sjúkrahúss, læknadeildar og í heilbrigðisþjónustunni, meðal annars um takmörkun meðferðar við lífslok, vistunarmat aldraðra, forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu (1995-8) og heilbrigðisáætlun til ársins 2010 auk þess að hafa verið formaður sérfræðinefndar lækna. Þá hefur Pálmi setið í stjórn Middle Eastern Academy for Medicine on Aging frá 2005 og hefur sem sjálfboðaliði kennt öldrunarlækningar fyrir lyf- og heimilislækna í Miðausturlöndum.

Mynd:

  • Úr safni PVJ.

Útgáfudagur

15.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað? “ Vísindavefurinn, 15. apríl 2018. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75657.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75657

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað? “ Vísindavefurinn. 15. apr. 2018. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75657>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmanna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar og situr í stýrihópi hennar. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er öldrunarrannsókn á heimsvísu, en hún hefur verið unnin í samvinnu Hjartaverndar og bandarísku öldrunarrannsóknarstofnunarinnar, NIA.

Pálmi hefur verið félagi í InterRAI-samtökunum frá 1991 og setið í stjórn þeirra frá 1999. InterRAI er hópur vísindamanna sem vinnur að þróun samhæfðra alþjóðlegra matstækja fyrir fólk með langvinna sjúkdóma sem nýtur þjónustu innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Markmiðið er að skilgreina þarfir fólks á skilvirkan hátt, meta gæði, leggja mat á kostnað og auðvelda stefnumótun og alþjóðlegar rannsóknir.

Rannsóknarverkefni Pálma eru margvísleg. Þau snúa meðal annars að aldurstengdum breytingum í hjarta og blóðrásarbreytingum, faraldsfræði aldurstengdra breytinga og erfðabreytingum einkum hvað varðar vitræna og líkamlega færni, faraldsfræði færnitaps, mat á heilbrigðis og félagsþjónustu og erfðafræði langlífis og Alzheimers-sjúkdóms. Þessi verkefni eru meðal annars unnin í samstarfi við Hjartavernd, InterRAI og Íslenska erfðagreiningu.

Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans.

Eftir Pálma liggja yfir 200 vísindagreinar sem vitnað hefur verið til yfir 12.000 sinnum, nokkrir bókakaflar í virtum kennslubókum í öldrunarlækningum og fjölmörg ágrip á vísindaþingum auk boðsfyrirlestra. Þá hefur Pálmi verið leiðbeinandi fjölda nema í rannsóknartengdu námi. Pálmi hefur stýrt tveimur Evrópurannsóknum á Íslandi og Norðurlandarannsókn sem snúa að aðferðarfræði InterRAI. Pálmi hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2013 og var heiðursvísindamaður Landspítala 2015.

Pálmi er fæddur 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá hagfræðideild Verslunarskóla Íslands árið 1973 og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1979. Eftir kandidatsár og störf sem deildarlæknir á lyflækningadeild Borgarspítala (BS) fór Pálmi í framhaldsnám til Bandaríkjanna í almennar lyflækningar við University of Connecticut (New Britain General Hospital) og í frekara sérnám í öldrunarlækningum við Harvard-háskóla (Beth Israel Hospital) í Boston. Pálmi lauk bandarískum sérfræðiprófum í báðum greinum og er nú félagi í American College of Physicians og Royal College of Physicians, London. Eftir að hafa gegnt rannsóknar og kennslustöðu við Harvard-háskóla á árunum 1988-9 hefur Pálmi starfað á Íslandi. Hann varð yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Borgarspítala 1994-6, forstöðulæknir lyflækninga- og endurhæfingarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur (SR) 1994-6, forstöðulæknir öldrunarsviðs SR 1996-1999 og sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) frá 2000-2009 og hefur gegnt stöðu yfirlæknis öldrunarlækninga á LSH frá þeim tíma.

Pálmi hefur starfað í fjölmörgum nefndum innan sjúkrahúss, læknadeildar og í heilbrigðisþjónustunni, meðal annars um takmörkun meðferðar við lífslok, vistunarmat aldraðra, forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu (1995-8) og heilbrigðisáætlun til ársins 2010 auk þess að hafa verið formaður sérfræðinefndar lækna. Þá hefur Pálmi setið í stjórn Middle Eastern Academy for Medicine on Aging frá 2005 og hefur sem sjálfboðaliði kennt öldrunarlækningar fyrir lyf- og heimilislækna í Miðausturlöndum.

Mynd:

  • Úr safni PVJ.

...