Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigrún Sveinbjörnsdóttir er prófessor emerita við Háskólann á Akureyri, sérsvið hennar er þroski barna og unglinga með sérstaka áherslu á próffræði og unglingsskeiðið.

Sigrún hefur einkum stundað þvermenningarlegar (e. cross-cultural) samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á að greina og kortleggja hegðun þeirra og hugsun þegar á móti blæs. Upplýsingar frá rúmlega 10 þúsund unglingum á Íslandi og í Ástralíu sem Sigrún safnaði leiddu í ljós sama mynstur í báðum löndum og lögðu grunn að kvarða/prófi sem hún hannaði til að meta svonefnda spjörun (e. coping) unglinga (Measure of Adolescent Coping; MACS).

Sigrún ásamt skólabörnum á Kyrrahafseyjum Fiji.

Spjörunin flokkast í fimm grunnþætti, sem svo aftur skiptast í tvær víddir. Önnur víddin nefnist bjargráð, það er aðferðir sem reynast farsælar til lengdar (þrír grunnþættir; leita aðstoðar, dreifa huganum, hlúa að sér) og hins vegar svo kölluð skaðráð, það er aðferðir sem leiða til vansældar til lengdar þótt þær kunni að létta á í andartaki augnabliksins (tveir grunnþættir; grufl (e. rumination) og sleppa fram af sér beislinu). Auk þess sem spjörun unglinga virðist fylgja lögmálum þvert á menningu (í þessu tilviki Íslands og Ástralíu) þá kemur hið sama í ljós þvert á vísitölu lífskjara (Human Development Index; HDI), því þátta- og víddabygging MACS stóðst prófun á Kyrrahafseyjum Fiji.

Unglingsskeiðið er viðkvæmt og hefur löngum verið undir smásjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Það er einnig vísindamönnum hugleikið og þess vegna er hvert mælitæki sem stenst próffræðilega þvert á lönd mikilvægt við kortlagningu á stöðu og ástandi þroskaskeiðsins innan sem og milli landa. Þannig mælitæki auðveldar samanburðarrannsóknir og eykur líkur á markvissum forvarnaraðgerðum yfirvalda á hverjum stað.

Þá hefur Sigrún einnig tekið þátt í alþjóðlega rannsóknarteyminu Health Behavior in School-aged Children (HBSC). Á fjögurra ára fresti eru spurningalistar lagðir fyrir í tugum landa um líðan og hegðun skólabarna í skóla, frítíma og á heimili. Frá 2006 hefur Sigrún fylgst með íslensku unglingunum í 10. bekk sem skilgreina sig utan við gagnkynhneigða hópinn. Gagnkynhneigði hlutinn telur um 90% af heildinni, 10% unglinganna skilgreina sig ýmist hinsegin (um 5%) eða hvorki né (um 5%). Þau 5% sem falla undir hóp hinsegin unglinga eiga enn á brattann að sækja miðað við 95% unglinga eigin árgangs, þótt nokkrar framfarir hafi vissulega orðið og líðan almennt mælist örlítið betri nú en áður.

Sigrún fæddist 1946. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966 og stúdentsprófi frá sama skóla 1968; embættisprófi í sálfræði frá Gautaborgarháskóla 1975 og loks PhD-prófi frá LaTrobe-háskóla í Melbourne í Ástralíu 2001. Sigrún hefur starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari, sálfræðingur við leik-, grunn- og framhaldsskóla og sálfræðingur í málefnum fatlaðra auk allra almennra sálfræðingsstarfa í dreifbýli. Frá 2001 – 2016 starfaði Sigrún við Háskólann á Akureyri, fyrst sem lektor, þá dósent og loks prófessor í sálfræði með aðaláherslu á þroskasálfræði og námssálfræði. Frá 2016, sem prófessor emerita, sinnir Sigrún rannsóknum auk sálfræðistarfa á eigin stofu.

Mynd:
  • Úr safni SS.

