Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Akureyri.

Núverandi rannsóknaráherslur Auðar eru á sviði sjálfbærrar ferðamennsku, þar með talið tengsl á milli loftslagsbreytinga og ferðamennsku, náttúrutengd ferðamennska og samfélagsábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu. Auður hefur sinnt rannsóknum á áhrifum orkumannvirkja á upplifun ferðamanna á óbyggðum svæðum, er þátttakandi í rannsóknarhópi sem beinir sjónum að ábyrgri ferðaþjónustu í sjávarbyggðum og leiðir hóp fræðimanna sem þróar rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu, þjóðgarða og byggðaþróun. Kolefnisspor ferðaþjónustu er einnig sérstakt áhugasvið Auðar.

Rannsóknaráherslur Auðar tengjast meðal annars áhrifum orkumannvirkja á upplifun ferðamanna á óbyggðum svæðum og samfélagsábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Fyrri rannsóknir Auðar beindust meðal annars að stefnumörkun í loftslagsmálum. Hún hefur birt ritrýnda bókakafla um samningaviðræður Íslands í samningum um loftslagsbreytingar og um umhverfisöryggi smáríkja. Doktorsrannsókn hennar fjallaði um loftslagsbreytingar og öryggi á Norðurslóðum þar sem femínísku sjónarhorni var beitt til að greina þau gildi sem móta og hafa áhrif á loftslagsstefnu á Íslandi.

Auður fæddist árið 1970 og lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1991. Hún lauk BA-gráðu í alþjóðafræðum frá University of Washington (Seattle) 1994, framhaldgráðu í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ árið 1995, MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Fletcher School of Law and Diplomacy, Tufts University (Boston) 1999 og sameiginlegri doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum og kynjafræði frá University of Lapland og Háskóla Íslands árið 2016.

Auður hóf störf við Rannsóknarmiðstöð ferðamála haustið 2017 en áður var hún lektor við Háskólann á Bifröst í átta ár (2010-2017) og þar gegndi hún einnig hlutverki sviðsstjóra Félagsvísindasviðs í tvö ár (2011-2013). Auður hefur einnig starfað sem blaðamaður á Degi (1995-1997), hún var sérfræðingar á alþjóðaskrifstofu Umhverfisráðuneytisins (2002-2003) og ráðgjafi í umhverfismálum (2003-2007). Hún vann einnig um tíma við vopnaeftirlit á Sri Lanka (2006) og sem jafnréttisráðgjafi hjá UNIFEM á Balkanskaga (2007-2008) en bæði þessi verkefni voru á vegum íslensku friðargæslunnar.

Mynd:
  • © James Einar Becker

Útgáfudagur

12.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2018. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75791.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. maí). Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75791

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2018. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75791>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?
Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Akureyri.

Núverandi rannsóknaráherslur Auðar eru á sviði sjálfbærrar ferðamennsku, þar með talið tengsl á milli loftslagsbreytinga og ferðamennsku, náttúrutengd ferðamennska og samfélagsábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu. Auður hefur sinnt rannsóknum á áhrifum orkumannvirkja á upplifun ferðamanna á óbyggðum svæðum, er þátttakandi í rannsóknarhópi sem beinir sjónum að ábyrgri ferðaþjónustu í sjávarbyggðum og leiðir hóp fræðimanna sem þróar rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu, þjóðgarða og byggðaþróun. Kolefnisspor ferðaþjónustu er einnig sérstakt áhugasvið Auðar.

Rannsóknaráherslur Auðar tengjast meðal annars áhrifum orkumannvirkja á upplifun ferðamanna á óbyggðum svæðum og samfélagsábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Fyrri rannsóknir Auðar beindust meðal annars að stefnumörkun í loftslagsmálum. Hún hefur birt ritrýnda bókakafla um samningaviðræður Íslands í samningum um loftslagsbreytingar og um umhverfisöryggi smáríkja. Doktorsrannsókn hennar fjallaði um loftslagsbreytingar og öryggi á Norðurslóðum þar sem femínísku sjónarhorni var beitt til að greina þau gildi sem móta og hafa áhrif á loftslagsstefnu á Íslandi.

Auður fæddist árið 1970 og lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1991. Hún lauk BA-gráðu í alþjóðafræðum frá University of Washington (Seattle) 1994, framhaldgráðu í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ árið 1995, MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Fletcher School of Law and Diplomacy, Tufts University (Boston) 1999 og sameiginlegri doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum og kynjafræði frá University of Lapland og Háskóla Íslands árið 2016.

Auður hóf störf við Rannsóknarmiðstöð ferðamála haustið 2017 en áður var hún lektor við Háskólann á Bifröst í átta ár (2010-2017) og þar gegndi hún einnig hlutverki sviðsstjóra Félagsvísindasviðs í tvö ár (2011-2013). Auður hefur einnig starfað sem blaðamaður á Degi (1995-1997), hún var sérfræðingar á alþjóðaskrifstofu Umhverfisráðuneytisins (2002-2003) og ráðgjafi í umhverfismálum (2003-2007). Hún vann einnig um tíma við vopnaeftirlit á Sri Lanka (2006) og sem jafnréttisráðgjafi hjá UNIFEM á Balkanskaga (2007-2008) en bæði þessi verkefni voru á vegum íslensku friðargæslunnar.

Mynd:
  • © James Einar Becker

...