Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðmundur Heiðar Frímannsson er prófessor í heimspeki við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað viðfangsefni í siðfræði, stjórnmálaheimspeki og heimspeki menntunar. Hann var fyrsti forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri áður en hún varð hluti af hug- og félagsvísindasviði.

Guðmundur hefur tekið þátt í margs konar starfi í öðrum stofnunum en Háskólanum á Akureyri, hann situr til dæmis í stjórn Norræna menntaheimspekifélagsins og í stjórn Menningarfélagsins Hrauns. Hann sat í nefnd um úttekt á starfsemi sparisjóða í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 og niðurstöður hennar birtust í fjögurra binda skýrslu. Hann var gistifélagi við menntavísindadeild Háskólans í Glasgow skólaárið 1997-1998 og gistifræðimaður við Raoul Wallenberg-stofnunina í Lundi í Svíþjóð á vormisseri 2005.

Guðmundur hefur rannsakað viðfangsefni í siðfræði, stjórnmálaheimspeki og heimspeki menntunar.

Guðmundur hefur skrifað um sjálfræði og forræði sem siðferðileg hugtök. Hann hefur einnig beint athyglinni að borgaramenntun og hlutverki skóla í að móta borgara í lýðræðisskipulagi. Í því felst ekki að skólar eigi að búa til stjórnmálamenn og –konur heldur fyrst og fremst að hafa áhrif á hvernig borgararnir sjálfir hugsa um stjórnmál þegar þeir bera ábyrgð á þjóðskipulaginu og að það gangi upp. Hann hefur einnig athugað gagnrýna hugsun og hvað í henni felst. Hann hefur haldið því fram að gagnrýnin hugsun sé bæði tiltekin færni og ákveðinn hugsunarháttur, siðferðileg skuldbinding til að leita þess sem er satt og rétt. Í borgaravitundinni er mikilvægt að þessi skuldbinding sé fyrir hendi. Enda er gagnrýnin hugsun ein mikilvægasta færni borgarans eins og kemur fram í væntanlegri bók hans Skólar og lýðræði. Um borgaramenntun.

Guðmundur hefur einnig skrifað um akademískt frelsi og tekur nú þátt í rannsóknarverkefni um hlutverk háskóla í mótun borgaravitundar í samvinnu við fræðimenn við Háskóla Íslands, í Finnlandi og Þýskalandi.

Guðmundur hefur sinnt þýðingum og hafa þrjár slíkar birst: Grundlegung zur Metaphysik der Sitten eftir Immanuel Kant, Sinn und Bedeutung eftir Gottlob Frege og What the tortoise said to Achilles eftir Lewis Carroll. Hann hefur einnig sinnt ritstjórn, verið einn af sex ritstjórum Scandinavian Journal of Educational Research frá 1999 og nýlega ritstýrði hann sérhefti af tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Ritstjórnarfundur Scandinavian Journal of Educational Research á Akureyri talið frá vinstri: Guðmundur Heiðar Frímannsson Íslandi, Háskólanum á Akureyri, Karl-Georg Åhlström, Svíþjóð, Háskólanum í Uppsölum, Erkki Kangasniemi, Finnlandi, Háskólanum í Jyväskylä, Åsmund Strömnes, aðalritstjóri, Noregi, Tækniháskólanum í Þrándheimi, Øyvind L Martinsen, Noregi, Háskólanum í Bergen, Sven Erik Nordenbo, Danmörku, Háskólanum í Kaupmannahöfn, George Graham, fulltrúi útgáfunnar Routledge.

Guðmundur er fæddur á Ísafirði árið 1952, alinn upp í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA-prófi í heimspeki og sálfræði með heimspeki sem aðalgrein í febrúar 1976, varð fyrstur til að ljúka prófi í heimspeki sem aðalgrein við Háskóla Íslands. Hann lauk M.Phil. prófi í heimspeki frá Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi árið 1987 og doktorsprófi árið 1991. Hann hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 1992, fyrst sem sérfræðingur, síðan sem forstöðumaður kennaradeildar og sem prófessor í heimspeki frá 2007. Áður starfaði hann við kennslu í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri.

Myndir:
  • Úr safni GHF.