Útgáfudagur

22.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75869.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75869

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Sigrún Sveinbjörnsdóttir er prófessor emerita við Háskólann á Akureyri, sérsvið hennar er þroski barna og unglinga með sérstaka áherslu á próffræði og unglingsskeiðið.

Sigrún hefur einkum stundað þvermenningarlegar (e. cross-cultural) samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á að greina og kortleggja hegðun þeirra og hugsun þegar á móti blæs. Upplýsingar frá rúmlega 10 þúsund unglingum á Íslandi og í Ástralíu sem Sigrún safnaði leiddu í ljós sama mynstur í báðum löndum og lögðu grunn að kvarða/prófi sem hún hannaði til að meta svonefnda spjörun (e. coping) unglinga (Measure of Adolescent Coping; MACS).

Sigrún ásamt skólabörnum á Kyrrahafseyjum Fiji.

Spjörunin flokkast í fimm grunnþætti, sem svo aftur skiptast í tvær víddir. Önnur víddin nefnist bjargráð, það er aðferðir sem reynast farsælar til lengdar (þrír grunnþættir; leita aðstoðar, dreifa huganum, hlúa að sér) og hins vegar svo kölluð skaðráð, það er aðferðir sem leiða til vansældar til lengdar þótt þær kunni að létta á í andartaki augnabliksins (tveir grunnþættir; grufl (e. rumination) og sleppa fram af sér beislinu). Auk þess sem spjörun unglinga virðist fylgja lögmálum þvert á menningu (í þessu tilviki Íslands og Ástralíu) þá kemur hið sama í ljós þvert á vísitölu lífskjara (Human Development Index; HDI), því þátta- og víddabygging MACS stóðst prófun á Kyrrahafseyjum Fiji.

Unglingsskeiðið er viðkvæmt og hefur löngum verið undir smásjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Það er einnig vísindamönnum hugleikið og þess vegna er hvert mælitæki sem stenst próffræðilega þvert á lönd mikilvægt við kortlagningu á stöðu og ástandi þroskaskeiðsins innan sem og milli landa. Þannig mælitæki auðveldar samanburðarrannsóknir og eykur líkur á markvissum forvarnaraðgerðum yfirvalda á hverjum stað.

Þá hefur Sigrún einnig tekið þátt í alþjóðlega rannsóknarteyminu Health Behavior in School-aged Children (HBSC). Á fjögurra ára fresti eru spurningalistar lagðir fyrir í tugum landa um líðan og hegðun skólabarna í skóla, frítíma og á heimili. Frá 2006 hefur Sigrún fylgst með íslensku unglingunum í 10. bekk sem skilgreina sig utan við gagnkynhneigða hópinn. Gagnkynhneigði hlutinn telur um 90% af heildinni, 10% unglinganna skilgreina sig ýmist hinsegin (um 5%) eða hvorki né (um 5%). Þau 5% sem falla undir hóp hinsegin unglinga eiga enn á brattann að sækja miðað við 95% unglinga eigin árgangs, þótt nokkrar framfarir hafi vissulega orðið og líðan almennt mælist örlítið betri nú en áður.

Sigrún fæddist 1946. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966 og stúdentsprófi frá sama skóla 1968; embættisprófi í sálfræði frá Gautaborgarháskóla 1975 og loks PhD-prófi frá LaTrobe-háskóla í Melbourne í Ástralíu 2001. Sigrún hefur starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari, sálfræðingur við leik-, grunn- og framhaldsskóla og sálfræðingur í málefnum fatlaðra auk allra almennra sálfræðingsstarfa í dreifbýli. Frá 2001 – 2016 starfaði Sigrún við Háskólann á Akureyri, fyrst sem lektor, þá dósent og loks prófessor í sálfræði með aðaláherslu á þroskasálfræði og námssálfræði. Frá 2016, sem prófessor emerita, sinnir Sigrún rannsóknum auk sálfræðistarfa á eigin stofu.

Mynd:
  • Úr safni SS.

...