Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Hún er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi og einn af okkar mikilvirkustu og áhrifamestu bókmenntafræðingum.

Af rannsóknaefnum Helgu má nefna sögu íslenskra kvennabókmennta frá upphafi, með áherslu á fyrstu íslensku kvenrithöfundana, ósýnileika þeirra og viðtökur í karllægri bókmenntahefð, sjálfsævisöguleg skrif kvenna og sendibréf, kvenröddina og afbyggingu karlmennskunnar í verkum Jónasar Hallgrímssonar og Halldórs Laxness, og samband karnivals, kvenleika og karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum, einkum Íslendingasögum og Eddukvæðum, þar sem hún meðal annars sýnir fram á paródísk einkenni þeirra og afbyggingu hefðbundinnar hetjuhugsjónar, með uppreisnargjörnum konum sem drifkraft frásagnar. Þá hefur hún fengist við ritstjórn og þýðingar sem og greiningu á rannsókna- og ritstuldi (plagíarisma).

Rannsóknasvið Helgu er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Myndina tók Stefán Helgi Valsson á ganginum fyrir utan skrifstofu Helgu á efstu hæð aðalbyggingar Háskólans vorið 1999.

Helstu útgefin rit Helgu, fyrir utan kafla í bókum og greinar í tímaritum, eru Máttugar meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga (1993), Fyrir dyrum fóstru. Konur og kynferði í íslenskum fornbókmenntum (1996), Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur (1997), Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu (2000) og Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir (2009). Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknir sínar og ritstörf. Á nýársdag 1998 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir bókmenntarannsóknir, 24. október árið 2000 hlaut hún viðurkenningu Jafnréttisráðs sem brautryðjandi í jafnréttismálum, og 27. apríl 2007 var hún gerð heiðursfélagi í Félagi íslenskra fræða.

Auk kennslu og rannsókna hefur Helga gegnt ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Hún var í stjórn Félags íslenskra fræða 1971-1973, í úthlutunarnefnd Vísindasjóðs (síðar Vísindaráðs) á árunum 1981-1991, í Menntamálaráði Íslands og stjórn Menningarsjóðs 1987-1991. Hún var í fyrstu stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands 1990-1998 og fyrsti forstöðumaður stofunnar. Hún var forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands 1992-1995, forseti International Association for Scandinavian Studies (IASS) 1992- 1994 og stjórnaði alþjóðlegri ráðstefnu sem samtökin stóðu að undir nafninu „Litteratur og kjønn i Norden” í Reykjavík í ágúst 1994. Hún hefur verið félagi í Vísindafélagi Íslendinga frá 1986, og var í stjórn þess 2005-2009.

Helga er fædd í Reykjavík 21. september árið 1939. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1959 og kandídatsprófi í íslensku með þýsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands vorið 1969. Árið 1970 var hún skipuð lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrsta konan sem fékk skipun í lektorsstöðu við deildina. Á árunum 1973 til 1979 var hún sendikennari í íslensku við Háskólann í Bergen, Noregi. Heim komin var hún um skeið stundakennari í íslenskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands. Hún var skipuð lektor í almennri bókmenntafræði 1981 og ári síðar dósent í sömu grein. Hún stundaði rannsóknir og kennslu við norrænudeild Kaliforníuháskóla í Berkeley frá ársbyrjun 1989 til hausts 1990. Árið 1991 var hún skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands, með forsetabréfi, dagsettu 19. júní. Hún var forseti heimspekideildar Háskóla Íslands 1997-1999, fyrsta konan sem kjörin var til embættis deildarforseta við Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911. Prófessor emeritus frá september 2009.

Mynd:

  • © Stefán Helgi Valsson.

Útgáfudagur

3.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2018. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75859.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. júní). Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75859

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2018. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75859>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?
Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Hún er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi og einn af okkar mikilvirkustu og áhrifamestu bókmenntafræðingum.

Af rannsóknaefnum Helgu má nefna sögu íslenskra kvennabókmennta frá upphafi, með áherslu á fyrstu íslensku kvenrithöfundana, ósýnileika þeirra og viðtökur í karllægri bókmenntahefð, sjálfsævisöguleg skrif kvenna og sendibréf, kvenröddina og afbyggingu karlmennskunnar í verkum Jónasar Hallgrímssonar og Halldórs Laxness, og samband karnivals, kvenleika og karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum, einkum Íslendingasögum og Eddukvæðum, þar sem hún meðal annars sýnir fram á paródísk einkenni þeirra og afbyggingu hefðbundinnar hetjuhugsjónar, með uppreisnargjörnum konum sem drifkraft frásagnar. Þá hefur hún fengist við ritstjórn og þýðingar sem og greiningu á rannsókna- og ritstuldi (plagíarisma).

Rannsóknasvið Helgu er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Myndina tók Stefán Helgi Valsson á ganginum fyrir utan skrifstofu Helgu á efstu hæð aðalbyggingar Háskólans vorið 1999.

Helstu útgefin rit Helgu, fyrir utan kafla í bókum og greinar í tímaritum, eru Máttugar meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga (1993), Fyrir dyrum fóstru. Konur og kynferði í íslenskum fornbókmenntum (1996), Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur (1997), Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu (2000) og Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir (2009). Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknir sínar og ritstörf. Á nýársdag 1998 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir bókmenntarannsóknir, 24. október árið 2000 hlaut hún viðurkenningu Jafnréttisráðs sem brautryðjandi í jafnréttismálum, og 27. apríl 2007 var hún gerð heiðursfélagi í Félagi íslenskra fræða.

Auk kennslu og rannsókna hefur Helga gegnt ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Hún var í stjórn Félags íslenskra fræða 1971-1973, í úthlutunarnefnd Vísindasjóðs (síðar Vísindaráðs) á árunum 1981-1991, í Menntamálaráði Íslands og stjórn Menningarsjóðs 1987-1991. Hún var í fyrstu stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands 1990-1998 og fyrsti forstöðumaður stofunnar. Hún var forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands 1992-1995, forseti International Association for Scandinavian Studies (IASS) 1992- 1994 og stjórnaði alþjóðlegri ráðstefnu sem samtökin stóðu að undir nafninu „Litteratur og kjønn i Norden” í Reykjavík í ágúst 1994. Hún hefur verið félagi í Vísindafélagi Íslendinga frá 1986, og var í stjórn þess 2005-2009.

Helga er fædd í Reykjavík 21. september árið 1939. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1959 og kandídatsprófi í íslensku með þýsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands vorið 1969. Árið 1970 var hún skipuð lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrsta konan sem fékk skipun í lektorsstöðu við deildina. Á árunum 1973 til 1979 var hún sendikennari í íslensku við Háskólann í Bergen, Noregi. Heim komin var hún um skeið stundakennari í íslenskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands. Hún var skipuð lektor í almennri bókmenntafræði 1981 og ári síðar dósent í sömu grein. Hún stundaði rannsóknir og kennslu við norrænudeild Kaliforníuháskóla í Berkeley frá ársbyrjun 1989 til hausts 1990. Árið 1991 var hún skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands, með forsetabréfi, dagsettu 19. júní. Hún var forseti heimspekideildar Háskóla Íslands 1997-1999, fyrsta konan sem kjörin var til embættis deildarforseta við Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911. Prófessor emeritus frá september 2009.

Mynd:

  • © Stefán Helgi Valsson.

...