Útgáfudagur

2.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson stundað?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2018, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76054.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76054

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson stundað?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2018. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76054>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson stundað?
Guðmundur Heiðar Frímannsson er prófessor í heimspeki við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað viðfangsefni í siðfræði, stjórnmálaheimspeki og heimspeki menntunar. Hann var fyrsti forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri áður en hún varð hluti af hug- og félagsvísindasviði.

Guðmundur hefur tekið þátt í margs konar starfi í öðrum stofnunum en Háskólanum á Akureyri, hann situr til dæmis í stjórn Norræna menntaheimspekifélagsins og í stjórn Menningarfélagsins Hrauns. Hann sat í nefnd um úttekt á starfsemi sparisjóða í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 og niðurstöður hennar birtust í fjögurra binda skýrslu. Hann var gistifélagi við menntavísindadeild Háskólans í Glasgow skólaárið 1997-1998 og gistifræðimaður við Raoul Wallenberg-stofnunina í Lundi í Svíþjóð á vormisseri 2005.

Guðmundur hefur rannsakað viðfangsefni í siðfræði, stjórnmálaheimspeki og heimspeki menntunar.

Guðmundur hefur skrifað um sjálfræði og forræði sem siðferðileg hugtök. Hann hefur einnig beint athyglinni að borgaramenntun og hlutverki skóla í að móta borgara í lýðræðisskipulagi. Í því felst ekki að skólar eigi að búa til stjórnmálamenn og –konur heldur fyrst og fremst að hafa áhrif á hvernig borgararnir sjálfir hugsa um stjórnmál þegar þeir bera ábyrgð á þjóðskipulaginu og að það gangi upp. Hann hefur einnig athugað gagnrýna hugsun og hvað í henni felst. Hann hefur haldið því fram að gagnrýnin hugsun sé bæði tiltekin færni og ákveðinn hugsunarháttur, siðferðileg skuldbinding til að leita þess sem er satt og rétt. Í borgaravitundinni er mikilvægt að þessi skuldbinding sé fyrir hendi. Enda er gagnrýnin hugsun ein mikilvægasta færni borgarans eins og kemur fram í væntanlegri bók hans Skólar og lýðræði. Um borgaramenntun.

Guðmundur hefur einnig skrifað um akademískt frelsi og tekur nú þátt í rannsóknarverkefni um hlutverk háskóla í mótun borgaravitundar í samvinnu við fræðimenn við Háskóla Íslands, í Finnlandi og Þýskalandi.

Guðmundur hefur sinnt þýðingum og hafa þrjár slíkar birst: Grundlegung zur Metaphysik der Sitten eftir Immanuel Kant, Sinn und Bedeutung eftir Gottlob Frege og What the tortoise said to Achilles eftir Lewis Carroll. Hann hefur einnig sinnt ritstjórn, verið einn af sex ritstjórum Scandinavian Journal of Educational Research frá 1999 og nýlega ritstýrði hann sérhefti af tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Ritstjórnarfundur Scandinavian Journal of Educational Research á Akureyri talið frá vinstri: Guðmundur Heiðar Frímannsson Íslandi, Háskólanum á Akureyri, Karl-Georg Åhlström, Svíþjóð, Háskólanum í Uppsölum, Erkki Kangasniemi, Finnlandi, Háskólanum í Jyväskylä, Åsmund Strömnes, aðalritstjóri, Noregi, Tækniháskólanum í Þrándheimi, Øyvind L Martinsen, Noregi, Háskólanum í Bergen, Sven Erik Nordenbo, Danmörku, Háskólanum í Kaupmannahöfn, George Graham, fulltrúi útgáfunnar Routledge.

Guðmundur er fæddur á Ísafirði árið 1952, alinn upp í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA-prófi í heimspeki og sálfræði með heimspeki sem aðalgrein í febrúar 1976, varð fyrstur til að ljúka prófi í heimspeki sem aðalgrein við Háskóla Íslands. Hann lauk M.Phil. prófi í heimspeki frá Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi árið 1987 og doktorsprófi árið 1991. Hann hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 1992, fyrst sem sérfræðingur, síðan sem forstöðumaður kennaradeildar og sem prófessor í heimspeki frá 2007. Áður starfaði hann við kennslu í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri.

Myndir:
  • Úr safni GHF.

...