Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu. Árið 1998 gaf hann út ævisögu Árna Magnússonar (1663–1730), prófessors og handritasafnara, sem kom út í endurskoðaðri útgáfu út á ensku árið 2012. Meðfram þeim athugunum hefur hann skrifað nokkuð um miðaldahandrit og textafræði Njáls sögu.

Rannsóknir Más hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu.

Már hefur um árabil lagt kapp á að búa texta til útgáfu með það í huga að auðvelda aðgang almennings og fræðimanna að ofangreindu tímabili. Má þar nefna Jónsbók frá 1281 og frásagnir af Spánverjavígum árið 1615, dómabækur Skálholtsbiskupa frá 17. öld og frásagnir af Kötlugosum, en jafnframt valda dóma um barnsmorð árin 1600 til 1900 og nú síðast skrár yfir eftirlátnar eigur alþýðufólks á 18. og 19. öld frá nokkrum svæðum í landinu: Hvítársíðu og Hálsasveit, Vestmannaeyjum og Grindavík. Þær útgáfur tengjast viðamiklu verkefni sem hann vinnur að í samstarfi við Þjóðskjalasafn og lýtur að því að gera veflægan gagnagrunn yfir dánarbú og önnur skiptagögn. Þá hefur Már gefið út bréfasafn Jóns Thoroddsens (1818–1868), sýslumanns og rithöfundar, og skáldsögu hans Pilt og stúlku eftir fyrstu útgáfu frá 1850. Már vinnur nú að útgáfu á tiltækum galdradómum frá 17. öld og kannar ævi og störf séra Sæmundar Magnússonar Hólm (1749–1821).

Már er fæddur árið 1959. Hann lauk stúdentsprófi við U. Pihls skole í Björgvin í Noregi vorið 1977 og útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands þremur árum síðar, en lauk cand.mag.-prófi haustið 1985. Jafnframt stundaði hann nám í Björgvin og París. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Næstu árin var hann við rannsóknir í Bandaríkjunum og Danmörku en var ráðinn lektor í sagnfræði árið 1998.

Mynd:
  • Úr safni MJ.

Útgáfudagur

12.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2018, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76096.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76096

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2018. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76096>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?
Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu. Árið 1998 gaf hann út ævisögu Árna Magnússonar (1663–1730), prófessors og handritasafnara, sem kom út í endurskoðaðri útgáfu út á ensku árið 2012. Meðfram þeim athugunum hefur hann skrifað nokkuð um miðaldahandrit og textafræði Njáls sögu.

Rannsóknir Más hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu.

Már hefur um árabil lagt kapp á að búa texta til útgáfu með það í huga að auðvelda aðgang almennings og fræðimanna að ofangreindu tímabili. Má þar nefna Jónsbók frá 1281 og frásagnir af Spánverjavígum árið 1615, dómabækur Skálholtsbiskupa frá 17. öld og frásagnir af Kötlugosum, en jafnframt valda dóma um barnsmorð árin 1600 til 1900 og nú síðast skrár yfir eftirlátnar eigur alþýðufólks á 18. og 19. öld frá nokkrum svæðum í landinu: Hvítársíðu og Hálsasveit, Vestmannaeyjum og Grindavík. Þær útgáfur tengjast viðamiklu verkefni sem hann vinnur að í samstarfi við Þjóðskjalasafn og lýtur að því að gera veflægan gagnagrunn yfir dánarbú og önnur skiptagögn. Þá hefur Már gefið út bréfasafn Jóns Thoroddsens (1818–1868), sýslumanns og rithöfundar, og skáldsögu hans Pilt og stúlku eftir fyrstu útgáfu frá 1850. Már vinnur nú að útgáfu á tiltækum galdradómum frá 17. öld og kannar ævi og störf séra Sæmundar Magnússonar Hólm (1749–1821).

Már er fæddur árið 1959. Hann lauk stúdentsprófi við U. Pihls skole í Björgvin í Noregi vorið 1977 og útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands þremur árum síðar, en lauk cand.mag.-prófi haustið 1985. Jafnframt stundaði hann nám í Björgvin og París. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Næstu árin var hann við rannsóknir í Bandaríkjunum og Danmörku en var ráðinn lektor í sagnfræði árið 1998.

Mynd:
  • Úr safni MJ.

...